Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 46
31. ágúst 2015 Logi Pedro framleiðir lög Karó en samstarf þeirra hófst þegar hann hreifst af framkomu hennar á Söngkeppninni. „Mér þótti hún frá- bær söngkona og fyndin manneskja. Ég var beðinn um að gera lag fyrir busaball Mennta- skólans í Reykjavík og setti skilyrðið að Karó yrði að syngja lagið. Við frumfluttum lagið Silhouette á busaballinu sem síðan hefur fengið rúmar 70.000 spilanir á Spotify.“ 30. janúar 2015 Karó hóf ferilinn daginn sem hún varð tvítug, þegar hún sigraði í söngvakeppni Mennta- skólans í Reykjavík. Það lýsir Karó einkar vel að þegar salurinn söng afmælissönginn lofaði hún öllum fríum bjór fyrir vikið. Í kjölfarið hreif söngkonan alla þjóðina þegar hún birt- ist á skjánum í Söngkeppni framhaldsskólana og bar sigur úr býtum. Á lambakjötið Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Lambakrydd úr 1001 nótt Villijurtir Lamb Islandia Grískt lambakrydd Týpískt að ég klúðri þessu Margt fer í gegnum hausinn á ungum tónlistarmanni á fyrstu tónleikum hans. Karó hefur sjaldan komið fram en hélt sína fyrstu tónleika á Sónar um liðna helgi. Fréttatíminn fylgdist með ferli kvíða, gleði og spennufalls baksviðs. Karó gekk í gegnum allan tilfinningaskalann á sínum fyrstu tónleikum. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is 21. febrúar 2016 | 18.40 „Ég held þú ættir ekki að syngja meira fram að gigginu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro við Karólínu Jóhannsdóttur á sviði Norðurljósa í Hörpunni. Þau eru að ljúka hljóðprufu og Karó þarf að hlífa röddinni fyrir frumraun sína á tónleikum. Hún er fyrsta atriði kvöldsins á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpu. 19.00 „Ég er alger nýliði hérna, ég elti hina og sé hvað gerist,“ segir Karó, aðspurð um hvað taki við eftir hljóðprufuna en þá er klukku- tími þar til hún stígur á stokk. „Það er týp- ískt að prufan hafi gengið vel en svo klúðri ég öllu á eftir.“ Karó heldur baksviðs í bún- ingsherbergið sem hún deilir með hljóm- sveitinni sinni og strákunum úr Sturlu Atlas. 19.20 Fyrir tónleikana á Sónar hefur tvíeykið samið fimm ný lög en aðeins eitt þeirra, Wolfbaby, er útgefið. Titill lagsins er dreginn af niðrandi athugasemd um Karó eftir Söngvakeppnina. „Það var gaur sem spurði hvort ég hefði stolið augabrún- unum af öðrum keppendum og kallaði mig Wolfbaby,“ segir Karó hlæjandi. „Ég sagði honum að f**** sér og skýrði lagið mitt Wolfbaby. Það fjallar um að láta ekki svona fólk og athugasemdir þess hafa áhrif á sig. Ég læt fólk ekki vaða yfir mig.“ 19.30 Það er umgangur um búningsherbergið og er Sigbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er kallaður, einn þeirra sem forvitnast um hvernig Karó líði. „Ég var geðveikt stressuð á leiðinni hingað en líður betur eftir „sound-check“. Ég er samt alveg stressuð, eða guð, ég veit það ekki.“ 19.40 Á sama tíma og Karó kemur til með að stíga á svið hefst Eurovision í sjón- varpinu. „Mamma og pabbi hafa miklar áhyggjur af þessum árekstri. Ég held að Sónar og Eurovision sé þó ekki sami markhópurinn.“ Logi tekur undir. „Þetta er frekar snemma kvölds en í staðinn fáum við Norðurljós, sem er gott svið.“ 19.50 Stundin nálgast óðfluga og fer umboðs- maður Karó, Egill Ástráðsson, yfir málin. „Þú verður muna að þakka áhorfendum fyrir komuna og ræða við salinn milli laga.“ Það vefst fyrir Karó hvaða tungu- mál hún eigi að tala á sviðinu. „Íslensku? Ensku? Það meikar ekki sens að tala á ensku? Ég tala bara á íslensku,“ ákveður Karó tilbúin í slaginn. Allir óska öllum góðs gengis og Logi segir nokkur orð við hópinn sem er að fara á sviðið. „Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman af þessu. Þetta verður fjör.“ Karó dregur and- ann djúpt, sýpur á vatni og stígur á svið. 20.00 Fátt er um manninn fyrstu mínúturnar, enda fyrstu tónleikar kvöldsins. Karó er sjálfsöryggið uppmálað og neglir hvert lagið á eftir öðru. Hrjúf og sterk röddin er dáleiðandi og æðruleysi Karó á sviðinu er frískandi. Hún eyðir ekki púðri í að brosa að óþörfu eða segja nákvæmlega réttu hlutina, framkoman er laus við klisju og sal- urinn hlær þegar hún talar ýmist ensku og íslensku á víxl. Á skjá á bak við hana birtast klassísk listaverk af konum í abstrakt formi í takt við tónlistina. Þar á meðal mynd af handalausu styttunni Venus frá Milo. Það má greina feminískan blæ yfir framkom- unni og að hér sé díva fædd. 20.45 Hljómsveitin tekur lokalagið Silhouette sem salurinn þekkir og syngur með. Þegar Karó stígur af sviðinu kalla fjölskylda og vinir til hennar. Hamingjuóskir, faðmlög og hrósin dynja á henni en Karó hyggst koma sér aftur baksviðs að ná sér niður. 20.50 „Ég er í svo miklu spennufalli,“ segir Karó á leið upp í búningsherbergi. 21.00 Allir sem við mætum hrósa Karó fyrir framkomuna og Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson er meðal þeirra. „Ég hef ekki séð aðra eins frumraun, þetta var frábært.“ Karó er enn að átta sig á að- stæðum. „Ég er mjög ánægð með þetta. En nú þarf ég bjór.“ Mynd | Svanhildur Gréta 46 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.