Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 66
Mynd | Rut Viðskiptahundurinn Warren Buffet. Líf mitt sem hundur Fréttatímahundurinn Buffett Hundurinn Warren Buffett er nefndur eftir helsta fjárfesti heims og þykir að mörgu leyti svipa til nafnans í lundarfari. Hann er enda áhugamaður um atvinnumál alls staðar og mætir til vinnu á hverj- um degi með eigendum sínum. Fréttatíminn er svo heppinn að vinnustaður Buffetts er á hæð- inni fyrir ofan skrifstofu blaðsins. Buffett hefur heimsótt ritstjórn þess nánast á hverjum degi síðan Fréttatíminn flutti á Köllunar- klettsveg. Í heimsóknunum vaktar Buffet jafnan kaffistofuna og þykir ekki verra ef eitthvað ætt fellur þar af borðum. Hundurinn er ekki svo kelinn, en varkár og íhugull og gjarn á að vera í kringum fólk. Sér- staklega virðist Buffett hændur að ljósmyndaranum Rut og eltir hana á röndum, hvert sem hún fer. Buffet tók því vel að vera fenginn í myndatöku hjá Rut, en fannst ekki mikið til módelstarfanna koma, að því er virtist. Buffett er fyrst og fremst viðskiptahundur og samdi um harðfiskbita að launum fyrir störfin. Fyrirtækið sem Buffett vaktaði áður var á Seltjarnarnesi og ívið minna, svo þetta er mikil stækkun á heimi viðskiptamógúlshundsins. | salka Innflytjandinn „Pabbi var bóndi á sumrin og sölumaður á veturna, þá seldi hann uppskeru sum- arsins og líka mjólk og ost. Hann seldi í þorpinu okkar, Bamyam í Afganistan, en svo ferðaðist hann um dalina í kring til að selja mat og ég fór stundum með honum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það var mjög gott að alast upp á þessum stað, þangað til stríðið byrjaði,“ segir Atefeh Mohammadi sem flúði til Íslands fyrir þremur árum. „Við komum hingað frá Íran árið 2012 en þangað flutti ég frá Afganistan, þegar ég var átta ára, til að flýja talíbanana.“ „Stríðið byrjaði í borginni og það tók um tvö ár að ná til okkar í sveitina. Ég man hvað allir, og sér- staklega mamma, voru hræddir á þessum tíma. Við flúðum til Írans og það var í lagi fyrst en svo þegar talíbanar náðu völdum í Afganistan varð lífið fyrir afganska flóttamenn í Íran mjög erfitt. Við máttum til dæmis ekki fara í skóla og ekki vera úti á ákveðnum tímum. Afganskar konur gátu ekki farið ferða sinna einar og ég var alltaf hrædd úti á götu.“ „Ég var gift afgönskum manni þegar ég var sextán ára. Við bjugg- um í mjög afskekktri sveit í Íran en hjónabandið endaði ekki vel. Mamma mín var heppin því hún ólst upp á þeim tíma þegar konur voru jafnar körlum í Afganistan en ég og dætur mínar vorum ekki jafn heppnar. Í Íran höfðu Afganar engin mannréttindi. Ég sá einu sinni ráðist á fjórtán ára afganska stelpu úti á götu en enginn gerði neitt. Ef ég hefði lent í einhverju hefði það ekki borgað sig fyrir mig að fara til lögreglunnar. Ég var stöðugt með áhyggjur af dætrum mínum og leið stöðugt illa yfir því að hafa fætt þær í þennan heim en geta ekki boðið þeim upp á framtíð. Ég var mjög glöð þegar við komumst í burtu með hjálp Unicef.“ „Við vissum ekkert hvar við Hér eru svo sterkar konur Atefeh Mohammadi flúði dalinn sinn í Afganistan þegar hún var átta ára. Árið 2012 flúði hún til Ís- lands frá Íran með dætur sínar þrjár. Mynd | Hari myndum lenda en heyrðum svo að við værum á leiðinni á eyju þar sem væri bjart í sex mánuði og dimmt í hina sex mánuðina. Við komum 25. október og ég var hissa á því hversu hlýtt væri hér, þrátt fyrir allt. Það hjálpaði okkur mjög mikið hversu vel skóli dætra minna tók á móti okkur. Þegar við komum fyrst mætti miðjudóttir mín með slæðu í Háteigsskóla og þá fóru allir að sauma sér slæður í saumatíma. Það fannst mér mjög fallegt. Hér er gott fólk og svo sterkar konur. Því betur sem ég læri íslensku því betur skil ég fólk- ið og því betur líður mér hérna. Að horfa á dætur mínar dafna hér veitir mér auðvitað mesta ham- ingju.“ Fjölmiðlakonan Arianna Huff- ington rankaði við sér árið 2007 í blóðpolli á skrifstofu sinni. Líkami hennar hafði gjörsamlega gefið sig eftir þrotlausa vinnu við að koma Huffington Post á lagg- irnar. Í kjölfarið hófst endurmat Ariönnu á því hvað velgengni raunverulega þýðir og bókin Þriðja miðið, sem Salka forlag gefur út í dag, fjallar um þá sjálfs- skoðun. Í bókinni gerir Arianna aðför að því sem hún telur vera úreltan hugsunarhátt samfélags- ins um hamingju og velgengni með fókus á sálfræði, lýðheilsu og núvitund og ræðir áskoranirnar sem felast í því að samræma fjöl- skyldu og frama. Fréttatíminn fjallar í dag um kulnun í starfi, örmögnun líkama og sálar sem oftast er afleiðing yfirgengilegs álags. Sjá bls.12. Fjölmiðlakona vaknaði í blóðpolli Arianna Huffington stofnandi Huffing- ton Post brann upp af vinnuálagi. 66 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.