Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 14
gjörbreytti mataræðinu og fór að stunda hugleiðslu og jóga sem ég hef stundað síðan því hugleiðsla er talin vera mjög gott viðnám gegn streitu,“ segir Sigurjón sem stofn- aði hugleiðslusetur á Íslandi með David Lynch árið 2009. Mikið um kulnun í LA Sigurjón verður mikið var við kulnun í sínu starfsumhverfi, í Los Angeles og víðar. „Ég var að ræða við forstjóra í stórfyrir- tæki nú síðast í vikunni sem segir stærsta vandamál í sínu fyrirtæki vera „burnout“, eða kulnun. Hann sagði fólk þurfa að taka sér langt frí frá vinnu vegna óútskýrðra einkenna. Eins er einn af mínum yfirmönnum í Danmörku að þjást af rosalegri streitu, er hættur að sofa og er eiginlega óvinnufær. Mín tilfinning er sú að þetta sé að aukast.“ Sigurjón hefur ekki fundið til einkenna eftir að hann sneri við blaðinu og þakkar það breyttum lífsstíl. „Mér tókst að ná tökum á mínu ástandi en það er einungis vegna þess að ég er mjög meðvit- aður um þetta. Ég fer mjög varlega þó ég sé reyndar alltaf í vinnunni. Ég skipulegg mig vel og læt ekki líða dag án þess að hugleiða og stunda jóga.“ Fiskislóð 73 · 101 Reykjavík · Sími 511 6600 ratio@ratio.is · www.ratio.is Mercedes-Benz Citan Leiguverð frá 68.900 kr. á mán. FLOTAÞJÓNUSTA Stóð ekki upp í marga mánuði Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi upplifði streituvaldandi álag í sínu starfi sem keyrði hann að lokum í þrot. Á þeim tíma, árið 1990, sneru læknar sér í hringi og vissu lengi vel ekki hvernig ætti að sjúkdómsgreina ástandið sem lýsti sér í endalausum flensum og mikilli þreytu. Að lokum, þegar líkaminn hafði algjörlega gefið sig, var Sigurjón greindur með síþreytu. „Ég veit ekki hvað þetta væri kallað í dag en sama hvað þetta var þá gafst líkaminn upp vegna álags. Það sem skemmir mest ónæmiskerfi líkamans er streita og á þessum tíma var ég í gífur- legri vinnu, alltaf að fljúga á milli tímabelta í fullu við að framleiða bæði TwinPeaks og Beverly Hills 90210,“ segir Sigurjón Sighvats- son kvikmyndaframleiðandi sem keyrði sig í þrot á álagi árið 1990. „Á sama tíma var ég að setja upp skrifstofur í London og New York og ég veiktist fyrst alvarlega þegar ég var nýkominn úr flugi frá Lond- on, fékk það sem ég hélt að væri venjuleg flensa en stóð svo ekki upp í marga mánuði. Ég var alveg búinn en vissi ekki hvað var að hrjá mig. Flensan kom alltaf aftur og aftur og aftur,“ segir Sigurjón sem fór á endanum að efast um þetta væri flensa. „Það var ekkert verið að ræða þessa hluti á þessum tíma, ekki heldur hjá almennum læknum.“ Læknar hlógu að einkennunum Það var á þessum tíma sem Sigur- jón ákvað að breyta algjörlega um lífsstíl, sem hann hefur haldið sig við allar götur síðan. „Ég tók allt til endurskoðunar því það er eiginlega ekki um neitt annað að ræða þegar þú veist ekki hvað er að. Ég man að læknar á Íslandi hlógu bara að mér þegar ég var að lýsa þessu. Ég var alltaf máttlaus og stöðugt þreyttur, mér leið alltaf eins og ég væri með smá hita. Ég drakk nú aldrei mikið áfengi en ég hætti algjörlega að drekka og hætti líka í kaffinu. Ég Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi verður mikið var við kulnun í sínu starfsumhverfi, í Los Angeles og víðar. Hann var greindur með síþreytu þegar líkaminn hafði algjörlega gefið sig. lingurinn geri sér grein fyrir því þar sem hugurinn er á fullu við að vinna og skipuleggja. Þegar streitan er svo komin enn lengra á veg geta skapsveiflur með tilheyrandi grátköstum og reiðiköstum farið að gera vart við sig og magaverkur orðið að magabólgum eða jafnvel magasári. Ferlið tekur mislangan tíma,“ segir Ásta, „en þegar þú ert komin á lokastig þá verður fólk algjörlega framtakslaust, kemur engu í verk og verður algjörlega óstarfhæft.“ 40% vilja styttri vinnuviku „Allir eru að sinna mörgum hlut- verkum í lífinu og rannsóknir sýna að árekstrarnir myndast þegar verið er að keppa um tíma, orku og hegðun,“ segir Ragnheiður Eyjólfs- dóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Í rannsókn Ragnheiður á atvinnu- og fjölskyldujafnvægi frá árinu 2013 kemur fram að 40% aðspurðra telja styttingu vinnuvikunnar geta aukið lífsgæði og auðveldað barnafólki að samtvinna fjölskyldulíf og atvinnu. Þegar þátttakendur voru spurðir hvaða atriði þeim þættu líklegust til að draga úr árekstrum milli fjöl- skyldu og atvinnu og gætu stuðlað að auknu jafnvægi var langstærsta svörunin við fækkun vinnustunda, eða um 40%. Næst á eftir koma 26% sem vilja aukið sjálfstæði í starfi, 24% sem vildu draga úr yfir- vinnu og 22% sem gátu hugsað sér að minnka starfshlutfall. Töff að vinna mikið á Íslandi „Það er auðvitað allra hagur að okkur líði vel í vinnunni, fjölskyld- unnar, fyrirtækjanna og þjóðar- búsins,“ segir Ragnheiður sem telur fyrsta skrefið í átt að lausn á vandamálinu vera að viðurkenna það. Það sé bara sérstaklega erfitt fyrir Íslendinga. Íslendingum hefur alltaf þótt mjög töff að hafa brjálað að gera,“ segir Ragnheiður, „það er bara í menningunni. Okkar vinnumarkaður er líka ólíkur nágrannalöndunum því við eigum fleiri börn, vinnum fleiri vinnu- stundir og atvinnuþátttaka kvenna er hærri hér. Samt viljum við vinna fullan vinnudag, vera í ræktinni og eiga fleiri börn. Kannski er ekkert svo töff að vinna svona mikið. Við verðum að læra að slaka á og vera meðvituð um afleiðingar þess- arar vinnumenningar sem fer með okkur í gröfina, ef við pössum okkur ekki.“ Streituvaldandi sveigjanleiki Sveigjanlegur vinnutími er ekki alltaf jákvæður. Í dag er fólk alltaf nettengt og slekkur hvorki á síma né tölvu þegar heim er komið, sem er mjög streituvald- andi. Eftir að fartölvur og snjallsímar fóru að vera sjálf- sagður hluti af lífi fólks hefur orðið sveigjanlegur vinnutími hætt að vera jafn jákvætt hug- tak og áður og þýðir í raun að vinnutíma lýkur aldrei. Streitulosandi sveigjanleiki Dýrmætur og streitulos- andi sveigjanleiki er að geta farið úr vinnunni án þess að líða eins og verið sé að skrópa. Þegar fólk hefur möguleika til þess að sinna fjölskyldu og hugðarefnum á vinnutíma. Ég man að læknar á Íslandi hlógu bara að mÉr þegar Ég var að lýsa þessu 14 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.