Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 72

Fréttatíminn - 15.01.2016, Side 72
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið ... ...fær Hermann Ragnars- son múrari fyrir að undir- búa heimkomu albönsku fjölskyldnanna og vekja at- hygli á aðstæðum þeirra. Margir hafa velt því fyrir hvort Jón Gnarr hyggi á forsetaframboð á vordögum en hann hefur reglulega gefið þeim sögusögnum undir fótinn. Ekki virðist mikið fararsnið á Jóni í starfi hans sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 því nú berast fregnir af því að hann undirbúi fjórðu Vaktar-seríuna síðar á árinu. Mun hún kallast Öryggis- vaktin og skarta sömu söguhetjum og fyrr í þessum vinsælu þáttum og bíómynd. Jón verður því sjálfur í aðalhlutverki á eigin stöð en til að rýma fyrir Öryggisvaktinni hefur gerð fjórðu þáttaraðar Pressu verið sett á ís... Íslenska Twitter- samfélagið hefur látið í sér heyra í vikunni vegna herferðar WOW Air, #wowincali. Í Twit- terheimum vill fólk forðast slíka leiki sem gjarnan tröllríða öllu á Facebook. Meðal þeirra sem hafa úthrópað herferðina eru Katrín Atladóttir og Dagur Hjartar- son skáld. Einn þeirra sem tók þátt í leiknum var popparinn Unnsteinn Manuel sem sagðist gjarnan vilja fara með strákunum í Sturla Atlas til Kaliforníu... Mikið áhorf hefur verið á sjónvarps- þættina Ófærð á sunnudags- kvöldum á RÚV. Þættirnir eru sem kunnugt er úr smiðju Baltasars Kormáks og þykja bera handbragð hans – þó fleiri sjái reyndar um leikstjórn en hann. Að minnsta kosti segja kunnugir í kvikmyndabransanum að tökur af bruna frystihússins minni óneitanlega á frystihúsbrunann í kvikmynd Baltasars, Hafinu frá 2002, og jafnvel sé um sömu tökur að ræða... Síminn undirbýr útsendingar frá EM í knattspyrnu í sumar og hermt er að mikið verði lagt í umgjörð útsending- anna. Því er nú róið að því öllum árum að Guðmundur Benedikts- son verði aðalmaðurinn í umfjöll- un um leikina og verði staðsettur í Frakklandi. Guðmundur lýsir sem kunnugt er enska boltanum á miðlum 365 og mun hugmyndin sú að hann verði leigður yfir til Símans. Þykir sú ráðstöfun til marks um sífellt meira samstarf á milli risanna tveggja... KidWits.net Sunneva 4 ára. Er það hérna sem allir eru krossfestir?‛‛ ‛‛

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.