Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 20
Markaðsvirði hlutafjár HB
Granda hækkaði um 13,3
milljarða í fyrra. Fyrir-
tækið skilaði 5,1 milljarði í
hagnað og af honum ætla
eigendurnir að greiða sér
3 milljarða í arð. Saman-
lagður hagur þeirra af arð-
greiðslum og hækkun hluta-
bréfa er 16,3 milljarðar.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Eigendur HB Granda ætla að borga
sér 3.038 milljón krónur í arð í vor
vegna góðrar afkomu fyrirtækisins
í fyrra. Þá skilaði HB Grandi 5.133
milljón krónum í hreinan hagnað,
um 17 prósent af veltu. Til saman-
burðar þá greiddi fyrirtækið um
1.057 milljónir króna í veiðigjöld á
síðasta ári. Eigendurnir fá því í arð-
greiðslur næstum þrisvar sinnum
hærri upphæð en þeir borga til
þjóðarinnar sem endurgjald fyrir
auðlindina sem fyrirtækið nýtir.
Ef þetta dæmi er notað má segja
að arðurinn af auðlindinni skiptist
í grófum dráttum þannig að þjóðin
fær 25 prósent en kvótakóngarnir
75 prósent.
Gróði vegna lág gengis krónu
En arðgreiðslurnar eru ekki eini
mælikvarðinn á hag eigenda sjávar-
útvegsfyrirtækja. Í fyrra hækkaði
markaðsvirði hlutabréfa í Granda
úr 61,6 milljarði króna í 74,9 millj-
arða króna. Hækkunin nemur um
13,3 milljörðum króna.
Þessi mikla hækkun ræðst af
nokkrum þáttum. Ódýr aðgangur
að auðlindinni er vissulega einn
þeirra, en núverandi stjórnvöld
hafa lækkað veiðigjaldið á undan-
förnum árum og gefið sterklega
í skyn að þau ætli sér alls ekki að
hækka þau. Af öðrum ástæðum má
nefna lækkun olíuverðs á heims-
markaði, hóflegar launahækkanir
á atvinnumarkaði, vísi að eigna-
bólu vegna innilokunar fjár í fjár-
magnshöftum og fleiri slík atriði. En
veigamesti þátturinn er lágt gengi
íslensku krónunnar, sem hefur ekki
aðeins dregið mikinn fjölda ferða-
manna til landsins heldur skilað
eigendum sjávarútvegsfyrirtækja
gríðarlegum hagnaði. Það mætti
því kalla stóran hluta af auknum
hag kvótakónga gengishagnað, þeir
njóta lækkunar gengis krónunnar
á sama tíma og lækkunin skerðir
hag meginþorra almennings vegna
hækkunar á innfluttum vörum.
Fimm eiga mest
Stærstu hluthafar HB Granda eru
fyrirtæki í eigi tveggja systkina-
hópa; Kristjájn og Birnu Loftsbarna
og Kristínar, Sigríðar og Árna Vil-
hjálmsbarna. Hlutur þeirra í gegnum
nokkur félög er um 39 prósent. Sam-
anlagt munu þau því fá í sinn hlut
1.185 milljónir króna í arð. Hlutdeild
þessara fimmmenninga í virðisaukn-
ingu hlutafjár HB Granda á síðasta
ári er um 5.185 milljónir króna. Sam-
anlagður arður og hækkun hlutafjár
fimmmenninganna vegna ársins
2015 er því um 6.370 milljónir króna.
Það er um 1.275 milljónir króna á
mann, að því gefnu að hlutur fimm-
menninganna sé jafn; rétt tæplega
3,5 milljón króna á dag.
Til samanburðar þá voru laun
og launatengd gjöld HB Granda um
8.845 milljónir króna í fyrra. Af því
má ætla að tæplega 7 milljarðar
króna hafi verið laun.
Fimmmenningarnir í eigenda-
hópnum högnuðust því sem nemur
rúmum 90 prósent af öllum launa-
greiðslum til 920 starfsmanna HB
Granda. Ef miðað er við allan eig-
endahópinn þá nam arður og hækk-
un hlutabréfa hans tvisvar sinnum
hærri upphæð og einum þriðjungi
betur en heildarlaun 920 starfs-
manna.
Þannig skiptist arðurinn af auð-
lindinni milli starfsmanna og eig-
enda sjávarútvegsfyrirtækja.
Miðað við 2,1 milljarð króna í
veiðigjöld og tekjuskatt til ríkisins,
7 milljarða króna til starfsmanna og
16,3 milljarða króna til eigenda má
segja að af þessari köku hafi ríkið
fengið 8 prósent, starfsmennirnir
28 prósent en eigendurnir 64 pró-
sent eða næstum tvö þriðju. Ríkið
og starfsfólkið skiptir með sér ein-
um þriðjungi.
HB Grandi Eigendur fá þreföld veiðigjöld í sinn hlut
Einn milljarður til þjóðarinnar
en þrír milljarðar til eigenda
Árið 2015 hjá HB Granda
Ef þetta dæmi er
notað má segja
að arðurinn af
auðlindinni skiptist
í grófum dráttum
þannig að þjóðin
fær 25 prósent en
kvótakóngarnir
75 prósent.
Golfsettið ferðast frítt!
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa
Premium Icelandair American Express®
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
66
19
3
10
/1
3
Veiðgjöld
til ríkisins
1.057
milljónir
tekjuskattur
1.057
milljónir
arður
til hluthafa
3.038
milljónir
Verðmætaaukning
hlutafjár
13.302
milljónir
laun og
launatengd gjöld
8.845
milljónir
Árið 2015 hjá
HB Granda
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda og einn af helstu eigendum fyrirtækisins, getur búist við að
fá um 235 milljónir króna í arð ofan á þann rúma milljarð króna sem eign hans í Granda hækkaði í fyrra.
20 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016