Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 50
Uppskrift Hér er skemmti- legur „smoothie“ sem hægt er að fá sér í morgunmat eða eftir æfingu. 1 dós Hleðsla með jarðarberja- bragði 8 stk frosin jarðarber 2 msk hlynsíróp 10 stk ísmolar Aðferð: Öllu blandað saman í blandara. Ljósmynd | Hari Lára G. Sigurðardóttir læknir nýtur þess að skokka og stunda jóga og hvetur fólk til að hreyfa sig reglu- lega. „Ef ég hreyfi mig ekki í nokkra daga þá verð ég eiginlega alveg ónýt. Ég hef prófað ýmsa líkamsrækt en ég fæ mest út úr því að fara út að skokka og gera jógaæfingar,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags- ins. Skokkar og gerir jógaæfingar Lára segir að þegar mikið sé að gera sé oft freistandi að sleppa því að hreyfa sig. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt því hreyfing skili manni auka krafti og hafi jákvæð áhrif á svefn. „Á mínum besta degi þá vakna ég á undan öðrum klukkan sex og skokka einn hring um hverf- ið sem er um 3,5 km. Ég nýt þess að anda að mér fersku lofti og hlusta á hljóðbækur meðan ég skokka og er ekk- ert að fylgjast með hversu hratt ég fer yfir. Síðan fer ég á jógadýnuna og geri rocket yoga rútínu. Eftir þetta er eiginlega ómissandi að gera smá heilaleikfimi og lesa eina blaðsíðu í bókinni 365 Days of Wisdom eftir Dadi Janki. Ef ég næ að gera þessa rút- ínu þrisvar til fimm sinnum í viku þá er ég nokkuð sátt. Síðan tek ég næst- um alltaf stigann,“ segir Lára. Lára er gift Hall- dóri Fannari eðlis- fræðingi og þau eiga þrjá syni, Flóka 12 ára, Nökkva 11 ára og Fróða 8 ára. Hún segir að fjölskyld- an sé frekar dugleg að stunda úti- vist í frístundum sínum. „Um helg- ar reynum við að fara í fjallgöngu, fjöruferð, skoða helli eða klifra. Mér finnst mjög mikilvægt að drengirn- ir mínir læri að meta náttúruna og sækja þangað vellíðan, kraft og ró,“ segir Lára sem er ein af stofnendum vefsíðunnar Útipúkar.is. Mikilvægt að hreyfa sig Lára hvetur fólk til að taka frá tíma fyrir hreyfingu. Hún mælir til að mynda með bókinni Allra meina bót, sem kom nýlega út í íslenskri þýðingu, ef fólk vill lesa sér til um mikilvægi hreyfingar. „Hreyfing fær alveg nýja merk- ingu við lestur bókarinnar. Höfund- Víðir Þór íþrótta og heilsufræðingur veitir ráðgjöf í Lyfju Lágmúla í dag föstudag, frá kl. 17:00 til 19:00 Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. P R E N T U N .IS 20% afsláttur af vörunum meðan á kynningu stendur Verð ónýt ef ég hreyfi mig ekki ar bókarinnar benda til dæmis á að fólk getur verið feitlagið en í góðu formi og það getur verið grannt en í lélegu formi. Þeir sýna fram á að hreyfingin hefur í raun jákvæð áhrif á líkamann frá toppi til táar því með því að hreyfa okkur eflum við flesta þætti líkamsstarfseminnar.“ Hún segir að rannsóknir sýni að minni fólks batni þegar það hreyfir sig. Við hreyfingu stækka svæði í heilanum sem tengjast minni, auk þess hún styrkir önnur líffæri eins og beinin okkar og hjartað, ásamt því að minnka líkur á sykursýki og háþrýstingi. Hreyfing er einnig verndandi fyrir mörg krabbamein. Þá sé reglubundin hreyfing líklega besta öldrunarmeðalið. „Umhverfi okkar er í sí auknum mæli hannað þannig að við þurfum að eyða sem minnstri orku en við höfum alls ekki gott af því. Hreyfing á heldur ekki að snúast um að líta vel út í bikiníinu þó svo að það geti verið ágætis hliðarverkun. Hún er lífsnauðsynleg og hefur áhrif bæði á andlega og líkamlega líðan. Ef fólk situr mikið við vinnu sína en fer svo í ræktina í klukkutíma er það samt kyrrsetufólk. En ef það passar sig að standa upp reglulega og hreyfa sig, t.d. að fara í göngutúr á meðan fundað er, minnkar það skaðlegu áhrifin af kyrrsetunni,“ segir Lára. Bókin Allra meina bót er áhuga- verð lesning um mikilvægi hreyfingar, að mati Láru. Lára Sigurðar- dóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameins- félagsins, hreyfir sig reglulega og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Hörku jarðar- berja- drykkur 50 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016 Heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.