Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 37
Njóttu þess
að vera nörd
’NTV í samstarf
við CCPNámskeið
Þar sem tölvur og tækni eru farin
að skipa stærri sess í okkar dag-
lega lífi verður okkur hættara til að
gleyma okkur í þeim heimi, hvort
heldur það séu tölvuleikir, sam-
félagsmiðlar eða smáforrit. Þetta
er mjög heillandi og spennandi
heimur með stöðugum nýjungum
og því mjög skiljanlegt að fólk á
öllum aldri sogist þar inn. „Hættan
er að við eyðum of miklum tíma
í þessum heimum sem getur haft
þær afleiðingar að við dettum út úr
vinahópum, herbergið eða heimilið
fær minni athygli, hættum að hugsa
um okkur og þá sem eru í kringum
okkur,“ segir Ólafur Þór Jóelsson,
Dale Carnegie þjálfari. Hann er
einnig þekktur sem Óli í GameTV.
segir hann þetta oft leiða til þess
að við missum sjálfstraust gagnvart
öðrum, eigum erfiðara með að hafa
samskipti við aðra og láta drauma
okkar rætast. Þegar við erum komin
í þá stöðu þá er meiri líkur á að við
einangrumst og líði ekki vel í eigin
skinni.
„Til að geta í alvöru notið allra
þessara spennandi hluta þá er mikil-
vægt að halda öðrum boltum í lífi
sínu á lofti,“ segir Ólafur. Nefnir
hann þá helst að passa upp á að
tala við vinina og gera eitthvað
með þeim, tala við foreldrana og þá
sem standa okkur nærri, hreyfa sig,
sinna öðrum áhugamálum, vinnu
eða námi og hreinlega passa að lífið
þjóti ekki framhjá okkur meðan við
erum föst í tækniheimum.
„Það sem við leggjum áherslu á
hjá Dale Carnegie fyrir ungt fólk
er að þátttakendur á námskeiðum
okkar setji sér markmið í mikilvæg-
ustu þáttum lífsins og segi sjálfum
sér hvernig þau ætla að ná þeim,“
segir Ólafur.
auk þess eru þeim sett þeim verk-
efni tengd samskiptum sem miða
að því að þau styrki sambandið við
þá aðila sem skipta þau mestu máli
í sínu lífi og tryggi þar með tengslin.
Ólafur segir þau einnig gera æfingar
sem miða að því að keyra upp sjálfs-
traustið sem auðveldar þeim að
segja skoðun sína, þora að fara út í
lífið og reyna á sig, þora að gera mis-
tök og það mikilvægasta að þora að
vera þau sjálf. „Ofan á þetta bætist
að við vinnum heilmikið með við-
horf og finnum út í sameiningu hvar
það er neikvætt gagnvart ákveðnum
hlutum eða fólki og vinnum í að
finna jákvæðari fleti á þeim hlutum
til að okkur líði betur,“ segir Ólafur.
að lokum bætir hann við:
„að spila tölvuleiki er til dæmis
eitt það skemmtilegasta sem ég geri,
en til að njóta þeirra í botn verð ég
að hafa aðra hluti í lagi í kringum
mig. Hafa sjálfstraust til að gera aðra
hluti, láta drauma mína rætast og
hafa samskipti við fólkið í kringum
mig. Þegar þetta allt er í lagi, þá fyrst
get ég notið þess að vera nörd.“
Unnið í samstarfi við
Dale Carnegie
Ólafur Þór Jóelsson Dale Carnagie þjálfari
segir mikilvægt að passa að lífið þjóti ekki
framhjá meðan við erum föst í tækniheimum.
Ólafur Þór Jóelsson er
þekktur sem Óli í GameTV.
Hann starfar líka sem Dale
Carnegie þjálfari og ráðleggur
ungu fólki að til að geta notið
þess að spila tölvuleiki þurfi
það að halda öðrum boltum
í lífi sínu á lofti. Til dæmis sé
mikilvægt að halda góðu sam-
bandi við fjölskyldu og vini.
Ljósmynd/Hari
FJARNÁM
Skráning á vorönn stendur til 10. janúar
á slóðinni www.fa.is/fjarnam
| Kynningar
Helgin 8. janúar
10. janúar 2016
| 37fréttatíminn | HelGiN 8. JaNúar-10. JaNúar 2016