Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 30
Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV RV 1015 Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað 24/7 RV.is FÓ TB O LT I BA DM IN TO N SU N D HA N DB O LT I KÖ RF UB O LT I óreglulegan hjartslátt sem hann hafði átt við að stríða öðru hvoru síðan hann var unglingur. Þvagleggur Fyrir og meðan á hjartaaðgerðinni stóð hafði Tryggvi veitt drippinu í æð athygli sem honum fannst renna allt of ört og gæti gert það að verk- um að hann þyrfti að kasta af sér þvagi fljótlega. Tryggvi var að jafna sig eftir velheppnaða aðgerð og bað um leyfi til þess að fara á klósettið. Hann mátti fyrir enga muni standa upp vegna aðgerðarinnar og þegar honum tókst ekki að pissa í flösku þá var engin undankomuleið, hjúkrun- arfræðingurinn sá ekki annað í stöð- unni en að setja upp þvaglegg. Fyrst var einn settur upp og Tryggvi fann nístandi sársauka og gat strax lesið í andlitssvip hjúkrunarfræðingsins að ísetningin hefði mistekist hrikalega og það blæddi úr typpinu. Í fram- haldinu var annar mjórri settur upp sem heppnaðist og hann gat loksins losað sig við meira en einn lítra af vökva, meira en kemst í heila rauð- vínsflösku. Bunar út blóð Hjartaðgerðin gekk annars vel þennan fimmtudagsmorgun og hann átti að fara heim næsta dag og bjóst við að mæta til vinnu á mánudagsmorgni. Kærasta hans var ennþá hjá honum þegar Tryggvi fékk loks leyfi til þess að fara á baðherbergið: „Ég var inni í þessu þokkalega stóra baðherbergi og hafði læst að mér en þegar ég byrj- aði að pissa þá bunaði út blóðið, dökkt blóð en ekki blóðlitað þvag. Það var óbærilegur sársauki og ég fann að ég var að hníga niður út af sársauka. Ég öskraði og rétt náði að taka úr lás áður en það leið yfir mig. Það var blóð út um allt, ég sá flísarnar á gólfinu og fann sjúkra- húslyktina. Ég fór ekki heim en dvaldi á spítalanum meira og minna í þrjár vikur eftir þetta. Fyrir og eftir allar klósettferðir var morfíni dælt í mig og Stesolid, sem er bara valíum. Þetta var á óheppilegum tíma, beint ofan í verkfall hjá hjúkrunarkonum. Ég er ekki að lasta neinn en það kom upp atvik þar sem ég hringdi hjálparhnappnum í einn og hálfan tíma þangað til heyrðist í mér. Þá var ég kominn í jafn krítískt ástand og þegar þetta gerðist fyrst, piss- aði blóði og lifrum. Verkirnir voru ólýsanlegir, ég myndi glaður pissa rakvélarblöðum frekar en þetta. Ég get best lýst þessu eins og það væri verið að draga hraunmola á girni niður þvagrásina. 5 x 25 mm áverki Læknastéttin lá yfir mér og skoðaði typpið fram og til baka sem er út af fyrir sig miður skemmtilegt. Ég var látin prófa allskonar verkjastillandi lyf. Þvagfæralæknirinn minn, sem var alltaf mjög nærgætinn og studdi mig óendanlega mikið og ég treysti fullkomlega, hringdi síðan einn dag- inn. Það var þungt í honum hljóðið þegar hann tilkynnti mér að sárið væri 5 mm x 25 mm áverki sem kom út úr þvagrás og inn í vef og væntan- lega gegnum æð og nálægt eitlum, langt inn í skrokknum á mér. Og allan þennan tíma hafði ég verið að pissa með ógróið sár í þvagrás. Engin úrræði Allra leiða hefur verið leitað, fjöl- skylda mín nær og fjær og vinir mín- ir lögðust á eitt. Einnig var verkja- teymi á Reykjalundi sem reyndi að lina kvalirnar og ég fór á Miami Pain Clinic til að leita hjálpar. Sumt hefur auðvitað hjálpað en ekkert sem tekur frá mér sársaukann. Þegar karlmenn fara í kyn- skiptiaðgerðir er passað upp á allt sem er þarna niðri og passað upp á allar taugar og æðar og að ekkert sé skaðað. Þegar ég er spurður um það hvort það sé ekki bara hægt að klippa typpið af þá myndi það ekki breyta neinu, sársaukinn minn er ekki bara niður typpið heldur lengst inni í mér. Eins með stómapoka, það gæti tekið af mér hræðsluna við að fara á klósettið en það tekur ekki verkina. Missti allt á tveimur árum Kærastan mín gat þetta ekki lengur. Hún stóð með mér í þessu í eitt ár, studdi mig og svaf á gólfinu á spítal- anum og horfði upp á allt þetta blóð. Við erum góðir vinir í dag og hún passar kanínuna okkar. Ég reyndi að rembast við að vinna þangað til að þeir gáfu mér reisupassann og þökkuðu mér fyrir samveruna. Ég fékk tvisvar nýrnasteinakast á þessu tímabili, sem var ótrúlegur sársauki ofan á hitt. Ég missti allt, vinnuna, heilsuna og kærustuna á tveimur árum. Mér voru dæmdar 18,2 millj- ónir króna í bætur en Sjúkratrygg- ingar eru með þak sem nemur 9 milljónum og meira fæ ég ekki frá þeim. „Þú þarft bara að fara í mál,“ var mér sagt. Ég borgaði íbúðar- skuldir og reyndi að ganga frá öllu í kringum mig og ákvað að gera eitt- hvað skemmtilegt. Við pabbi fórum saman til Flórída á Monster Truck sýningu sem er sameiginlegt áhuga- mál okkar og ég reyndi að gera það sem ég gat til þess að lyfta mér upp. En það var kannski einn og hálfur dagur í þeirri ferð sem var bærilegur og ég gat notið til fulls. Ýtt yfir á geðsviðið Í nokkur ár var og hef ég glímt við áfallastreituröskun og fengið að- stoð sálfræðings og geðlækna. Það var verið að prófa lyfjabreytingar og ýmislegt á manni. Sumt hjálpaði, annað gerði ekki neitt og enn annað hræddi líftóruna úr mér. Eins og berskjöldunarvinna, að fara yfir at- vikið aftur og aftur. Þá dett ég oftast út, ég aftengi mig ég fæ bara hellu og ég sit þarna, fullorðinn einstak- lingur, gjörsamlega lamaður af ótta og ásaka mig fyrir að hafa ekki getað dílað við þvaglegg eða meiri verki. „Ég grét út af verkjum og ég leyfði mér að segja að ég vildi ekki lifa lengur svona. Þarna fór mér að finnast eins og það ætti að ýta mér út á geðsviðið eins og verkirnir væru bara í hausnum á mér. Ég sé enga lausn til þess að stoppa verkina nema að fremja sjálfsmorð. „Fyrst þú ert í svona ástandi þá höldum við að það sé best að þú leggist inn á geðdeild,“ var svarið hjá heilbrigðis- starfsfólkinu. Ég var lagður inn, svo sem ekki mikill mótþrói, ég vildi vera samvinnuþýður og þá varð ég að vera hreinskilinn og segja frá hugleiðingum mínum. Mér var gerð grein fyrir því að ef maður væri í sjálfsmorðshugleiðingum þá væri hægt að taka af manni sjálfræðið en það væri óskandi að það þyrfti ekki að ganga svo langt. „Þú ert í hættulegu ástandi og við teljum að það þurfi að hafa eftirlit með þér.“ Þá hugsaði ég með mér að það væri betra að fara sjálfur inn á deild í góðu frekar en að láta taka mig með valdi.“ Pillukokteill í bankahólfinu Geðheilbrigðisstarfsfólkið vildi vita hvernig ég hugðist taka líf mitt og gaf í skyn að það væri ekki einfalt. „Ég ætla að taka verkjatöflu rétt nóg til þess að vera verkjastilltur og Afipran til þess að varna því að ég æli, og heilt spjald af Stilnoct töflum til þess að rotast og þegar þetta fer að virka ætla ég að taka restina af Propanolol Beta blocker, sem var í mínum fórum út af hjartatruflunum, en Propanolol stöðvar á manni hjartað og mun drepa mig svona átta sinnum með það magn sem ég á. Geðsviðsstarfsfólkið vildi taka lyfin af mér sem ég neitaði að afhenda og þá var ég lagður aftur inn. Það gerð- ist í fimm skipti þangað til ég samdi við þá við þá að geyma lyfin í banka- hólfi sem ég hefði aðeins aðgang að á opnunartíma og gæti því illa svipt mig lífi í einhverju bráðræði. Sem ég myndi aldrei gera. „Peaceful pill“ Ég á bókina The Peaceful Pill Handbook, sem er gefin út af Exit hópnum og er aðallega skrifuð fyrir gamalt fólk sem vill enda líf sitt á snyrtilegan og hljóðlátan hátt. Þegar ég var að lesa mig til um aðferð til þess að fara og var að leita að upp- lýsingum um Nembutal eða Pen- tobarbital þá fann ég Dignitas í Sviss á netinu en þeir nota lyfið. Það geta allir sótt um líknardauða hjá Digni- tas sem eru sjálfráða. Hjá þeim eru umsækjendur allir heimsborgarar. 80% af öllum þeim umsækjendum sem fá græna ljósið frá Dignitas klára ekki ferlið. Það nægir sumum bara að vita að þetta sé val og að það geti sjálfir valið að deyja. Dignitas er með teymi af sérfræðingum sem fara yfir sjúkraskýrslurnar sem um- sækjandinn sendir inn og þeir reyna alltaf að finna bót á meinum um- sækjanda, ef það er mögulegt. Ég er að ímynda mér að hugsanlega þekki þeir bót á mínum vanda. Mamma Ég veit ekki hvernig mamma tekur þessu hún er stofnandi Siðmenntar en samtökin tala fyrir líknardauða á Íslandi og hefur málefnið verið til umræðu undanfarið hér á landi. En hvernig mamma bregst við líknar- dauða þegar hennar eigið barn á í hlut á eftir að koma í ljós. Ég er alinn upp við það að mega velja, velja á milli fermingar í kirkju eða borgaralegrar, til dæmis. Með mitt uppeldi og bakgrunn þar sem valfrelsi er til grundvallar, með mína móður, víðsýni og ferðalög út um allan heim, kynni af allskonar menningu og trúarbrögðum, þá finnst mér það alveg rökrétt að ég eigi kost á því að bera upp málið við heilbrigðisstarfsfólk, um það hvort hægt sé að fá aðstoð til þess deyja. Ég veit ekki hvort að ég myndi ganga alla leið, en ég vil eiga valið. Ef ég er ég og ég er sjálfstæður maður og ég á rétt á því að vera ég, af hverju má ég þá ekki bara, ef ég tek upplýsta ákvörðun, eiga rétt á því að hætta að vera ég. Tryggvi og Gormur, sem er á Facebook, ólíkt eiganda sínum.Mynd | Alda Ég grét út af verkjum og ég leyfði mér að segja að ég vildi ekki lifa lengur svona. Jeppaferðir eru áhugamál Tryggva. Á efri myndinni stendur hann við vél sem hann smíðaði í Bronco afa síns. 30 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.