Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 76
Krista Karólína Stefánsdóttir
fermist 15. maí í Laugarnes-
kirkju. Hún er nemandi í 8.
bekk í Laugalækjarskóla og
hefur verið í gítarnámi í 3
ár. Skemmtilegustu stundir
Kristu eru þegar hún sest
niður með gítarinn sinn og
syngur og spilar.
Krista Karólína Stefánsdóttir segist
trúa á guð og þess vegna hafi hún
ákveðið að fermast. „Ég fer ekkert
oft í kirkju en ef mér líður illa þá
hugsa ég til guðs.“
Fermingarfræðslan hefur verið í
gangi í allan vetur og finnst Kristu
hún bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Það er af sem áður var þegar
fermingarfræðsla snerist aðal-
lega um biblíusögurnar, í dag er
börnunum kennt ýmislegt gagn-
legt og það sem meira er; að gera
gagn. „Við söfnuðum til dæmis um
daginn peningum fyrir brunni í
Afríku,“ segir Krista. „Við syngjum
mikið og okkur eru sagðar sögur.
Við höfum líka farið í ferðalög, til
dæmis í Vatnaskóg.“
Með tónlistina í blóðinu
Fyrir tæpum þremur árum hóf
Krista gítarnám og hefur hún náð
ótrúlega góðum tökum á gítarnum;
hún ætlar til dæmis sjálf að syngja
og spila í fermingarveislunni
sinni sem verður haldin í Iðnó.
Hún syngur líka mikið og finnst
skemmtilegast að spila popplög á
gítarinn sem hún getur sungið með.
Þessi áhugi Kristu á tónlist kemur
fæstum á óvart. Hún ólst upp
við mikla tónlist og eru foreldrar
henni báðir mjög söng- og tó-
nelskir og fjölskyldan öll. Tónlistin
er henni því í blóð borin og það
er mikið sungið á heimilinu. Í fjöl-
skylduboðum er tónlistin gjarnan
við völd og föðurafi hennar, til
dæmis, er afar liðtækur á gítar.
Mikilvægt að standa með sjálfri
sér
Aðspurð um fyrirmyndir í tón-
listinni segist Krista aðallega líta
til fjölskyldunnar sinnar enda er
þar fullt af hæfileikaríku fólki. Þar
má til dæmis nefna föðursystur
hennar, Völu Höskuldsdóttur, sem
er önnur tveggja í hljómsveitinni
Evu sem hefur verið að slá í gegn
undanfarin misseri. „Svo er bara
mikilvægt að standa með sjálfri sér
og reyna að komast áfram á eigin
verðleikum,“ segir Krista sem er
hvergi nærri hætt í tónlistinni og
stefnir að því að halda áfram að
sinna þessu áhugamáli af ástríðu.
Krista Karólína hefur náð ótrú-
lega góðum tökum á gítarnum á
þremur árum. Hún ætlar sjálf að
troða upp í fermingarveislunni.
Ljósmynd | Hari
KRINGLUNNI ISTORE.IS
AppleTV 4
Frá 28.990 kr.
Sérverslun með Apple vörur
Vertu þinn eigin
dagskrárstjóri
10 heppnir sem versla Apple tæki frá
1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.
Tónlistin í
blóð borin
Frábær gjöf fyrir
dömur á öllum aldri
Fáanleg í 12 litum
í fullorðins- og barnastærð.
Nánar um sölustaði á facebook
Helstu útsölustaðir í Reykjavík
Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd,
Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi,
Kringlu og Austurveri, Minja,
Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Mistý,
Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek,
Árbæjarapótek, Urðarapótek,
Balletbúðin Arena.
Netverslanir Aha.is, Heimkaup,
Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.
Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til
styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.
Íslenskt handverk. Fæst um land allt.
Þríkrossinn
Stuðningur til sjálfstæðis
4 |
Fermingar
fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016