Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 61

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 61
Á fullu í mömmuleikfimi og ungbarnasundi Heilsa fréttatíminn Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 n Handbolti Orri æfir sex sinnum í viku n Hleypur Hlaupaæfingarnar heilagur tími hjá Erlu n Þríþraut Pétur keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra „Við Harpa reynum að hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. Ég var í crossfit þegar ég varð ólétt en með stækkandi maga færðum við okkur yfir í meðgöngu- leikfimi hjá Fullfrísk. Á seinni hluta með- göngunnar syntum við mikið og fórum í meðgöngujóga sem bjargaði okkur bæði líkamlega en aðallega andlega fyrir fæðing- una. núna förum við nokkrum sinnum í viku í mömmuleikfimi hjá Fullfrísk og svo förum við auðvitað mikið út að ganga. Við erum svo nýlega byrjaðar í ungbarnasundi svo að Harpa er ansi öflug, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Birna erlings- dóttir, móðir Hörpu Sigríðar gunn- arsdóttir. Hvers konar hreyfingu stundið þið? „Harpa er ekki farin að velta sér en hún er farin að halda haus alveg sjálf og gerir tilraunir til þess að grípa í tærnar sínar. Við nýtum síðan daginn vel í að hlæja og brosa. Viðhorf til heilsuræktar hefur breyst mikið á undanförnum árum og hlakka ég til að ala Hörpu upp í heilbrigðu umhverfi þar sem fyrir- myndir okkar eru sterkar og sjálfs- öruggar konur sem borða hollan og góðan mat og rífa upp 200 kíló í réttstöðulyftu.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá ykkur? „Það er mjólkursopinn fyrir Hörpu í öll mál ásamt D-vítamín dropum einu sinni á dag. Sjálf byrja ég alla daga á hafragraut, vítamínum og grænu tei en Harpa mun fá að kynn- ast þessari lífsnauðsynlegu þrennu bráðlega.“ Hvað gerið þið til að slaka á? „Á seinni hluta meðgöngunnar fórum við í meðgöngujóga en sjálf hef ég stundað jóga í mörg ár. Ég er enn meðvitaðri um að halda mér í góðu jafnvægi núna því að streita og stress smitar út frá sér yfir í litlu krílin. Harpa er einstaklega rólegt barn og trúi ég því innilega að ef ég er róleg og held mér í góðu jafn- vægi þá verður Harpa það líka. jóga og hugleiðsla getur hjálpað manni mikið og finnst mér að allir ættu að gefa sér 5 mínútur á dag til þess leiða hugann inn á við og slaka á. að fara í sund á kvöldin og þá helst í rigningu er mín hugleiðsla og býst ég við að Harpa verði einnig mikil sundkona.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég held að það sé aldrei hægt að segja það nógu oft, en vatnið og svefninn eru alltaf heilsuráð númer eitt, tvö og þrjú. Harpa á ennþá eftir að tileinka sér vatnið en hún sefur í 12 tíma á nóttu, leggur sig yfir daginn og brosir og hlær þess á milli. Ég hugsa að það sé eflaust besta heilsuráð sem hægt er að taka til sín. Það er magnað að sjá þróun- ina hjá svona litlu kríli á einungis þremur mánuðum. Það er gríðar- lega mikið að gerast inni í þessum litla líkama og ég sé mun á henni nánast daglega.“ Einhver markmið varðandi heils- una á nýju ári? „Við Harpa höfum ekki sett okkur nein stór markmið fyrir komandi ár. Við ætlum að halda áfram að lifa heilbrigðum lífsstíl, taka einn dag í einu og setja andlega líðan í fyrsta sæti því þaðan fáum við orkuna til þess að brosa, hlæja og njóta lífs- ins.“ Mæðgurnar Harpa Sigríður og Birna njóta þess að vera saman. Birna segir dóttur sína vera öfl- uga miðað við aldur og hlakkar til að ala hana upp í heilbrigðu umhverfi. Ljósmynd/Hari ára 0 Flóki HraFnS- Son er fimm ára og býr í Vesturbæ reykjavíkur með foreldrum sínum, Stellu ólafsdóttur háskóla- nema og Hrafni gunnarssyni, graf- ískum hönnuði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Fara í smellukubba, eða að gefa öndunum brauð.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég hleyp inni og í útiveru.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „pítsa.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „Í jólafríinu fékk ég lucky Charms, hjá ömmu og afa fæ ég góðan hafragraut.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Þá sef ég.“ Skemmtilegt að gefa önd- unum brauð Heilsuvenjur Flóka Hrafnssonar - 5 ára ára 5 Heilsuvenjur Hörpu Sigríðar Gunnarsdóttur – á fyrsta ári á ö l lum a ldri

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.