Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 37
Fleiri myndir á
frettatiminn.is
Njóttu þess
Kjarngóð ávaxtafylling
í léttum kexhjúp
– gott á milli mála.
*Aðeins 57 kcal per kex
Go Ahead
Létt í bragði
„Ég var að drífa mig í skólann enda
alltof seinn, það var þoka og ég var
með tónlist í eyrunum. Þegar ég var
næstum kominn að skólanum gekk
ég yfir götuna, leit til hliðar og sá
sporvagninn á fullri ferð, minna en
metra frá mér,“ segir Valdemar Árni
Guðmundsson myndlistarnemi,
sem slasaðist illa þegar hann varð
fyrir sporvagni í Amsterdam.
„Ég hélt reyndar meðvitund
þegar sporvagninn keyrði á mig og
man eftir að þeytast marga metra og
finna rosalegan sársauka. Sporvagn-
stjórinn hljóp út úr vagninum en í
stað þess að hafa áhyggjur af mér
byrjaði hún að skamma mig fyrir
að hafa verið fyrir sér. Ég held hún
hafi aðallega haft áhyggjur af því að
ég hefði skemmt sporvagninn eitt-
hvað,“ segir Valdemar og hlær.
Hann segir þó fjölmarga veg-
farendur hafa komið sér strax til
hjálpar og hringt á sjúkrabíl.
„Þetta var allt svo hádramatískt
að það er fyndið núna. Á leið á
spítalann var ég til dæmis einn í
sjúkrabílnum með sjúkraliðum sem
töluðu óðamála á hollensku og ég
skildi ekkert. Þau voru svo háalvar-
leg að ég spurði þau á ensku: „Er
ég að fara að lifa þetta af?“ Og þau
svöruðu alvarleg: „Við vitum það
bara ekki ennþá.““
Valdemar lifði slysið aldeilis af en
hnéskeljar hans voru þó brotnar,
hann viðbeinsbrotnaði og var með
innvortis blæðingar. „Hnén eru
í lagi í dag en detta reglulega úr
liði,þá eru þau viku aftur í lag.“
Valdemar veigrar sér ekki við að
fara allra sinna ferða með sporvagni
þrátt fyrir þessa reynslu.
„Ég kem náttúrlega frá Hvera-
gerði, þar sem er engin hjólamenn-
ing, í þetta hjólabrjálæði í Amster-
dam. Týpískt að ég yrði strax fyrir
sporvagni!“ | sgþ
vatn/sjóðheitt baðvatn beint úr
krananum og ódýr kynding er lúx-
us sem ég held að fyrirfinnist jafn-
vel hvergi annars staðar. Á Íslandi
er ótrúlega góður matur. Loftið er
hreint og ferskt, ekki of heitt, eng-
in skordýr, og það mikilvægasta af
öllu, ekkert stríð, ekkert óöryggi.
Í stað þess að kvarta yfir rigningu,
ætti fólk frekar að kvarta yfir spill-
ingu og því niðurbroti sem á sér
stað núna í velferðarkerfinu. Vel-
ferðarkerfið er ekki sjálfsagt. Við
þurfum að berjast fyrir því.
Sönn vinátta slitnar ekki, en
hversdagsleg samtöl hverfa þegar
maður er langt í burtu að heiman.
Það slitnar samt eitthvað annað,
innra með manni, eða breytist,
frekar. Maður saknar heimahag-
anna og kann mun betur að meta
ýmislegt þar. En samt er hluti af
manni núna búinn að setjast að
annars staðar. Þegar komið er
heim á ný er það ekki lengur alveg
eins, einhvern veginn. Það er eins
og partur af manni verði eftir á
hverjum stað sem maður býr.
vænt um umhverfi sitt. Okkur
skortir þessa tengingu, þess vegna
förum við svona illa með jörðina.“
Saga segir ótrúlegt hvað hægt
sé að gera fyrir litla peninga.
„Mánaðarlaun kennara eru rúmar
12.000 krónur og það er hægt að
byggja heimili fyrir börn fyrir
nokkrar milljónir. Liljusjóðurinn
gerir það líka að verkum að við
fjárfestum tilfinningalega í þessu
verkefni. Að sjá afraksturinn og
geta fylgt honum eftir er ómetan-
legt.“
Ung þjónustustúlka í Addis
Ababa í Eþíópíu.
Vegfarandi í Omo dal í Eþíópíu.
Krakkar kæla sig á landamærum
Keníu og Úganda.
Lífsreynslan
Varð fyrir sporvagni á leið í skólann
Valdemar Árni á verslun-
argötu í Amsterdam.
Mynd |
Dýrfinna
Benita
|37fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016