Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 26
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Bankarnir þrír skiluðu í vikunni ársuppgjörum sínum og sýndu samanlagðan 105 milljarða króna hagnað.
Það er óheyrilega há upphæð og
illskiljanleg venjulegu fólki. Þessi
hagnaður er meira en 4,8 prósent
af landsframleiðslunni í fyrra. Með
öðrum orðum þá rann tuttugasta
hver króna sem fór um íslenska hag
kerfið í gegnum bankana og alveg
niður í neðstu línu í rekstri þeirra;
þar sem hagnaðurinn sest.
Það kann að vera að í einhverju
litlu hagkerfi með ofvöxnu banka
kerfi sé hagnaður banka stærra
hlutfall af landsframleiðslu, í lönd
um þar sem alþjóðlegir bankar hafa
höfuðstöðvar sínar og stunda við
skipti um allan heim. En við getum
ekki borið íslensku bankana saman
við banka á slíkum svæðum. Ís
lensku bankarnir eru blessunarlega
lokaðir inni í íslensku hagkerfi. Það
fór ekki vel síðast þegar þeir hættu
sér út fyrir það. Bankarnir eru nú
aftur teknir að leita til útlanda til
að ávaxta sitt pund og það hefur
ekki byrjað vel. Um tíu milljarða
afskriftir vegna tapaðra lána til
fyrirtækja sem tengjast norska olíu
iðnaðinum setja svip sinn á uppgjör
bankanna.
Í Bandaríkjunum er samanlagður
hagnaður bankakerfisins um 0,9
prósent af landsframleiðslu. Ef ís
lensku bankarnir tækju til sín jafn
mikinn hagnað úr sínu hagkerfi
eins og þeir bandarísku úr sínu;
myndu þeir láta sér nægja að skila
um 19 milljörðum króna í hagnað.
Það má því segja að íslensku bank
arnir taki til sín um 86 milljörðum
krónum meira en þeir myndu gera
ef þeir hegðuðu sér eins og þeir
bandarísku.
Og eru þeir bandarísku öngvir
englar. Fyrirferð bankakerfisins
hefur verið gegnumgangandi um
ræða í bandarískum stjórnmálum
alla þessa öld og líka þá síðustu.
Það er því ekki annað hægt að segja
en að íslenskur almenningur sýni
sínum bönkum langlundargeð.
Í hittiðfyrra, þegar norskir
bankar sýndu hagnað eftir hálft ár
sem nam um 88 þúsund krónum
á íbúa, varð allt vitlaust í norsku
samfélagi. Verkalýðshreyfingin
reis upp á afturlappirnar, þingið
fjallaði um málið dögum saman og
fjölmiðlar loguðu. Samanlagður
hagnaður bankanna þriggja í fyrra
var um 320 þúsund krónur á hvert
mannsbarn, eða nærri tvöfalt meiri
en hagnaðurinn sem gekk fram af
norsku þjóðinni.
Í kjölfar reiðiöldunnar sem reis í
norsku samfélagi lækkuðu norsku
bankarnir vexti til almennings og
lofuðu í bak og fyrir að taka aldrei
aftur til sín viðlíka hagnað.
Auðvitað er stór hluti hagnaðar
íslensku bankana tilkominn vegna
endurmats á eignum og lýsir ekki
venjubundnum rekstri. Hagnaður
er engu að síður óheyrilegur og
lýsir brengluðu ástandi í ramm
skökku hagkerfi.
Stærð bankakerfisins hefur verið
viðvarandi vandamál í íslensku
samfélagi áratugum saman. Sam
kvæmt Alþjóðabankanum eru 40
bankaútibú á hverja 100 þúsund
íbúa á Íslandi en aðeins 28 í Dan
mörku, 21 í Svíþjóð, 12 í Finnlandi
og 8,6 í því dreifbýla landi Noregi.
Hvers vegna þurfa Íslendingar
svona mörg bankaútibú? Ekki
spyrja mig, líklega vegna þess að
bankarnir eru svo ríkir að þeim
finnst engin ástæða til að spara við
sig útibúin.
Í ársreikningum bankanna
þriggja kemur fram að samanlagð
ur launakostnaður þeirra er 42,5
milljarðar króna. Til samanburðar
þá mun búvörusamningurinn kosta
ríkissjóð um 14 milljarða á næsta
ári. Jafnvel slíkar upphæðir verða
sem dvergar við hliðina á launa
kostnaði bankanna. Ef kostnað
inum er deilt niður á manns
börn kemur í ljós að hver fjögurra
manna fjölskylda þarf að bera
rúmlega hálfa milljón króna á ári til
að greiða bankamanni laun.
Eiginfjárhlutfall íslensku bank
anna er það hæsta í heimi. Eigin
fjárhlutfall Arion banka er 24,2
prósent, Íslandsbanka 30,1 prósent
og Landsbankans 30,4 prósent.
Til samanburðar er meðal eigin
fjárhlutfall danskra banka um 7,3
prósent, norskra banka um 6,8
prósent, sænskra um 5,1 prósent og
finnskra um 5 prósent.
Samanlagt eigið fé bankanna er
um 660 milljarðar króna. Það hefur
vaxið frá Hruni um 237 milljarða
þrátt fyrir að bankarnir hafi greitt
út rúmlega 98 milljarða króna í arð
á núvirði.
Það mætti án efa greiða út úr
bönkunum 200 til 250 milljarða
króna í arð án þess að gera þá of
veikbyggða. Það má án efa finna
þessu fé betri stað en í kistum
bankanna þriggja. Það má til dæm
is lækka skuldir ríkissjóðs með því
og lækka þar með vaxtakostnað.
Eða verja þeim til að bæta heil
brigðis og velferðarkerfið. Sem eru
mikilvægari kerfi íslensku samfé
lagi en bankakerfið.
Gunnar Smári
Kominn tími
til að minnKa
banKana
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
26 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
travel
93.900 kr.Verð á manní tvíbýli frá
Innifalið er flug með sköttum, íslensk fararstjórn,
20 kg taska, gisting með morgunverði á Mercure
Grand**** og akstur til & frá flugvelli.
Einstök ferð til Varsjár með fararstjóra sem
gjörþekkir þessa fallegu og áhugaverðu borg.
Á meðan á dvölinni stendur er í boði að fara
í 3 klst. skoðunarferð með Óttari um helstu
sögustaði borgarinnar og allar markverðar
byggingar, stofnanir og lystigarðar skoðaðir.
Verð er 30 evrur á mann. Einnig er í boði að
fara í gönguferð um helstu söguslóðir borgar-
innar. Benda má á, að Varsjá er þekkt fyrir
hagstætt verðlag. Flogið er út sumardaginn
fyrsta og heim aftur sunnudaginn 24 apríl.
VARSJÁ
HELGARFERÐ 21.-24. APRÍL 2016
FARARSTJÓRI: ÓTTAR GUÐMUNDSON LÆKNIR
Fyrir bókanir og frekari upplýsingar:
lilja@wowtravel.is & sandraros@wowtravel.is