Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 81

Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 81
- Lifi› heil Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík www.lyfja.is Er líða fer að jólum... Lyfja er til staðar allan ársins hring og þar eru jólin engin undantekning. Þú finnur hjá okkur fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna. Gefðu vellíðan, gefðu gjöf frá Lyfju. Ég uppgötvaði að orðatiltækið „Þú ert það sem þú borðar“ er ekki bara eitt- hvað sem sagt er, heldur dagsatt.  Hreyfing Úr bankageiranum í Heilsugeirann Á hugi minn á heilsu kviknaði árið 2008 þegar móðir mín heitin greindist með krabbamein, en þá skall það á mér að heilsa okkar skiptir öllu máli,“ segir Sara, sem í kjölfarið endur- skoðaði mataræði sitt ásamt móður sinni. „Ég var tvítug á þeim tíma og hafði ekki verið að hugsa nægilega vel um mig og mína heilsu. En þarna upp- götvaði ég að orðatiltækið „Þú ert það sem þú borðar“ er ekki bara eitthvað sem sagt er, held- ur dagsatt.“ Sara er viðskipta- fræðingur og hafði starfað í bankageiranum en ég dróst alltaf nær heilsugeiranum. „Ég fann svo mína köllun þar. Ég lærði heilsumarkþjálfun og fljótlega langaði mig að læra meira á sviði hreyfingar og ákvað að fara í ÍAK einkaþjálf- arann sem ég kláraði síðasta vor.“ Stuttar en kraftmiklar æfingar Sara er nú búsett í Danmörku og hefur hún sett saman æfingar sem byggja á svoköll- uðu Hiitfit æfingakerfi. Hiit stendur fyrir high intensity interval training og einkennist af stuttum en kröftugum æf- ingum. „Hugmyndin af Hiitfit kviknaði í rauninni eftir að ég átti son minn og fór að leita leiða til þess að koma mér aftur í form í fæðingarorlofinu. Þar sem ég hafði ekki alltaf tök á að fara út og æfa á ákveðnum tímum fór ég að prófa mig áfram heima. Það hentaði mér mjög vel að taka stuttar en kraftmiklar æfingar og ég náði miklum árangri,“ segir Sara. Á vefsíðunni hiitfit.is býður Sara upp á æfingakerfi og eins konar fjarþjálfun. Þar sem hver æfing tekur ekki nema í mesta lagi hálftíma er kerfið tilvalið fyrir fólk sem er mikið á ferðinni eða hefur lítinn tíma fyrir líkams- rækt. „Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að fólk notar tímaleysi sem helstu ástæðuna fyrir því að hreyfa sig ekki reglulega og mig langaði að sýna fólki að það þarf ekki endilega einn til tvo klukku- tíma á dag til þess að sinna hreyfingu.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Dæmi um Hiitfit æfingalotu: Stutt en kraftmikil heilsuefling „Ég hvet fólk til þess að gefa sér 20- 30 mín í hreyfingu daglega, þó það sé komin desember og fólk er mjög upptekið þá má það ekki gleyma sér í stressinu. Það er ótrúlegt hvað maður getur gert á stuttum tíma og auðvelt að koma inn góðri æfingu á þessum tíma. Vaknaðu t.d. hálftíma fyrr á morgnana og æfðu inní stofu á meðan fjölskyldan sefur.“ Brennsluæfing með áherslu á fætur: 1. Hnébeygjur 2. Burpees 3. Há hné 4. Framstig 5. Hliðarstig 6. Mountain climbers „Stilltu klukkuna á 30 sekúndna keyrslu og 10 sekúnd- ur í hvíld. Ég nota appið Interval timer sem lætur mig vita hvenær á að hvíla og hvenær að æfa. Reyndu að gera 4 umferðir af æfingunni og þá ertu búin. Munið að hvíla í 30-60 sek á milli umferða. Á hiitfit.is má finna nánari útskýringu á hverri æfingu fyrir sig.“ Helgin 18.-20. desember 2015 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.