Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 52
Heilsa
Omar Di Felice
hjólar nú hringinn
í kringum Ísland.
Hjólar hringinn
á sex dögum
Ítalski ofurhjólreiða-
maðurinn Omar Di Felice
æfir fyrir WOW Cyclothon.
„Ég elska Ísland og hef heim-
sótt landið fimm sinnum áður og
nú langar mig að prófa að hjóla
hringinn að vetri til á 6 dögum.
Ísland er frábært land þar sem allt
getur gerst og það heillar mig,“
segir ítalski ofurhjólreiðamaður-
inn Omar Di Felice.
Á miðvikudagsmorgnun lagði
Ítalinn af stað í hringferð um Ís-
land á hjólinu sínu og markmiðið
er að hjóla hringveginn á aðeins
sex dögum.
Omar Di Felice er vel þekktur
í hjólreiðaheiminum en hann
er meistari í ofurhjól-
reiðum á Ítalíu og
hefur tekið þátt
í fjölda ofurhjól-
reiðakeppnum um
alla Evrópu. Omar
mun snúa aftur til Ís-
lands í júní til að taka þátt í WOW
Cyclothon.
Omar hefur áður hjólað hring-
inn í kringum Ísland, í apríl árið
2012, og þá voru myndatöku-
menn frá ítölsku Sky TV sjón-
varpsstöðinni með í för en síðar
var heimildamynd um ferðina
sýnd á stöðinni. Hann er heldur
ekki ókunnugur hjólreiðum í
hörðum vetrarskilyrðum en ný-
verið lauk hann hjólreiðaferð frá
Lofoten eyju til Nordkapp í Finn-
mörku í Norður-Noregi. Með Om-
ari í för núna eru aðstoðarmaður
hans og bílstjóri Alessio Bonetti
og Sara De Simoni sem tekur
upp efni fyrir kvikmynd um hjól-
reiðaævintýri Omars og sér um
að uppfæra fréttir og setja inn
myndir frá ferðinni á facebook-
síðu hans.
Hægt er að fylgjast með ferð-
um Omars á facebooksíðu
hans, www.facebook.
com/omar.difelice.
5 leiðir til að fá sem mest
út úr æfingunni
Ef þú vilt að ferðin í ræktina
skili einhverju skaltu hætta
að hanga í símanum og
glápa á fallegt fólk.
1 Slökktu á símanumEf týpísk æfing hjá þér í líkams-
ræktarstöðinni samanstendur af því
að skiptast á að gera æfingar og að
tjatta við einhvern í gegnum sím-
ann þinn ættirðu að spyrja þig hvort
ekki sé einhver skekkja í þessu. Þú
ert að eyða mikilvægum lyftinga-
tíma í rugl. Ef þú getur ekki haldið
puttunum frá lyklaborðinu ættirðu
að stilla símann á flugham um leið
og þú labbar inn í búningsklefann.
2 Fáðu þér æfingafélagaAlgengt er að fólk eyði næst-
um tíu prósentum af tímanum í
ræktinni í bið og tilfærslur á lóðum.
Besta ráðið til að spara tíma er að
fá sér æfingafélaga. Þegar þú klárar
þitt sett er hann eða hún að gera til-
búið fyrir næstu æfingu við hliðina
eða finnur annað laust tæki. Og öf-
ugt. Svo er ágæt regla að vera með
tvö handklæði – annað til að þurrka
eigin svita og hitt til að þurrka svita
ókunnugra af tækjunum.
3 Hættu að glápaÞað er ekkert að því að fylgjast
með öðru fólki í ræktinni, að njóta
útsýnisins. En þú skalt gera það á
kurteisan hátt. Ekki láta taka þig í
landhelgi við að glápa, það er bara
„krípí“ og skilar engu.
4 Notaðu heyrnartólNotaðu heyrnartól, jafnvel þó
þú sért ekki að hlusta á tónlist. Það
sendir skýr skilaboð um að þú sért
ekki að fara að spjalla um daginn
og veginn.
5 Skipulegðu þigSkipulegðu settin og hvíldina
á milli. Það er ekkert vit í að klára
settin á mettíma og hanga svo þar
á milli. Finndu þér frekar gott app
sem heldur þér á tánum svo þú fáir
sem mest út úr æfingunni.
Heimild | Men’s Health.
Best er að sofa á
milli sjö til átta
tíma á hverri nóttu.
Mynd | NordicPhotos/Getty
Betra að sofa of
lítið en of mikið
Fólk sem sefur sjö til átta tíma
á hverri nóttu er ólíklegra til að
fá hjartaáfall heldur en fólk sem
sefur annað hvort minna en það,
eða meira. Þetta er niðurstaða
bandarískrar rannsóknar sem
290 þúsund manns tóku þátt.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru kynntar Í Los Angeles í síð-
ustu viku og greint var frá þeim
í breska blaðinu Daily Mail. Sam-
kvæmt rannsókninni eru þeir sem
hlusta ekki á vekjaraklukkuna, og
velta sér yfir á hina hliðina til að
sofa meira, í meiri hættu á að fá
hjartaáfall. Alls eru þeir sem sofa
meira en átta tíma taldir 146 pró-
sent líklegri til þess en hinir.
Þá kom einnig í ljós að þeir
sem sofa minna en sjö tíma á
nóttu voru 22 prósent líklegri til
að fá hjartaáfall en þeir sem sofa
sjö til átta tíma.
Við rannsóknina var litið til
heilsufars, lífsstíls, aldurs og
uppruna og fylgst með svefni fólk
og hversu duglegt það var við að
hreyfa sig.
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
FYRSTU SNJALL-
HEYRNARTÆKIN
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
52 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016