Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 329
sjö einnig blóðskipti og eitt barn fékk allt þrennt; ljósameðferð,
blóðgjöf og blóðskipti. Orsök jákvæðs DAT hjá þeim 168 börnum
sem fengu eingöngu ljósameðferð var í 79,6% tilvika ABO-blóð-
flokkamisræmi en rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B í 18,6%
tilvika. Hæsta gildi serum bilirúbíns fyrir eða á meðan ljósameð-
ferð stóð var skráð fyrir 162 börn og var að meðaltali 245 μmol/L
± 70 μmol/L (251 μmol/L, 91-465 μmol/L). Hæsta gildi mældist
á fyrsta til 10. sólarhring eftir fæðingu en oftast eftir tvo sólar-
hringa. Ljósameðferð hófst oftast eftir einn (n=63) eða tvo (n=46)
sólarhringa frá fæðingu en í sumum tilfellum strax á fyrsta sól-
arhring (n=22). Börn með jákvætt DAT vegna rauðkornamótefna
annarra en anti-A/-B fengu marktækt lengri ljósameðferð en börn
með ABO-misræmi sem orsök jákvæðs prófs (3,1 ± 2,1 dagar á móti
2,4 ± 1,3, P<0,05).
Alls fengu 12 börn blóðgjöf en af þeim fengu 7 börn blóð
vegna annarra ástæðna en blóðrofs, svo sem vegna skurðaðgerða
eða tíðrar blóðsýnatöku og falla þau ekki undir þennan flokk. Á
tímabilinu fengu því 5 börn blóðgjöf vegna FNB. Þrjú börn höfðu
mótefni gegn RhD, eitt gegn c/E og eitt hafði anti-B. Öll börn fyrir
utan eitt fengu ljósameðferð fljótlega eftir fæðingu en þurftu síðar
blóðgjöf vegna lágs blóðrauðagildis við tveggja til fjögurra vikna
aldur.
Alls fengu 8 börn í rannsóknarhópnum blóðskiptameðferð
(tafla V) og voru þau öll fædd á árunum 2006-2009. Um var að ræða
ABO-blóðflokkamisræmi hjá þremur nýburum en Rhesus- rauð-
kornamótefni hjá 5. Vitað var um mótefnamyndun á meðgöngu
hjá þessum 5 mæðrum og voru þær í viðeigandi eftirliti. Hjá þrem-
ur greindist marktæk hækkun á mótefnastyrk á meðgöngu (til-
felli #1, #2 og #7) en ekki hjá hinum tveimur (tilfelli #4 og #8). Hjá
mæðrum þriggja barna (tilfelli #2, #4 og #7) var fæðing framköll-
uð vegna teikna um blóðrof hjá fóstri. Hjá einni var framkölluð
fæðing vegna gallteppu, eitt barn fæddist með bráðakeisaraskurði
vegna tepptra hríða af völdum misræmis fósturs og grindar, en
þrjú fæddust með eðlilegri fæðingu. Öll börnin fóru í ljósameðferð
fyrir og/eða eftir blóðskiptin.
Af nýburum með jákvætt DAT vegna rauðkornamótefna
annarra en anti-A/-B fengu 52,6% meðferð en 49,1% þeirra þar
sem um ABO-blóðflokkamisræmi var að ræða. Hlutfallslega
fleiri fengu meðferð vegna anti-B (62,9%) en vegna anti-A (45,2%)
(P<0,05). Meðgöngulengd við fæðingu var marktækt styttri (272,3
± 18,4 á móti 279,9 ± 10,0 dagar) og fæðingarþyngd lægri (3390,9
± 654,9 á móti 3586,4 ± 573,2 g) hjá nýburum sem fengu meðferð
samanborið við þá sem ekki fengu meðferð (P<0,001). Eins og áður
segir fékk ekkert fóstur blóðgjöf um naflastreng (intrauterine trans-
fusion) í rannsóknarhópnum á rannsóknartímabilinu.
Umræða
Hlutfall jákvæðra DAT-prófa hjá nýburum á tímabilinu var 6,5%.
Þetta hlutfall er litlu lægra en í rannsókn sem gerð var árið 2000 í
Kaliforníu, en þar var hlutfall jákvæðra prófa 7,9%.16 Í þeirri rann-
sókn var DAT gert hjá börnum allra kvenna sem voru í blóðflokki
O eða voru RhD-neikvæðar. Hér á landi er venjan að gera DAT ef
móðir er RhD-neikvæð eða ef rauðkornamótefni önnur en anti-A/-
-B hafa greinst hjá móður á meðgöngu. Áhugavert er að hlutfall
jákvæðra prófa var hærra í Kaliforníu þar sem skilyrði fyrir fram-
kvæmd prófs eru rýmri en hér á landi. Sú staðreynd að algengasta
ástæða jákvæðs DAT-prófs í þessu rannsóknarþýði var ABO-blóð-
flokkamisræmi gæti bent til vangreiningar á jákvæðu DAT vegna
ABO-misræmis á Íslandi þar sem ekki er reglan að prófa nýbura
allra mæðra í blóðflokki O. Í annarri rannsókn sem gerð var á
Nýja-Sjálandi árið 2001 á 660 nýburum höfðu aðeins 3,5% jákvætt
DAT.14 Lægra hlutfall jákvæðra prófa í þeirri rannsókn má líklega
skýra með því að þar var DAT gert hjá öllum nýburum sem lagðir
voru inn á sængurdeild, óháð blóðflokkasamsetningu móður og
barns.
Rhesus-varnir hafa fækkað til muna meðgöngum með anti-D
mótefnamyndun bæði hérlendis og erlendis. Rannsókn á greining-
um blóðflokkamótefna í meðgöngu á Íslandi árin 1970-1984 sýndi
greinilega lækkun á tíðni anti-D-mótefnamyndunar hjá Rhesus
D-neikvæðum konum á rannsóknartímanum.9 Í okkar rannsókn-
arhóp greindist þó anti-D mótefni í 46,2% tilfella þar sem jákvætt
DAT stafaði af rauðkornamótefni öðru en anti-A/-B. Þetta er talvert
hærra hlutfall anti-D mótefna en í Bandaríkjunum þar sem ráð-
lagt er að gefa öllum RhD-neikvæðrum mæðrum fyrirbyggjandi
RhIg bæði á síðasta þriðjungi meðgöngu og eftir fæðingu8. Þetta
vekur upp þá spurningu hvort rétt væri að taka upp sams konar
stefnu og í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar og gefa reglubund-
ið RhIg á miðri meðgöngu í þeim tilgangi að lækka tíðni anti-D
mótefnamyndunar. Sú ráðstöfun myndi reyndar líklega leiða til
fjölgunar á falsk-jákvæðum DAT-prófum samkvæmt nýlegri rann-
sókn frá Ástralíu. Innleiðing reglubundins fyrirbyggjandi RhIg á
R A N N S Ó K N
Tafla V. Nýburar í rannsóknarhópnum sem voru meðhöndlaðir með blóðskiptameðferð.
Tilfelli Fæðingarár Rauðkorna-
mótefni
Meðgöngu-
lengd (dagar)
Serum bílirúbin (µmol/L) Ljósameðferð
Blóðgjöf
Blóðskipti
Hæsta gildi Aldur barns* Aldur barns** Lengd (dagar) Aldur barns**
1 2006 Anti-c, E 266 252 1 0 4 nei 1
2 2007 Anti-D 256 161 0 1 4 nei 1
3 2007 Anti-A 281 420 3 3 4 nei 3
4 2007 Anti-D 265 300 1 1 5 nei 1
5 2007 Anti-B 276 317 1 1 2 nei 1
6 2008 Anti-B 287 393 1 1 3 nei 1
7 2009 Anti-D 273 326 2 2 4 já 2
8 2009 Anti-D 273 235 0 1 4 nei 1
*Aldur barns í dögum eftir fæðingu þegar hæsta gildi bilirúbíns mældist. **Aldur barns í dögum eftir fæðingu við upphaf meðferðar.