Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 68
12.–21. MAÍ GOLFSKÓLI ÍVARS HAUKSSONAR Í FLÓRÍDA 269.900 kr. Nánari upplýsingar: www.transatlanticsport.is, bókanir í síma 588 8900 Innifalið: Flug með Icelandair til Orlando Gisting með morgunverði í 9 nætur á Bahama Bay Resort Golfskóli Ívars Haukssonar í 7 daga 7 golringir með golíl á Orange County National-völlunum Flugvallaskattar og íslensk fararstjórn M.v. 4 saman í 2 herbergja gistingu Kennari Sigurðar er þekktur nautabani og á yfir 1500 leiki nautaats að baki. Fyrsti íslenski nautabaninn Sigurður Ingibergur Björns- son er mikill hestamaður og lærir nú list portúgalsks nautaats. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Þegar Sigurður Ingibergur Björns- son sá myndskeið af portúgalska nautabananum Diego Ventura ákvað hann samstundis að læra list portú- galsks nautaats. Sigurður hefur alla tíð verið hestamaður og hefur síð- ustu ár kynnt sér ólíkar gerðir hesta- mennsku um allan heim. „Ég hef mikinn áhuga á að skoða sögu hesta- mennsku, enda tel ég að maðurinn hafi fyrst hætt að vera dýr sjálfur þegar hann fór á hestbak.“ Portúgalskt nautaat segir Sig- urður ólíkt því spænska að mörgu leyti. Nautabaninn er á hestbaki en stendur ekki á tveimur jafnfljót- um. Atið snýst ekki um að drepa nautið heldur að sigra það með því að stinga í það fimm spjótum. Sig- urður segir spjótin ekki særa dýrið alvarlega, því spjótin nái bara rétt í gegnum húðina. Leiknum lýkur svo með að átta menn koma inn á leikvanginn og yfirbuga dýrið með handafli. „Á Spáni gengur leikur- inn út á að nautabaninn drepur eða verður drepinn. Það er ekki raunin hér.“ Í Portúgal er ólöglegt að nautið sé drepið í hringnum, en nautunum er venjulega slátrað stuttu eftir atið. Jorge D’Almeida þjálfar Sig- urð í atinu. Sá á að baki fleiri en 1500 nautaöt. Sonur hans er einnig þekktur nautabani sem hefur tekið þátt í nauta- ati um 300 sinnum, en sport- ið gengur oft í ættir. Sigurður segir að ekki hafi verið hægðarleikur að fá Diego til að kenna sér. Nautaats- heimurinn sé lokað samfélag og fæstir í nautaatinu tali ensku. Nautaat hefur lengi verið umdeilt í Evrópu og berjast dýraverndar- sinnar fyrir því að banna sportið. „Ég hef pælt í siðferðislegu hliðinni á þessu en er ekki með fasta skoðun. Mér virðist þó mikil virðing borin fyrir nautunum. Þau lifa fram að ati eins og konungar, frjáls í haga og fá nóg að éta. Þau lifa raunar miklu lengur en naut sem eru alin til manneldis.“ Hann segir nauti aldrei hleypt í hringinn nema dýralæknir votti að nautið sé stálhraust. Nautið megi ekki vera meitt á nokkurn hátt eða búið að missa sjón. Hið næma Lucitano-hestakyn, sem þjálfað er sérstaklega til nauta- ats, heillar Sigurð mest við sportið. Hestunum er nær eingöngu stjór- nað með fótunum í stað þess að þeim sé stýrt með taumi. Sigurður mun fyrst keppa í nautaati í maí, en þá á hann bókaða tvo bardaga. Hann verður þá líklega fyrsti Ís- lendingurinn til að keppa í portú- gölsku nautaati. Ef þig langar í eftirminnilega kvikmyndaupplifun, skelltu þér á myndina The Idol sem sýnd er í barnadagskrá Stockfish kvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís um helgina. Að- eins örfáar sýningar eru á myndinni og því um að gera að tryggja sér miða. Hin sannsögulega kvik- mynd um palestínska söngfuglinn Mu- hammed Assaf er lyginni líkust. Hún segir frá því hvernig As- saf braust út af Gasa árið 2013 til að spreyta sig í arabíska Idolinu. Hvatinn að þátttöku hans í keppn- inni vakti athygli um öll Mið- Austurlönd og þegar á leið á keppnina hafði saga hans náð athygli heimsbyggðarinnar. Þessi kvikmynd er ef laust það áhugaverðasta sem Idol- keppnin hefur getið af sér. Hún er frábær fyrir stálp- aða krakka og unglinga og enn betri fyrir fullorðna sem skilja samhengi sögunnar. Myndin reynir á allan tilfinningaskalann, svo munið eftir vasa- klút! | þt Nýjasta mynd Óskars Jónassonar, Fyrir framan annað fólk, verður frumsýnd í dag, föstudag. Myndin virðist hafa fallið viðmælendum Fréttatímans, sem mættu á for- sýningu á myndinni, vel í geð. Sigurður Ingibergur Björnsson og kennari hans, Jorge D’Almeida, á góðri stundu. Hvernig var á Fyrir framan annað fólk? Sólmund- ur Hólm, eftir- herma og skemmti- kraftur. Þetta er mikil „feel- good“ mynd. Það er þægileg stemning í henni og óþvingaður húmor. Svo er leikstjórnin og leikurinn frábær í myndinni. Hanna Jóna Skúla- dóttir. Ég fékk boðs- miða á myndina og fór á hana án þess að vita um hvað hún væri eða við hverju væri að búast. Svo kom hún svo skemmtilega á óvart. Myndin er æðis- lega skemmtileg og fyndin. Ég hef ekki séð íslenskan leikara leika jafn vel og Snorri Engilbertsson leikur þennan feimna strák, síðan Þorsteinn Bachmann lék í Vonar- stræti. Einar Örn JónSSon íþrótta- frétta- maður. Mér fannst alveg ljómandi gaman á myndinni. Það er hressandi tilbreyting að sjá sögu úr hversdagslífi í borginni á stóra skjánum. Myndin stóðst algjörlega væntingar mínar til róm- antískrar gamanmyndar. Hildur kriStín StEfánS- dóttir tónlistar- kona. Mér fannst hún ótrúlega skemmtileg og ég hló mikið. Þetta er svona mynd sem hlýjar hjartanu og maður gengur glaður út af. Yfir þúsund manns hafa deilt mynd af Nokia 5110 síma á Facebook í von um að hreppa fenginn. Síminn kom fyrst á markið árið 1998 og var framleiðslu hætt nokkrum árum síðar. Verslunin Grænir símar hefur undanfarið gefið og endurnýtt gamla farsíma í gegnum Facebook síðu sína. „Áhuginn er svakaleg- ur,“ segir Bjartmar Alexanders- son, framkvæmdarstjóri Grænna síma. Hann segir margar ástæður fyrir eftirspurninni. „Eldra fólk vill halda sig við farsímatæki sem það þekkir. Margir eru orðnir þreyttir á snjall- símanum, hann þykir mikill tímaþjófur og rafhlaðan endist illa. Gömlu Nokia sím- arnir eru þekktir fyrir góða endingu í alla staði.“ Á Facebook þræði verslunar- innar rifjar fólk upp minningar um símann. Svo virðist sem hann geti lifað af þriggja hæða fall, nái betra sambandi en aðrir og rafhlaðan endist í marga daga. | sgk Gott um helgina Gott að dansa Hljómsveitin Singapore Sling lýkur þriggja vikna Evróputúr á Húrra á laugardaginn, klukkan 22. Palli Banine hitar upp. Gott að fá sér fiskisúpu Fáðu þér friðarmálsverð í Friðar- húsinu: Fiskisúpa í boði og hjóna- bandssæla í eftirrétt hlýjar okkur í þessum kalda Febrúarmánuði. Föstudag í Friðarhúsinu á Snorra- braut klukkan 19. Alls ekki missa af þessari! Íslendingar þrá Nokia 5110 68 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.