Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2016/102 355 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R eru lykilatriði í ljóðagerð minni, ég leita að stemmningu sem er að finna í augna- blikinu og þögninni en þögn í ljóði eins og í náttúrunni sjálfri er dásamlegt fyrir- brigði.“ Samdirðu ljóðin með ljóðabók í huga eða er þetta val sem á sér stað eftir á? „Ég samdi ljóðin án þess að hugsa um væntanlega ljóðabók. Það er val sem á sér stað eftir á í samráði við ritstjóra útgáf- unnar, Bjarna Þorsteinsson, og einnig var Valgerður Benediktsdóttir ómetanlegur ráðgjafi og gagnrýnandi við undirbúning útgáfunnar. Hún sagði mér óhikað til syndanna og leiðrétti miskunnarlaust. Vinur er sá er til vamms segir og í því stóð hún sig frábærlega.“ Hvernig myndirðu sjálfur lýsa ljóðabók- inni? „Hún er eins og ferðalag í gegnum árs- tíðirnar þar sem náttúrustemmingar koma við sögu. Þarna eru líka hugleiðingar um tímann, um sorgina og dauðann. Um eins konar upprisu og ekki síst jarðtengingu tilfinninganna sem eru svo mikilvægar og ekki má gleyma ástinni og gleðinni sem brýst fram eins og sólargeisli í gegnum skýjaþykkni. Birtan, skýin og tíminn eru samofin í íslensku náttúrunni og kallast á við tilfinningarnar á einhvern hátt sem varla er hægt að lýsa.“ Nema í ljóði? „Einmitt. Og það er kannski hálf undarlegt að reyna að lýsa ljóðum sínum með öðrum orðum en eru í ljóðinu sjálfu. Best er auðvitað að lesa þau og upplifa áhrifin milliliðalaust.“ „Íslenskan er eins konar sparimál fyrir mig, eins konar tungumál minna persónulegu tilfinninga,“ segir geðlæknirinn og ljóðskáldið Ferdinand Jóns- son sem býr og starfar í London. Haustþing Læknafélags Akureyrar Haustþing Læknafélags Akureyrar verður haldið laugardaginn 15. október 2016 í sal Menntaskólans á Akureyri. Þingið hefst um kl. 9 og stendur til kl. 16. Þingið ber heitið Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp á 21. öldinni. Drög að dagskrá: Skráning og setning Ógleði og uppköst á meðgöngu. Valur Guðmundsson læknir Meðgöngusykursýki. Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir Viðhorf til fæðinga: til þess eru vítin að varast þau. Sigfríður Inga Karls- dóttir, ljósmóðir og dósent við HA Fyrirspurnir og kaffihlé Óvæntar fæðingar, er hægt að spá fyrir hvað konur fæða fljótt? Björn Gunnarsson læknir Heimafæðingar. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir Framköllun fæðinga og áhrif á tíðni keisaraskurða. Alexander Smárason læknir Hádegismatur og hlé BRCA-genabreytingar. Þórunn Rafnar líffræðingur Hormónameðferð. Orri Ingþórsson læknir Vandamál í neðri þvagvegum kvenna. Jóhannes Heimir Jónsson læknir Grindarbotnsþjálfun til styrkingar í þvagleka og til slökunar við kynlífs- vandamál og hægðavandamál. Soffía Einarsdóttir sjúkraþjálfari Konur og kynlíf í Íslendingasögum. Óttar Guðmundsson læknir Fyrirspurnir og þinglok. Lokadagskrá mun birtast í næsta tölublaði Læknablaðsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.