Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 8
burðurinn er því líklega enn verri fyrir Íslandspóst í dag en fram til 2014. Miðað við stöðuna getum við sagt að ef rekstrarárangur Íslands­ pósts hefði verið eins og meðaltal evrópskra póstfyrirtækja kostaði 31 krónu minna að senda bréf í dag en raunin er. Það hljómar kannski sem lítill munur en höfum í huga að á bak við þessa tölu eru næstum 25 milljónir bréfa. 31 króna á bréf verður þann­ ig að 775 milljónum króna þegar árið er gert upp, ef afsláttarkúnnar hafa borið jafna hækkun á við al­ menning. Þetta er árgjaldið sem við greið­ um fyrir að eiga póstfyrirtæki sem stendur sig svona miklu verr en meðaltal evrópskra póstfyrirtækja í að mæta hinu fyrirsjáanlega; að fólk sendir færri bréf en áður. Í flokki með Austur-Evrópu Þegar samanburður evrópskra póstfyrirtækja er skoðaður kem­ ur í ljós að sé miðað við meðal­ laun var hvergi hlutfallslega óhag­ kvæmara fyrir launafólk að setja bréf í póst en á Íslandi. Íslenskur verkamaður er 4 mínútur og 6 sekúndur að vinna fyrir frímerki. Aðeins verkafólk í Búlgaríu, Lett­ landi, Rúmeníu, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Króatíu, Eistlandi, Ung­ verjalandi og Tékklandi voru lengur að vinna sér inn fyrir frí­ merkinu. Ísland er þarna í hópi með Austur­Evrópuríkjum. Á eftir Íslandi komu nokkur lönd Suður­ Evrópu. Það nágrannaland okkar sem kemur næst er Finnland. Það tók finnska verkamanninn 2 mín­ útur og 34 sekúndur að vinna fyr­ ir frímerki. Íslendingurinn er 60 prósent lengur að vinna fyrir Forsvarsmenn Íslands­ pósts hafa reynt að byggja upp starfsemi utan hefð­ bundinna bréfasendinga með litlum árangri. Þrátt fyrir mikla hækkun póst­ burðargjalda undanfarin ár hefur staða fyrirtækisins hríðversnað svo nú eru sjóðir þess uppurnir. Póst­ burðargjöld á Íslandi eru mjög há í evrópskum saman­ burði og þau hafa hækkað meira en annars staðar. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Póstburðargjöld hækkuðu enn á ný í byrjun ársins og nú kostar næstum tvöfalt meira að pósta sendibréf en árið 2010. Á verðlagi dagsins í dag kostaði um 88 krónur að senda bréf innanlands árið 2010 en í dag kostar það 170 krónur, 82 krónum meira. Póst­ og fjarskiptastofnun hefur samþykkt þessar hækkanir Íslands­ pósts á grundvelli þess að hratt dregur úr fjölda bréfa. Í ár er gert ráð fyrir að landsmenn sendi um 25 milljónir bréfa, sem eru nógu létt til að heyra undir einkarétt Ísland­ spósts, undir 50 grömmum. Árið 2010 voru bréfin hins vegar um 39 milljónir. 92 prósent verðhækkun gerir hins vegar meira en að vega upp 37 prósent magnminnkun. Al­ menn póstburðargjöld hafa þann­ ig hækkað um 21 prósent umfram verðlag og magn frá 2010. Það má vera að afláttarkjör raski þessari mynd eitthvað ef Íslandspóstur hefur hækkað verð minna til stór­ kaupenda. Lakari en evrópskir póstar Íslandspóstur er í sama vanda og önnur sambærileg póstfyrirtæki í Evrópu. Gömlu ríkispóstarnir glíma allir við jafnan og mikinn samdrátt. Samskipti eru að flytjast yfir í staf­ rænt form. Fólk og fyrirtæki senda færri bréf og sjaldnar en áður. Til að mæta samdrættinum hafa gömlu ríkispóstfyrirtækin, sem í mörgum löndum hafa verið einka­ vædd að öllu eða að hluta, hækkað gjaldskrá sína. Samkvæmt saman­ tekt Þýska póstsins hækkuðu póst­ burðargjöld að meðaltali um 22,5 prósent frá 2005 til 2014. Hækkanir Íslandspósts á þessu tímabili voru langt yfir evrópska meðaltalinu. Ís­ lensk póstburðargjöld hækkuðu um 62,8 prósent, 40,3 prósentustigum meira en meðaltalið. Síðan Þýski pósturinn gerði sína mælingu hafa póstburðargjöld á Ís­ landi hækkað þrívegis, samtals um 16 prósent umfram verðlag. Saman­ www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBO HLÝLEGUR Íslandspóstur Ríkisfyrirtæki með einkaleyfi sækir fram á samkeppnismarkaði Mikið tap vegna dótturfyrirtækja fóðrað með hækkun gjalda Íslandspóstur hefur fjárfest í óskyldum rekstri unda nfarin ár en þær fjárfestingar hafa ekki skilað bættri afkomu. Þvert á móti hafa þær sogað til sín lausafé fyrirtækisins. Mynd | Hari Sjóðir póstsins tæmast Handbært fé í árslok á núvirði 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2.334 milljónir 3.103 2.092 1,915 1,311 398 347 900 934 491 305 287 88 Hækkun póstburðagjalda 2005–2014 Ísland 62,8% Norðurlönd, meðaltal 41,1% Evrópa, meðaltal 22,5% Á ellefu árum hafði lausafjár- staða fyrirtækisins versnað um 3 milljarða króna. Það er ekki góð staða fyrir fyrirtæki sem veltir 7,3 milljörðum króna að eiga aðeins 88 milljónir króna inni á heftinu. Greiðsluvandræði blasa við. 8 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.