Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 6
Mynd | Hari Útlendingastofnun neitaði eldri hjónum frá Armeníu um dvalarleyfi. Armenía er meðal verst settu ríkja Evrópu og hjónin segja mannréttindabrot algeng af hálfu stjórnvalda þar. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Hjónin Alberth og Tatjana hafa dvalið á Íslandi í rétt yfir ár en var nýverið synjað um dvalarleyfi og vísa á þeim úr landi í dag, föstudag. Þau segja enga vinnu að fá í Armen- íu og ómögulegt að komast af á elli- lífeyri þar í landi, en hann er um 70- 80 dollarar, eða 10 þúsund krónur á mánuði. „Jafnvel þó það væri hús á endi- mörkum Íslands þar sem enginn byggi væri ég til í að búa þar. Okkur langar bara að vera áfram á Íslandi, hér erum við aldrei stressuð og fólk kemur vel fram við okkur. Okkar bíður ekkert í Armeníu.“ Tatiana er með mikla menntun í rússneskum bókmenntum og lang- ar að koma þeirri þekkingu til skila hér og Albert er reyndur tónlistar- kennari og hornleikari. Bæði langar þau að kenna og starfa á Íslandi. Hjónin komu hingað frá Póllandi þar sem þau voru á alþjóðahátíð. Albert hafði komist upp á kant við yfirvöld og taldi sér ekki vært í Arm- eníu af pólitískum ástæðum. Þau ákváðu því að fara til Íslands og sóttu um hæli hér við komuna. Dag- inn eftir byrjuðu þau svo að læra íslensku, og eru nú á sínu þriðja ís- lenskunámskeiði. Hjónin segjast hafa lesið mikið um Ísland, þau hafi þó haldið að þau ættu ekki eftir að komast hing- að enda fjarlægt land í þeirra aug- um. „Þegar við kynntumst svo Ís- lendingum var það óvænt ánægja hversu yndislegir þeir voru.“ Síðan þau komu hingað hefur Al- bert skrifað greinar í alþjóðleg tíma- rit um Ísland. Alberth og Tatjana fengu lokaúr- skurð Útlendingastofnunar þann 19. janúar. Þá var þeim bæði synjað um dvalarleyfi sem veitt eru flótta- mönnum og þau sem veitt eru af mannúðarástæðum. Þessar tvær tegundir dvalarleyfa eru þó þau einu sem fólki býðst í þeirra stöðu, enda koma þau ekki frá EES-landi. Þrátt fyrir að vísa eigi hjónunum úr landi segja þau yfirvöld hafa komið fram við þau af heilindum og virðingu og vilja sérstaklega hrósa þeim lögreglumönnum sem þau hafa átt samskipti við. Eins eru þau þakklát lögfræðingi sínum og þeim sem þýtt hafa fyrir þau hér á Íslandi. „Eins og við skiljum þetta er eng- inn á móti því að við séum hér og allir sjá að við getum lagt okkar til samfélagsins hér, en það virðast ekki vera lagalegar forsendur til að leyfa okkur að vera. Við yrðum mjög glöð ef við fengjum að vera.“ Lögfræðingur hjónanna, Arndís A. K. Gunnarsdóttir, er þó á öðru máli, en hún telur að Útlendinga- stofnun hefði getað veitt þeim dval- arleyfi af mannúðarástæðum. Það sé jafnframt mikill missir fyrir Ís- land að missa hjónin úr landi. Armenskum hjónum á sjötugsaldri verður vísað úr landi í dag, föstudag Alberth og Tatjana eiga sér þá ósk heitasta að fá að vera á Íslandi og kenna bókmenntir og tónlist. Alberth og Tatjana fá ekki að vera á Íslandi FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 F E R M I N G A R T I L B O Ð H E I L S U R Ú M F Y R I R U N G T , V A X A N D I F Ó L K C & J G O L D C &J G O L D H E I L S U R Ú M � Fimm svæðaskipt pokagormakerfi. � Laserskorið heilsu- og hægindalag tryggir réttan stuðning. � Vandaðar kantstyrkingar. � Slitsterkt og mjúkt áklæði. � Val um lit á botni og löppum. 5 ÁRA ÁBYRGÐ H E I L S U D Ý N A N S E M L Æ T U R Þ É R O G Þ Í N U M L Í Ð A V E L H E I L S U R Ú M S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R- M/COMFORT BOTNI T I L B O Ð 100X 200 116.800 K R. 89.900 120X 200 141 .460 K R. 99.900 140X 200 156.460 K R. 109.900 Eftir að hljótt hefur verið um væntanlegar forsetakosningar í nokkurn tíma hafa tvær konur nú stigið fram og lýst því yfir að þær hugleiði forsetaframboð, þetta eru þær Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, sem greindi frá því á vef Fréttatímans og Sigrún Stefáns- dóttir sem greindi frá því í viðtali við Akueyri – vikublað. Forsetastíflan er því brostin og búast má við því að fleiri kandídat- ar bætist í hópinn á næstu dögum. Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð og margir skora á Katrínu Jakobsdóttur að fara fram. Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í embætti for- seta, tilkynntu nokkrir frambjóð- endur að þeir stefndu á forseta- framboð. Í þeim hópi voru Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Kristín Jök- ulsdóttir, Ástþór Magnússon, Hildur Þórðardóttir og Ari Jós- epsson. | þká Forsetastíflan brestur Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir og Sigrún Stefánsdóttir eru báðar að íhuga framboð. Samsett mynd | Hari Samkvæmt dómi Héraðsdóms í fyrravor var Hörpu gert að greiða um 400 milljónir króna í fasteigna- gjöld á ári. Hæstiréttur hefur nú fellt þá niðurstöðu úr gildi. Ljóst var á sínum tíma að upphæðin gæti skipt sköpum fyrir framtíð hússins sem átti samkvæmt þessu að greiða margfalt meiri fasteignagjöld en Kringlan og Leifsstöð. Og þá var kátt í höllinni 6 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.