Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 327 strengsblóði frá öllum nýburum RhD-neikvæðra mæðra og einnig nýburum kvenna sem greinst hafa með klínískt mikilvæg rauð- kornamótefni á meðgöngu. Einnig er DAT gert á blóðsýni úr ný- bura í völdum tilfellum, til staðfestingar á jákvæðu prófi eða til greiningar ef naflastrengssýni var ekki rannsakað. Prófið hefur mikið gildi fyrir rannsóknir á mótefnamiðluðu blóðrofi í nýburum og börn með jákvætt DAT fá almennt meðferð við nýburagulu við lægri skilmerki en önnur.13 Ekki fá þó allir nýburar með jákvætt próf klíníska gulu og jákvætt DAT telst áhættuþáttur fyrir FNB en ekki örugg greining.14 Hafi móðir fengið RhIg-gjöf á meðgöngu greinast allt að 15% nýbura með jákvætt próf vegna flutnings mótefna yfir fylgju.15 Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi jákvæðs DAT-prófs hjá nýburum á Landspítala á árunum 2005-2012, orsakir og klínískar afleiðingar fyrir fóstur/nýbura. Þessum upplýsingum hefur ekki verið safnað áður hér á landi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Tilskilin leyfi fengust frá Siðanefnd Landspítalans (nr. 41/2012), framkvæmdastjóra lækn- inga á LSH og Persónuvernd (nr. 2012111300HGK). Niðurstöður voru unnar úr gögnum frá tölvukerfi Blóðbankans (ProSang), úr rafrænu sjúkraskárkerfi Landspítalans (Sögu) og pappírsskrám frá Blóðbanka, Barnaspítala Hringsins og kvennadeild Landspítalans. Rannsóknarhópurinn var nýburar sem greindust með jákvætt DAT samkvæmt gögnum Blóðbankans á 8 ára tímabili, 2005-2012. Nýburar voru skilgreindir sem börn yngri en eins mánaðar göm- ul. Skrá yfir öll DAT-próf sem voru framkvæmd í Blóðbankanum á þessu ákveðna tímabili var unnin úr tölvukerfi Blóðbankans (ProSang). Einstaklingar sem ekki töldust nýburar eða voru með neikvætt DAT voru útilokaðir frá rannsókninni. Úr ProSang feng- ust einnig upplýsingar um blóðflokk, dagsetningar prófs, líklega orsök jákvæðs prófs og hvort einstaklingar hefðu fengið blóðgjöf eða -skipti. Til þess að sannreyna áreiðanleika tölvugagna voru niðurstöður DAT fyrir árin 2010-2012 borin saman við pappírs- skrár Blóðbankans. Nafni og kennitölu móður hvers nýbura var flett upp í Þjóð- skrá. Úr tölvukerfi Blóðbankans fengust upplýsingar um blóð- flokk móður, rauðkornamótefni og blóðinngjafir fyrir meðgöngu. Úr mæðraskrám og barnablöðum einstaklinga í úrtakinu voru skráðar upplýsingar um meðgöngulengd, fæðingarþyngd, fæðingarmáta, ljósameðferð og bilirúbín-blóðgildi. Frekari upp- lýsingar um meðferð og afdrif barna fengust úr rafrænu sjúkra- skrárkerfi Landspítalans. Úr Landsskrá fæðinga fengust upplýsingar um fjölda fæðinga á kvennadeild Landspítala á rannsóknartímabilinu. Upplýsingar um fjölda fæðinga á Íslandi þau ár sem rannsóknin náði til voru fengnar á vef Hagstofu Íslands. Upplýsingar voru skráðar í Excel-töflureikni sem var notaður við úrvinnslu, uppsetningu gagna og útreikninga. Niðurstöður eru birtar sem meðaltöl ± staðalfrávik (miðgildi, spönn) nema annað sé tekið fram. Samanburður á milli hópa var gerður með ópöruðu t-prófi fyrir samfelldar breytur og Fisher‘s exact prófi fyrir nafnabreytur. Niðurstöður Rannsóknarhópinn mynduðu 383 nýburar sem fæddust á árun- um 2005-2012 og voru með jákvætt DAT samkvæmt skráningu í tölvukerfi Blóðbankans, 194 drengir (50,6%) og 189 stúlkur (49,4%). Stærsti hluti hópsins fæddist á fæðingadeild Landspítala en 11 ný- burar fæddust utan höfuðborgarsvæðisins. Meðgöngulengd var að meðaltali 276 ± 15 dagar (miðgildi 279, spönn 167-296 dagar), eða að meðaltali 39 vikur og 3 dagar ± 2 vikur og 1 dagur (39 vik- ur og 5 dagar, frá 23 vikum og 6 dögum til 42 vikna og 2 daga). Fæðingarþyngd var 3495 ± 615 g (3523 g, 585-5345 g). Í hópnum fæddust 270 (70,5%) um leggöng, 79 (20,6%) með keisaraskurði, 31 (8,1%) með hjálp sogklukku/tangar en þrjú börn (0,8%) voru and- vana fædd. Andlát þeirra voru ótengd mótefnamyndun en eitt þeirra lést vegna sýkingar, hjá öðru var naflastrengur vafinn um háls og hjá því þriðja var dánarorsök óljós. Fjöldi mæðra var 344; tvær konur áttu þrjú börn, 37 áttu tvö börn og 303 áttu eitt barn í rannsóknarhópnum. Samtals voru gerð 7095 DAT-próf á nýburum á rannsóknar- tímabilinu, eða á bilinu 780-1045 árlega (tafla I). Af þessum 7095 prófum reyndust 460 vera jákvæð (6,5%). Þessi 460 próf voru gerð á 383 börnum, en fyrir 77 þeirra voru gerð tvenn próf, það seinna til staðfestingar á því fyrra. Prófið var ýmist gert á naflastrengs- blóðsýni eða blóðsýni úr nýbura, og stundum hvoru tveggja. Fyrsta jákvæða DAT-próf var í 219 tilfellum (57,2%) naflastrengs- sýni (59 síðar staðfest með blóðsýni) og í 164 tilfellum (42,8%) blóðsýni (18 síðar staðfest með öðru blóðsýni). R A N N S Ó K N Tafla I. Fjöldi og niðurstöður allra DAT-prófa sem gerð voru á árunum 2005- 2012. Ár Jákvæð (fjöldi barna) Neikvæð Alls Hlutfall jákvæð (%) 2005 51 (40) 729 780 6,5 2006 62 (50) 851 913 6,8 2007 50 (43) 822 872 5,7 2008 63 (56) 982 1045 6,0 2009 59 (50) 963 1022 5,8 2010 71 (57) 785 856 8,3 2011 46 (38) 762 808 5,7 2012 58 (49) 741 799 7,3 Alls 460 (383) 6635 7095 6,5 Tafla II. ABO-blóðflokkur móður og barns í rannsóknarhópnum. ABO blóðflokkur barns ABO blóðflokkur móður A AB B O X* Alls A 17 0 1 218 1 237 AB 2 0 3 0 0 5 B 0 0 2 59 1 62 O 3 0 4 19 0 26 X* 13 1 4 35 0 53 Alls 35 1 14 331 2 383 *blóðflokkur óþekktur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.