Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 24
Frá því að einkafyrirtæki greiddi þrjá milljarða króna fyrir stóran hlut í HS veitum hefur fyrirtækið greitt svipaða upphæð í vasa eigenda. Bróðurpartur upphæðarinnar kemur til af kaupum HS veitna á hlutabréfum eigenda sinna, að stærstum hluta með milljarða lántökum. Eigend- urnir komast hjá hundraða milljóna króna fjármagns- tekjuskatti með aðferðinni, samanborið við hefðbundnar arðgreiðslur. Fullyrt er að lífeyrissjóðir þrýsti á um greiðslur út úr fyrirtækinu. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is HSV eignarhaldsfélag á 34,8 pró- senta hlut í HS veitum. Heiðar Guðjónsson fjárfestir er andlit fyrirtækisins og situr í stjórn HS veitna. Ásamt honum eiga lífeyr- issjóðir bróðurpartinn í félaginu, auk Tryggingamiðstöðvarinnar, Miranda ehf sem er í eigu einstak- lings, auk þess sem Íslandsbanki á þar líka óbeinan hlut, sem og VÍS. Það var á fyrri hluta ársins 2014 að Reykjanesbær seldi hluta af sinni eign til HSV. Sama gerði Orkuveita Reykjavíkur og smærri sveitarfé- lög voru keypt út. Félagið greiddi um þrjá milljarða króna fyrir hlut- inn. Um milljarður króna hefur á tveimur árum verið greiddur út úr HS veitum til þessa félags. Umdeild einkavæðing Reykjanesbær er stærsti eigandi HS veitna og á 50,1 prósent hlutafjár. Hafnarfjarðarbær á um 15 prósent. Sveitarfélögin hafa fengið greitt í hlutfalli við eign sína, tvo milljarða samtals síðustu tvö ár. HS veitur sjá um rekstur grund- vallarinnviða á Suðurnesjum. Tryggja fólki neysluvatn, hitaveitu og raforku. Það vakti því nokkra at- hygli þegar fréttist af áformum um einkavæðingu. Meðal annars í ljósi laga um vatnsveitur sveitarfélaga sem kveða á um að tilgangur slíkra fyrirtækja sé að tryggja aðgang fólks og fyrirtækja að vatni. Sömuleiðis er í raforkulögum ákvæði um að opin- berir aðilar verði að eiga meirihluta í svona fyrirtæki. Sagt ganga gegn lögum Í eigendasamkomulagi sem gert var samhliða einkavæðingunni er tekið fram að samþykki 2/3 hluthafa þurfi við meiriháttar ákvarðanir. Ákvæð- ið veitir HSV eignarhaldsfélagi því í reynd neitunarvald um ýmis mál, þar sem félagið á ríflegan þriðjung. „Orkustofnun telur þetta fyrirkomu- lag því ekki samræmast ákvæðum raforkulaga með hliðsjón af þeirri samfélagslegu skyldu sem fyrirtækið hefur,“ sagði í áliti Orkustofnunar. Almenningseign? „Með kaupum á eignarhlut í HS Veitum er stórt skref tekið í átt að aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta í innviðum landsins. Aðkoma slíkra aðila tryggir frekar eign almennings á innviðum samfélagsins. Það er okkur sönn ánægja að fá að taka þátt í áfram- haldandi uppbyggingu félagsins og traustri þjónustu þess við viðskipta- vini þess,“ sagði Heiðar Guðjónsson í fréttatilkynningu til Kauphallar- innar um einkavæðinguna í febrúar 2014. Ekki verður séð hvernig eign almennings sé tryggð „enn frekar“ með einkavæðingu á grunnþjón- ustufyrirtæki sem er einrátt á starfs- svæði sínu, til fyrirtækis með skýr arðsemismarkmið. Hið gagnstæða blasir við. Spyrja má um uppbygg- ingu í ljósi þess að frá einkavæð- ingunni hafa þrír milljarðar verið greiddir út úr fyrirtækinu til hlut- hafa. HS veitur juku að auki skuldir sínar um á þriðja milljarð króna til að borga hluthöfum, tvö síðustu ár. Arðsemi hluthafa að leiðarljósi „Félagið mun fjárfesta með arðsemi hluthafa félagsins að leiðarljósi,“ segir í elstu stofngögnum HSV eign- arhaldsfélags. Í drögum að eigenda- samkomulagi sveitarfélaganna og HSV sagði að stefna skyldi að því að hámarka arðsemi félagsins. Hlut- hafar ættu að fá „bestu mögulegu ávöxtun“ af fjárfestingu sinni. Sautján aðilar eiga HSV eignar- haldsfélag, samkvæmt nýjasta árs- reikningi félagins, fyrir árið 2014. Flestir eru lífeyrissjóðir, en eigend- ur eru fleiri. Þannig á Ursus ehf. 12,8 prósent í HS veitum. Eigandi félagsins er einn maður, Heiðar Már Guðjónsson. Þá á Miranda ehf. 4 prósent. Berglind Björk Jónsdóttir er eini eigandi þess félags. Tryggingamiðstöðin hf. á síðan tæplega 16 prósenta hlut. Hún er skráð í Kauphöll og eru lífeyrissjóð- ir áberandi meðal helstu hluthafa. Lífeyrissjóðirnir eru sömuleiðis eigendur að ríflega 2/3 hlutafjár HSV eignarhaldsfélags. Gildi lífeyrissjóður á 19 prósent. Samlagshlutafélagið Akur fjárfest- ingar, með 13,5 prósent, er í eigu lífeyrissjóða að mestu. Íslandsbanki og VÍS eiga raunar innan við fimmt- ung þess samanlagt. Akur á einnig ríflega 30 prósenta hlut í fyrirtæk- inu Fáfnir offshore. Þrýsta á um greiðslur Tveir og hálfur milljarður króna voru greiddir út úr félaginu til HS veitna í fyrra. 500 milljónir voru arðgreiðsla, en HS veitur keyptu hlutabréf eigenda sinna fyrir tvo milljarða. Til þess tók fyrirtækið lán. HS veitur voru reknar með um 800 milljóna króna hagnaði í hitt- iðfyrra, og öðru eins í fyrra. Í stað Minnkandi eigið fé Eigið fé HS veitna hf nam 8,5 milljörðum króna um áramótin og var eiginfjárhlutfallið 42 prósent. Minnkaði um tæpa 2 milljarða milli ára, þegar hlut- fallið var 53 prósent. „Ástæða lækkunar eign fjár eru kaup á eigin hlutabréfum fyrri 2.000 m.kr. og arðgreiðsla að upphæð 450 m.kr.,“ segir í tilkynningu um afkomu HS veitna. HS Veitur Eigendurnir komast hjá hundraða milljóna króna fjármagnstekjuskatti Milljarðagreiðslur til eigenda arðs var í ár samþykkt að félagið keypti hluti eigenda sinna fyrir hálfan milljarð í viðbót. Málið var rætt í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar á dögunum. Þar sagði Ein- ar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi BF og varamaður í stjórn HS veitna, að mjög væri þrýst á greiðslur út úr fyrirtækinu: „Ég veit að lífeyris- sjóðirnir gera mikla kröfu á ávöxt- un á sínu fé inni í félaginu. Og ég hugsa að það hafi kannski áhrif á hver talan varð endanlega. Og mér skilst að þeir hafi farið fram á mun hærri arðgreiðslu en hér er verið að ræða.“ Ekki væri endalaust hægt að minnka eigið fé til að borga eig- endum fyrir hlutabréf. 500 milljónir framhjá skatti Einnig var á fundinum rætt hvers vegna greiðslur til eigenda HS veitna væru ekki í formi arðs. „Ástæða þess er sú að endurkaup hlutabréfa eru skattfrjáls til eigenda en arðgreiðslur eru með 20% fjár- magnstekjuskatti,“ segir í minnis- blaði Skarphéðins Orra Björnsson- ar, fulltrúa Hafnarfjarðar í stjórn HS veitna. Orð Einars Birkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á dögunum sýna að litið er á þessar greiðslur sem arð. Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, hefur jafnframt sagt hið sama í fjölmiðlum. Aðferðin sé valin til að sleppa við skatta. Þannig hafa Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær – sveitarfélög sem sjálf grundvalla rekstur sinn á innheimtu skatta – auk einkafyrirtækis í eigu einstak- linga og lífeyrissjóða, komist hjá því að greiða um 500 milljónir króna til ríkisins, síðustu tvö ár. „Vart efni til fordæmingar“ Fjallað var um skattaþátt þessara mála í Reykjavík vikublaði fyrir ári. Þar var meðal annars rætt við há- skólamenn sem ekki komu fram undir nafni. Þeir sögðu að aðferðin, þótt lögleg væri, vekti spurningar, væri jafnvel óeðlileg. Einn vakti raunar máls á 11. gr. skattalaga sem er svona: „Til arðs af hlutum og hlutabréf- um í félögum, […], telst auk venju- legrar arðgreiðslu sérhver afhend- ing verðmæta til hlutareiganda með takmarkaða eða ótakmarkaða ábyrgð eða hluthafa er telja verður sem tekjur af hlutareign þeirra í fé- laginu.“ Í þessu ljósi ætti að líta greiðslur HS veitna til eigenda sömu augum og útborgun arðs. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagðist í sömu umfjöllun ekki ræða um einstaka skattaðila, en staðfesti að sveitarfélög þyrftu að borga fjár- magnstekjuskatt eins og aðrir. Í fyrirspurn sama miðils til Hafn- arfjarðarbæjar var spurt hvort það væri eðlilegt að opinber aðili kæmi sér hjá því að borga skatta. Lög eru skýr, svaraði bærinn. Sé eftir þeim farið „eru vart efni til fordæmingar á framgangi hluthafanna.“ Willum Þór Þórsson, Framsókn- arflokki, sagðist vera hugsi yfir málinu. Enda þótt lög heimiluðu aðferðina, yrði að fást svar við því hvort hún teljist vera samfélagslega ábyrg. Mynd | NordicPhotos / Getty HS veitur sjá um rekstur grundvallarinnviða á Suðurnesjum. Tryggja fólki neysluvatn, hitaveitu og raforku. Mynd | HS Veitur 24 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016 Einar Birkir Einarsson. Heiðar Guðjónsson. Haraldur Líndal Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.