Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 36
Ég heiti Hildur Guðbjörnsdóttir
og á heima í Erbil, höfuðborg Kúr-
distan í Írak. Starfa sem verkefnis-
stjóri hjá Qandil, sænskum hjálp-
arsamtökum. Qandil framkvæmir
verkefni fyrir Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna, sem ég
stýri. Þetta felst bæði í því að skrá
flóttafólk og að vernda réttindi
þeirra með því að bjóða þeim lög-
fræðiþjónustu og félagsráðgjöf,
ásamt því að úthluta fjárstyrkjum
og nauðsynjavörum til þeirra
sem mest þurfa á því að halda.
Við heimsækjum flóttafólk til að
safna gögnum um stöðu þeirra,
svo hægt sé að koma betur til móts
við það, veita því aðstoð og/eða
vísa því til annarra samtaka eftir
þörfum. Í augnablikinu erum við
með fimm hópa sem heimsækir
sýrlenska flóttamenn, fjóra hópa
sem heimsækja íraska flóttamenn
og einn hóp fyrir flóttamenn frá
öðrum löndum (aðallega Tyrk-
landi, Íran og Palestínu), en hvert
teymi samanstendur af svoköll-
uðum verndarliða (e. protection
assistant), lögfræðingi og félags-
ráðgjafa.
Þegar ég er búin að gera það
sem ég get hér langar mig að starfa
einhvers staðar í Afríku, sunnan
Sahara. Annars er ég opin fyrir að
starfa hvar sem er.
Ég sakna fólksins sem mér þykir
vænt um. Ég sakna þess að geta
drukkið dökkan Kalda og dansað
fram á nótt. Ég sakna hafsins,
hreins lofts og grænna engja. Ég
sakna þess að geta labbað um
án þess að fólk stari á mig. Ég er
hinsvegar feginn að vera laus við
slabbið á Íslandi.
Ég vildi að sumir Íslendingar
myndu endurskoða viðhorf sín til
fólks sem á uppruna sinn að rekja
til annarra landa, eða sem aðhyll-
ist önnur trúarbrögð en kristni.
Íslendingar mættu tileinka sér
þakklæti. Íslendingar eiga mikið
fyrir að þakka. Hreint drykkjar-
Póstkort
Kúrdistan
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-15
Torino
Bali
Havana
Basel
Nevada
Roma
Með nýrri AquaClean tækni
er nú hægt að hreinsa nánast
alla bletti aðeins með vatni!
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu,
léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna,
nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR
GERÐ (90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir)
ÞÚ VELUR
ÍSLENSKIR
SÓFAR
SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI
AÐ EIGIN VALI
Ljósmyndarinn Saga
Sigurðardóttir ferðaðist til
Keníu og Eþíópíu til að ráð-
stafa í hjálparstarf tugmillj-
óna króna arfi eftir Lilju,
ömmusystur sína.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
„Það er ekki oft sem fólk biður
mig um að taka mynd af sér að
fyrra bragði. En þarna pikkaði í
mig kona og vildi mynd af sér að
gefa barninu brjóst, stolt af eigin
líkama. Þetta fallega augnablik
er mér minnisstætt, sérstaklega
í allri umræðunni um kvenlíka-
mann á Íslandi, Free the Nipple,
brjóstagjöf og fleira,“ segir Saga
Sigurðardóttir ljósmyndari.
Saga er nýkomin heim úr mán-
aðarferðalagi um Eþíópíu og
Keníu með fjölskyldu sinni. Tilefni
ferðarinnar voru þeir tugir millj-
óna króna sem ömmusystir Sögu,
skáldið Lilja Sólveig Kristjánsdótt-
ir, skildi eftir sig þegar hún lést.
„Lilja fól pabba að ráðstafa arfi
sínum til góðgerðamála í Afríku.
Hún hafði alla tíð gefið peninga
til trúboðastarfs og kærði sig
ekki um auðæfi. Hún var ótrúleg
kona og allt í kringum hana var
sveipað glæsileika. Hún var fyrsta
listakonan sem ég þekkti og hafði
mikil áhrif á mig.“
Styrkja konur til menntunar
Arfinn kalla þau Liljusjóð og
ferðaðist fjölskyldan saman
að kanna hvaða verkefni þau
ættu að styrkja í Eþíópíu og
Keníu. „Þetta eru menningar-
heimar sem við þekkjum ekki
og erum ekki í stöðu til að
ákvarða hvernig fjármagnið
nýtist best. Systir mín er arkí-
tekt og fór að skoða byggingu
á heimili fyrir munaðarlausar
stúlku. Þá sáum við hvernig
hugmyndir okkar um hús og
heimili eru ólík. Því er mikil-
vægt að fara á staðinn, kynnast
samfélaginu og í samráði við
íbúa ákvarða hvað er best til
uppbyggingar.“
Verkefnin sem Saga vill helst
að Liljusjóður styrki snúa að
menntun kvenna. „Við viljum
styðja við verkefni þar sem upp-
bygging er þegar hafin. Eitt þeirra
er kvennamenntaskóli í Propoi í
Keníu sem er stýrt er af ótrúlegri
konu. Kerfið er þannig að nemend-
ur þurfa að fá B- í einkunn til þess
að ríkið styrki þá til háskólanáms.
Hún vekur stelpurnar klukkan
4 á nóttunni til þess að læra því
Fór með arfinn til Afríku
Fegin að vera laus við slabbið
Hildur Guðbjörnsdóttir.
menntun er það eina sem gefur
þeim tækifæri til betra lífs.“
Myndaði allt ferðalagið
Saga festi ferðalagið á filmu og
segir framandi umhverfið ótrúlegt
myndefni fyrir ljósmyndara. Lífs-
gleði og sjálfsöryggi fólksins snerti
við henni og hyggst hún gera ljós-
myndabók frá ferðalaginu. „Ólíkt
Íslendingum voru brosin breið,
hláturinn hávær og dansinn alls-
ráðandi. Fólkið var svo ánægt í eig-
in skinni. Mér var einnig hugsað
til þess hvernig ég ólst upp á Þing-
völlum umvafin náttúru með frelsi
til þess að hlaupa um. Fólkið ber
virðingu fyrir náttúrunni og þykir
Kona af Dassanech ætt-
bálknum sem bað Sögu um
mynd af sér að gefa brjóst.
Ljósmyndarinn Saga
Sig vill styrkja konur til
menntunar í Afríku.
36 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016