Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 78
6 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016 Fermingar Því ekki að bíða með fermingarveisluna fram á sumar og halda þá skemmtilega garðveislu? Þarf veislan að vera pínleg? Sumum finnast fermingarveislur frekar vandræðalegar eða hreint og beint leiðinlegar. En það er hægt að gera eitt og annað til þess að létta andrúmsloftið og gera þessar 2-3 klukkustundir að hinni bærilegustu skemmtun öllum til handa, bæði gestum og fermingarbarninu. Það sem skiptir allra mestu máli er að lesa „krádið“ rétt. n Það er um að gera að nýta þetta tækifæri til þess að leyfa barninu að vera miðpunktur athyglinnar. Setjið saman myndasýningu með myndum af fermingarbarninu frá fæðingu. Svo er líka gaman að hafa vídeósýningu, börn sem eru að fermast í dag hafa alist upp við að hvert fótmál sé fest á filmu svo nóg ætti að vera til af efninu. n Spilar fermingarbarnið eða einhver nákominn á hljóðfæri? Skemmtiatriði í fermingarveislu þurfa ekki að vera neitt sérlega flókin eða kosta neitt. Ef einhver frænka kann töfrabrögð eða ein- hver frændi spilar á saxófón er um að gera að biðja þau um að troða upp í veislunni. Það þarf ekkert að vera langt en allt sem brýtur veisl- una upp er skemmtilegt. n Foreldrarnir ættu vissulega að halda tölu séu þeir þannig þenkj- andi. Engan ætti þó að pína til þess að halda tölu. Hér er kjörið að fara yfir farinn veg og stikla á stóru í lífs- hlaupi barnsins. n Fermingarbarnið getur jafnvel haldið ræðu þar sem það þakkar fyrir komuna. En sama gildir um börnin og foreldrana – ef barninu líður illa með að standa fyrir fram- an alla og tala þá ætti alls ekki að þvinga það til þess. n Er stemning fyrir leikjum? Það er um að gera að fara í einhvern skemmtilegan leik, jafnvel úti ef veður og aðstæður leyfa. Skellið ykkur út og hlaupið í skarðið eða farið í keppni í flottasta mennska píramídanum. n Fjölskyldur eru ótrúlega ólíkar og misjafnlega samsettar og það þarf að taka tillit til þess þegar veislan er skipulögð. Ekki gleyma því að veisl- an snýst um að barnið njóti sín og því ekki ráðlegt að setja það í kvíð- vænlega stöðu. Þetta getur til dæmis átt við um skilnaðarbörn – hvern- ig er sambandið á milli barnsins og þess foreldris sem það býr ekki hjá? Er barnið vant að vera í kring- um þennan anga fjölskyldunnar? Kannski er góð hugmynd að und- irstinga að haldin sé önnur minni veisla með fjarlægari fjölskyldunni. Sem betur fer er það vissulega þann- ig hjá flestum fjölskyldum að allir sammælast um að vera saman í sátt og samlyndi og leggja sig fram við að gera daginn sem ánægjulegastan fyrir fermingarbarnið og það ætti að vera markmiðið í hvívetna. n Eigið þið stóran garð eða pall? Því ekki að bíða með veisluna fram á sumar og halda þá stóra garðveislu. Bjóða fermingarbarninu út að borða eða elda eitthvað gott á fermingar- daginn og bíða með veisluhöldin. Garðveislur geta verið dásamlegar og það getur minnkað streitustigið mikið að bíða þar til sumrar. n Langar barnið ekkert í veislu? Sleppið því þá bara að halda veislu, það er engin skylda. Það má jafnvel halda litla veislu fyrir nánustu fjöl- skyldumeðlimina og skella sér svo í ferðalag, annað hvort innanlands eða utan. Faxafen 8 • Sími 567 9585 • www.storkaup.is • storkaup@storkaup.is Butterfly rækjur 60stk í pakka -1kg 2.999kr/pk Mini Springrolls 60stk í pakka -900 gr 699kr/pk Kjúklingaspjót, Satay 50stk í pakka -1,5kg 5.799kr/pk Vatnsdeigsbollur, fylltar 80stk í pakka -1kg 1.099kr/pk Piccolinis smápizzur 3 teg 40stk í pakka 1.999kr/pk Mini Brownies 96stk í pakka 1.999kr/pk Allt fyrir veisluna Stórkaup býður upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum réttum á veisluborðið. Einfalt að bera fram!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.