Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 3
Blómin, berin og laufin sem sjá má á forsíðumynd Lækna-
blaðsins eru öll hekluð úr bómullarþræði, mótuð, stífuð og
loks handlituð með vatnslit. Fyrirmyndirnar eru jurtir sem
finnast í íslenskri náttúru, yfir 20 ólíkar tegundir lækninga-
jurta sem öldum saman hafa verið nýttar til heilsubótar.
Listakonan Rósa Sigrún Jónsdóttir (f. 1962) hefur sér-
hæft sig í gerð verka sem byggjast á sígildu handverki
og krefjast tíma og natni. Hún hefur þannig reynt á eigin
skinni kenningar um jákvæð áhrif tiltölulega einhæfrar en
þó skapandi vinnu, og þekkt er að mörg vandamál hafa
verið leyst yfir handavinnu. Í verkinu Grös (2016) sam-
einar hún þetta tvennt, heilnæmi handverks og gróðurs.
Verkið var unnið í samstarfi við hóp handverkskvenna
sem lögðu fram vinnu sína við að hekla smágerð lauf-
blöð, blómknappa, ber og stilka. Afraksturinn var festur
á stóran stöpul og myndar stóra grasabreiðu. Verkið er á
sumarsýningu Listasafns Reykjavíkur.
Grasalækningar byggjast á alþýðuvitneskju sem varð-
veist hefur mann fram af manni. Hverri jurt fylgja ýmsir
eiginleikar sem taldir eru gera gagn, inn- og útvortis.
Handverkskonurnar sem unnu saman að verkinu deildu
ýmsum sögum, gömlum og nýjum, sem Rósa Sigrún
safnaði. Kom þá í ljós að ekki er einungis um að ræða
seyði og smyrsl gegn forneskjukvillum heldur eru margar
íslenskar jurtir taldar búa yfir áður óþekktum eiginleikum
sem koma að gagni við nýsköpun á sviði lyfjafræðinnar.
Plönturnar í verki Rósu Sigrúnar eru aðalbláber,
baldursbrá, birki, blágresi, brennisóley, engjamuna-
blóm, engjarós, fjalldalafífill, fjalldrapi, geldingahnappur,
holtasóley, holurt, hreindýramosi, mýrasóley, reyniviður,
rjúpnalauf, smári, túnfífill og vallhumall. Þátttakendur við
að skapa hina hekluðu eftirlíkingu ásamt Rósu Sigrúnu
voru Ásdís Birgisdóttir, Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásthildur
Jónsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Erla Sigtryggsdótt-
ir, Halldóra Jónsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Helga
Hilmarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjördís Hann-
esdóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Kristín Svavarsdótt-
ir, Lene Zachariassen, Margrét Ólöf Ívarsdóttir, Sigríður
Haraldsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Sophie Schoonjans og
Steinunn M. Steinars.
Rósa Sigrún stundaði nám við skúlptúrdeild Listahá-
skóla Íslands um aldamótin og útskrifaðist með bakkalár-
gráðu árið 2001. Ljósmyndari kápumyndar er Pétur
Thomsen, en Rósa tók myndina hér fyrir ofan.
Markús Þór Andrésson
LÆKNAblaðið 2016/102 319
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
12.900,- m. vsk.
Lausasala
1290,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu. Blað þetta má eigi
afrita með neinum hætti, hvorki að hluta
né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð-
ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir)
í eftirtalda gagnagrunna: Medline
(National Library of Medicine), Science
Citation Index (SciSearch), Journal Cita-
tion Reports/Science Edition, Scopus
og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
• SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
• Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
• SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
• Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).
NÝTT
Ný meðferð við langvinnri lungnateppu
—byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5
IS
S
pl
-1
5-
01
-0
3
A
ug
us
t 2
01
5
SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6
Virka efnið kemst langt iður í lungu sjúklinganna7–9
• Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10
SPIRIVA®
(tíótrópíum)
STRIVERDI®
(olodaterol)
SPIOLTO® RESPIMAT ®
(tíótrópíum/olodaterol)
TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL
SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki
Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT).
Frá Orlofssjóði:
Sumarið
er tíminn
Á bókunarsíðu Orlofssjóðs er margt í boði
- fyrst og fremst eru það náttúrlega sumar-
húsin sem LÍ á og leigir, en ekki bara það.
Ekki má gleyma því að þar inni er líka hægt
að festa kaup á miðum sem gefa afslátt
af hótelgistingu víðs vegar um landið, og
veiðikort af 35 veiðisvæðum, golfkortið sem
greiðir leið inn á velli hringinn í kringum
landið og útilegukortið sem gildir á öll
helstu tjaldstæðin hérlendis. Allt þetta er í
boði árið um kring, á stéttarfélagsverði, og
er alls óháð punktainneign félagsmanna.
Njótið lífsins á sumarlandinu okkar, rennið
fyrir bröndu fjarri ys og þys og EM, reynið
að para einhverja óparanlega holu á lands-
byggðinni, til dæmis nr 7. á Meðaldalsvelli
við Þingeyri í Dýrafirði, lúrið undir hótel-
þaki eða í tjaldi undir guðs eigin þaki.
- Gleðilegt sumar!
VS