Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 88
Unnið í samstarfi við MS
Senn líður að fermingum um land allt og er áfangans beðið með mikilli spennu og eftirvæntingu hjá væntan-
legum fermingarbörnum. Foreldrar
og fjölskylda fermingarbarnsins taka
þátt í spennunni sem byggist upp í
aðdraganda stóra dagsins og tilhlökk-
unin vex jafnt og þétt, enda fylgir
þessum skemmtilega degi jú mikil
gleði þar sem stór hópur fólks kemur
saman til að gleðjast með fermingar-
barninu. Fermingarveislur nú til dags
eru af ýmsum stærðum og gerðum og
þær eru eins ólíkar og þær eru margar
– rétt eins og fermingarbörnin sjálf.
„Áður en undirbúningur að sjálfri
veislunni hefst er gott að hafa það
hugfast að það er ekki til nein ein rétt
uppskrift að fermingarveislu heldur
skiptir mestu máli að fermingar-
barnið og foreldrar þess setji niður á
blað hvað þau vilja og vinni saman
út frá því,“ segir Guðný Steinsdóttir,
markaðsstjóri MS.
Fyrir þær fjölskyldur sem vantar
smá aðstoð og innblástur við ferm-
ingarundirbúninginn er upplagt að
skoða uppskriftasíðuna gottimatinn.
is en þar er að finna ýmsar hug-
myndir að bæði mat og skreytingum.
Á síðunni er heill flokkur uppskrifta
tileinkaður veislum og fermingum þar
sem finna má margskonar uppskriftir
sem henta fullkomlega fyrir þetta
stóra tilefni. Það getur verið sniðugt
að reyna að útfæra veitingarnar út frá
uppáhaldsmat fermingarbarnsins en
þá er strax komin persónuleg tenging
við fermingarbarnið sem stundum vill
glatast í öllum hamaganginum sem
fylgir. Ef fermingarbarnið veit ekkert
betra en pasta, pítsu eða ís, hví ekki
að ganga út frá því og hafa ítalskt
þema með pastaréttum, smápítsum,
snittum og ístertu? „Hvort sem ykkur
langar að bjóða upp á smárétti og
ljúffenga osta, brauðsnittur og kon-
fekt, heitt matarhlaðborð eða dýrindis
kökuveislu er valið ykkar og heimasíða
Gott í matinn getur án nokkurs efa
aðstoðað við undirbúninginn,“ bætir
Guðný við.
Á undanförnum árum hefur það
færst í vöxt að skreyta veislusali eða
heimahús á þessum stóra degi til
að gera veislurnar bæði litríkari og
persónulegri. Á Pinterest-síðu Gott í
matinn eru hugmyndirnar óþrjótandi
og er gaman að stefna að því að leyfa
persónuleika fermingarbarnsins að
skína í gegn í veislunni, t.d. með því
að hafa uppáhaldslitinn í forgrunni
eða með því að gera aðaláhugamál-
inu hátt undir höfði, hvort sem það
er lestur góðra bóka, einhver íþrótt,
hljóðfæri eða hvað annað. Eins vekur
það lukku að hafa gamlar myndir af
fermingarbarninu í bland við nýjar
á veisluborðinu, upp á veggjum eða
hangandi niður úr blöðrum. „Hug-
myndirnar eru endalausar og Gott í
matinn hjálpar ykkur við undirbúning-
inn, sem er ekki síður skemmtilegur
en sjálfur fermingardagurinn,“ segir
Guðný að lokum að óskar fermingar-
börnum ársins og fjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
Hugmyndirnar eru endalausar
og Gott í matinn hjálpar ykkur
við undirbúninginn, sem er
ekki síður skemmtilegur en
sjálfur fermingardagurinn.
Gott í matinn aðstoðar ykkur við
fermingarundirbúninginn
Fjölbreyttar hugmyndir að bæði mat og skreytingum á gottimatinn.is
Á gottimatinn.is er að finna heilan flokk
tileinkaðan veislum og fermingum þar
sem er fjölbreytt úrval uppskrifta.
Þrjár á Priki
og Súfistinn
leiða saman
hesta sína
Unnið í samstarfi við
Þrjár á Priki
Súfistinn í Hafnarfirði og veisluþjónustan Þrjár á Priki hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á girnilegt
fermingarhlaðborð beint heim að
dyrum. Allt er í boði sem hugurinn
girnist, frá heitum mat og pinnamat
upp í tertuveislu með nýristuðu
kaffi frá kaffibrennslu Súfistans.
Þrjár á priki
Þrjár á Priki er veisluþjónusta sem
hefur verið starfandi síðan nóvem-
ber 2015 en það eru þau Rakel
Lárusdóttir og Guðjón Þór Guð-
mundsson sem eiga fyrirtækið og
reka það. Meginstarfsemi Þriggja á
Priki í dag er að þjónusta mötu-
neyti fyrirtækja með ferskum og
bragðgóðum heimilismat þar sem
allt er gert frá grunni. „Við leggjum
mikla áherslu á rétti þar sem megin
hráefni er kjúklingur en einnig erum
við komin með vörulínu af græn-
metisréttum. Það er ekkert sem
við getum ekki gert og við reynum
ávallt að koma til móts við við-
skiptavininn með þeirra þarfir og
óskir,“ segir Rakel.
Súfistinn
Súfistinn er fjölskyldufyrirtæki sem
hefur verið starfandi síðan 1994 í
Girnilegt fermingarhlaðborð og nýristað kaffi
beint heim að dyrum.
hjarta Hafnarfjarðar. Súfistinn er í
dag rekinn af Hjördísi Birgisdóttur
og Steinarri Guðmundssyni. Sér-
staða hans hefur ávallt verið kaffið
þeirra sem er ristað í Kaffibrennslu
Súfistans en einnig terturnar sem
eru ekta heimagerðar hnallþórur.
„Terturnar okkar eru gerðar með
ekta íslenskum rjóma og súkkul-
aði og eru bakaðar á staðnum.
Við leggjum mikla ást og alúð í
terturnar okkar,“ segir Hjördís.
Rakel og Hjördís fengu þá hug-
mynd að bjóða fólki allan pakkann
beint heim að dyrum, mat, tertur
og nýristað kaffi. „Við erum miklar
áhugamanneskjur um góðan mat og
gott kaffi og sáum okkur leik á borði
að taka saman höndum og bjóða
upp á hið fullkomna matar- og kaffi-
hlaðborð,“ segja þær.
16 |
Kynningar | Fermingar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
fréttatíminn | HELGin 26. FEBRúAR–28. FEBRúAR 2016