Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 2

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 2
Þ að gerðist lítið í fyrsta sinn en í annað skiptið rann allt lífshlaup mitt framhjá mér, alveg frá því ég var sex ára og fram á daginn í dag,“ lýsir maður á miðjum aldri áhrifunum af suður- ameríska seyðinu ayahuasca sem er komið í nokkra tísku á Íslandi, einkum meðal fólks sem er sjálfs- hjálparhópum, hugrækt og hug- leiðslu. „Ég sá hvað allt mitt til- finningalíf og viðhorf höfðu breyst vegna ofsalegrar höfnunar sem ég varð fyrir um sex ára aldur- inn, tilfinningalegrar bjögunar og kynferðislegrar misnotkunar innan fjölskyldunnar,“ heldur mað- urinn áfram. „Það varð allt í einu kristalskýrt fyrir mér hvernig þetta hefur litað líf mitt eftir þetta. Ég er sex barna faðir, á fjórar barnsmæð- ur og mörg mislukkuð sambönd að baki. Ég hef alla tíð frá bernsku sótt í fíknir, flótta og stanslausa útrás til að kæfa kvíðann sem hafði læst sig um mig þegar ég var barn. Það varð ljóslifandi fyrir mér að ég hef átt hunderfitt lífshlaup vegna þess að mér tókst aldrei að vinna úr þessum áföllum.“ Seiðmaður stjórnaði athöfninni Ástæða þess að viðmælandi okkar tók inn þetta kröftuga seyði var að hann greindist með krabbamein í ristli og vildi leita allra leiða til að losna við hefðbundna lyfjameð- ferð. Þegar hann frétti af því að perúskur seiðmaður væri á leið til landsins til að stjórna ayahuasca- athöfn sló hann til og fór með um fimmtán manna hópi í vikudvöl upp í sveit. Þar tók hann seyðið í fjögur skipti undir leiðsögn og tónlistar- flutningi meistarans. „Ég vildi fá að vita hvers vegna ég væri með krabbamein og hvað ég ætti að gera í því,“ segir hann. „Þegar ég kom úr ferðalaginu var ég harðákveðinn að láta skera það burt og fara í hefð- bundna lyfjameðferð. Það var eitt sem kom út úr þessu. Annað var al- gjörlega nýr skilningur á hver ég er og hvað hefir stjórnað samskiptum mínum við annað fólk hingað til. Ég hef klippt á samskipti við margt fólk eftir þetta.“ Varpar réttu ljósi á hlutina En hvað er ayahuasca? Er það dóp? Getur fólk misnotað þetta seyði? „Ég hef ekki nokkra trú á því,“ segir viðmælandi okkar. „Ég tók þetta fyrir ári og hef löngun til að taka þetta aftur. Reynslan er svo sérstök og sterk og allt önnur en af vímuefnum. Ég er enn að vinna úr reynslunni mörgum mánuðum seinna. Ég er óvirkur fíkill en ayahuasca kveikti enga löngun í meira.“ Það sama segir annar viðmæl- andi okkar, karl á fertugsaldri. „Ég hef tekið allskonar hugvíkkandi efni, LSD, sveppi, meskalín og alls- konar en ayahuasca er allt annars eðlis,“ segir yngri maðurinn. Hann tók inn seyðið til að vinna á áfalla- streituröskun eftir allskyns áföll í lífinu, meðal annars langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafði rekist á Vice-þátt á netinu um ayahuasca og var eitthvað að pæla í því þegar hann rakst á mann á alanon-fundi sem sagði honum að von væri á seiðmanni til landsins. Hann lét því slag standa, fór á sérstakt mataræði í tíu daga og þurfti að sannfæra þá sem stóðu fyrir athöfninni að hann ætti ekki í djúpstæðum geðrænum vanda. Og virkaði seyðið? „Já, ég er enn að vinna úr þessu. Þetta er ekki endanleg lausn. Seyðið strokaði ekki út allan minn vanda. En ég held að þetta hjálpi mér til að sjá hlutina í réttu ljósi og bregðast rétt við. Þetta var stór og mikil reynsla sem hefur og mun marka viðhorf mín,“ segir yngri maðurinn. Ayahuasca er ólöglegt á Íslandi og á flestum Vesturlöndum. Það er ástæða þess að viðmælendur okkar vilja ekki koma fram undir nafni. -gse Sá í sviphendingu að allt lífið var brenglað Suður-ameríska seyðið ayahuasca er í tísku meðal fólks í sjálfshjálparsamtökum og hugleiðslu. Dýrasti ellilífeyrisþeginn Ólafur Ragnar Grímsson mun halda áttatíu prósentum af launum sínum sem forseti Íslands til dauðadags eftir svo langa setu í embætti og fær rúmar 1,8 milljónir króna í eft- irlaun. Þá fær hann því til viðbótar lífeyrisgreiðslur frá LSR, sem fyrr- verandi þingmaður og ráðherra. Hann sat á þingi í tíu ár, þar af var hann fjármálaráðherra í þrjú ár. Samkvæmt því verða eftirlaun hans 439.000 krónur. Hann mun samkvæmt því þiggja eftirlaun frá ríkinu og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins upp á tæpar 2.3 milljónir á mánuði. Eftirlaunalögunum var reyndar breytt árið 2009 og lífeyrisréttindi æðstu embættismanna ríkisins, svo sem þingmanna og ráðherra, urðu þá með sama sniði og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Ekki var þó hægt að taka réttindi af mönnum sem höfðu áunnið sér þau sam- kvæmt gömlu lögunum, líkt og Ólafur Ragnar. Fréttatíminn er fluttur í hús Kassagerðarinn- ar að Köllunarkletts- vegi 1. Margt gott hefur orðið til í þessu fornfræga húsi – þar mótuðust Bubbi Mort- hens og hljómsveitin Utangarðsmenn og þar vann Jóhanna Sigurðardóttir áður en hún hóf stjórnmála- feril sinn. Breytingar hafa verið gerðar á ritstjórn blaðsins, eftir eigendaskipti á dögunum. Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir eru nú ritstjórar Fréttatímans, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er fréttastjóri og Höskuldur Daði Magnússon er ritstjórnarfulltrúi. Ayahuasca er suður-amerískt töfraseyði sem sendir fólk heim í æskuna. Það er soðið upp úr berki af vissum trjám og laufum af öðrum. Áhrifin af seyðinu eru andlegt ferðalag sem getur verið bæði strangt og erfitt en sem margir fullyrða að sé líka frelsandi. Ayahuascaseiði úr berki og laufum af trjám úr Amazon skóginum. Fréttatíminn flytur og breytist Unglingur í sólarhringsvistun vegna kynferðisbrota Unglingsdrengur með þroskafrá- vik er vistaður af barnaverndaryf- irvöldum í sérstöku úrræði vegna ítrekaðra kynferðisbrota og til- rauna til brota. Drengurinn er árásargjarn og metinn mjög líklegur til að brjóta aftur af sér. Hann hefur brotið gegn fleiri börnum. Að sögn Braga Guð- brandssonar, forstöðumanns Barna- verndarstofu, er endurtekning brota ástæða þess að gripið sé til svo sérstakra öryggisúrræða. „Til svona róttækra aðgerða er aldrei gripið nema það sé alveg nauðsyn- legt.“ Drengurinn er vistaður í sér- tæku búsetuúrræði án foreldra þar sem fullorðið fólk fylgist með hon- um allan sólarhringinn. Er honum fylgt í og úr skóla og tómstundir en samkvæmt Braga er reynt er að haga lífi hans sem með eðlilegust- um hætti. Afbrigðileg kynferðisleg hegðun drengsins hefur staðið yfir í lengri tíma. Börn og unglingar sem barna- verndaryfirvöld fá ábendingar um að sýnt hafi afbrigðilega kynferðis- lega hegðun fá greiningu og með- höndlun frá þriggja manna sér- fræðiteymi Barnaverndarstofu. Að sögn Braga eru flestir í þeim hópi metnir ólíklegir til að fremja brot aftur, færri eru metnir líklegir til að brjóta af sér aftur. Aðeins örfá ungmenni eru metin afar líkleg til að endurtaka brot. Til algjörra undantekninga heyr- ir að börn með þroskafrávik og afbrigðilega kynferðislega hegðun séu vistuð á sérstökum heim- ilum. Mikil breyting hefur orðið á stuðningi og meðferð við börn með slíkan vanda en barnavernd- arnefndir veita nú nánast alfarið meðferð og þjónustu innan heimila og í nærumhverfi barna. Þessi drengur er sérstakt tilfelli. - þt Mynd/NordicPhotos/GettyImages 2 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.