Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 82
Mexíkóþema
Tortillur og fullt af
salsa, rauð og græn,
guacamole, baunamauk.
Kjúklingastrimlar eða
rifið, hægeldað svína-
kjöt (pulled pork).
Bröns
Ef fermt er snemma er
nokkuð góð hugmynd að
hafa bara góðan og djúsí bröns.
Eggs benedict, eggjahræru og
beikon, gott brauð og alls konar
álegg, góða safa og nóg af kaffi.
Þetta hentar einkum vel ef
það stendur ekki til að
bjóða nema fáum.
Franskt þema
Coq au vin og/eða
boeuf bourguignon og
kartöflumús í massa-
vís. Makkarónur í
eftirrétt.
Indverskt
þema
Pottréttur, t.d.
tikka massala – naan,
chutney, raitha og
myntumauk. Mango
lassi á línuna í
eftirrétt.
Amerískt
þema
Litlir hamborg-
arar, „mac ń cheese“
í eldföstum mótum
– kleinuhringir í
eftirrétt.
fOrEldRaR mUNið
20% afsláttur
gegn framvísun
fermingarbréfsins
99999
oPið Til 21 ölL kVölD
Fjölbreytt þemu sem
hægt er að nota í
fermingarveislurnar.
Undanfarin ár hafa alls kyns
súpur verið afar vinsæll matur
á fermingarveisluborðum og
varla verið haldin sú veisla þar
sem ekki er boðið upp á fiski-
mexíkó- eða gúllassúpu. Það
er vel en það er hægt að hafa
fleira en súpu í matinn ef hug-
myndaflugið fær að ráða. Hér
eru nokkur þemu sem gott og
gaman er að fara eftir eða í
það minnsta fá innblástur af.
Ekki
gleyma þeim
sem eru með
sérþarfir, eins og
grænmetisætunum,
veganistunum og
ofnæmispés-
unum!
Ítalskt
þema
Litlar kjötbollur,
pastaréttir, pastasalöt,
pestó og brauð, caprís-
salat (tómatar, basílíka
og mozzarella) can-
noli og tiramisu í
eftirrétt.
Hvað á að bjóða
upp á í veislunni?
Spænskt
þema
Tapasréttir,
paella – churros
með súkkulaði.
Fermingar
10 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016