Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 76
Krista Karólína Stefánsdóttir fermist 15. maí í Laugarnes- kirkju. Hún er nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla og hefur verið í gítarnámi í 3 ár. Skemmtilegustu stundir Kristu eru þegar hún sest niður með gítarinn sinn og syngur og spilar. Krista Karólína Stefánsdóttir segist trúa á guð og þess vegna hafi hún ákveðið að fermast. „Ég fer ekkert oft í kirkju en ef mér líður illa þá hugsa ég til guðs.“ Fermingarfræðslan hefur verið í gangi í allan vetur og finnst Kristu hún bæði fjölbreytt og skemmtileg. Það er af sem áður var þegar fermingarfræðsla snerist aðal- lega um biblíusögurnar, í dag er börnunum kennt ýmislegt gagn- legt og það sem meira er; að gera gagn. „Við söfnuðum til dæmis um daginn peningum fyrir brunni í Afríku,“ segir Krista. „Við syngjum mikið og okkur eru sagðar sögur. Við höfum líka farið í ferðalög, til dæmis í Vatnaskóg.“ Með tónlistina í blóðinu Fyrir tæpum þremur árum hóf Krista gítarnám og hefur hún náð ótrúlega góðum tökum á gítarnum; hún ætlar til dæmis sjálf að syngja og spila í fermingarveislunni sinni sem verður haldin í Iðnó. Hún syngur líka mikið og finnst skemmtilegast að spila popplög á gítarinn sem hún getur sungið með. Þessi áhugi Kristu á tónlist kemur fæstum á óvart. Hún ólst upp við mikla tónlist og eru foreldrar henni báðir mjög söng- og tó- nelskir og fjölskyldan öll. Tónlistin er henni því í blóð borin og það er mikið sungið á heimilinu. Í fjöl- skylduboðum er tónlistin gjarnan við völd og föðurafi hennar, til dæmis, er afar liðtækur á gítar. Mikilvægt að standa með sjálfri sér Aðspurð um fyrirmyndir í tón- listinni segist Krista aðallega líta til fjölskyldunnar sinnar enda er þar fullt af hæfileikaríku fólki. Þar má til dæmis nefna föðursystur hennar, Völu Höskuldsdóttur, sem er önnur tveggja í hljómsveitinni Evu sem hefur verið að slá í gegn undanfarin misseri. „Svo er bara mikilvægt að standa með sjálfri sér og reyna að komast áfram á eigin verðleikum,“ segir Krista sem er hvergi nærri hætt í tónlistinni og stefnir að því að halda áfram að sinna þessu áhugamáli af ástríðu. Krista Karólína hefur náð ótrú- lega góðum tökum á gítarnum á þremur árum. Hún ætlar sjálf að troða upp í fermingarveislunni. Ljósmynd | Hari KRINGLUNNI ISTORE.IS AppleTV 4 Frá 28.990 kr. Sérverslun með Apple vörur Vertu þinn eigin dagskrárstjóri 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber. Tónlistin í blóð borin Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Minja, Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun. Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis 4 | Fermingar fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.