Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 349 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R og hálfri stöðu, sjúkraþjálfari og lyfja- fræðingur. Læknarnir okkar eru reyndar mjög uppteknir við önnur störf á spítal- anum og það sem okkur vantar er aukið starfshlutfall læknanna í teyminu. Teymið hóf starfsemi árið 2014 og samanburður á milli áranna 2014 og 2015 sýnir að starf- semi teymisins hefur aukist gríðarlega og þörfin fyrir það er mjög mikil. Hér meðhöndlum við nánast eingöngu sjúklinga spítalans sem eru annaðhvort inniliggjandi eða í göngudeildarmeðferð og höfum hreinlega ekki getað sinnt öðr- um en vonandi verður það í framtíðinni því þörfin er sannarlega fyrir hendi. Okkar sjúklingar þjást af ýmsum verkj- um af ólíkum uppruna og meðferðin er mjög einstaklingsbundin. Hluti af starfi okkar er að ráðleggja læknum og hjúkr- unarfræðingum á deildum spítalans um verkjameðferð sjúklinga og þá sérstak- lega með erfiða verki sem illa gengur að verkjastilla. Þá fæst teymið við ýmiss konar deyfingar, inngrip og lyfjagjafir sem svæfingalæknarnir og hjúkrunarfræðingar sinna. Þá hafa aðilar í teyminu einnig stýrt og tekið þátt í vísindarannsóknum á verkjum og verkjameðferð. Við sinnum einnig fræðslu fyrir starfsfólk spítalans með námskeiðum og gerð ýmiss konar fræðsluefnis og gæðaskjala auk kennslu og þjálfunar sem er hluti af starfi okkar sem háskólasjúkrahúss.“ Leggjum áherslu á að fá sálfræðing Aðspurð um hvort ekki sé þörf fyrir sálfræðing eða geðlækni í teymið brosir Sigríður og segir það sannarlega mikil- vægt. „Við erum að vinna í því og leggjum mikla áherslu á að fá sálfræðing í teymið því langvinnir verkir hafa margþætt áhrif á líf sjúklinganna og alls ekki eingöngu líkamleg. Áhrifin eru félagsleg og andleg og verkirnir hindra fólk í að sinna ýmsu í daglegu lífi sem öðrum þykir bæði sjálf- sagt og eðlilegt. Verkirnir taka í rauninni stjórnina í lífi viðkomandi og það getur verið mjög flókið ferli að vinda ofan af því og hjálpa einstaklingnum að ná aftur stjórn og gera það sem hann vill taka sér fyrir hendur og hefur áhuga á að gera. Meðferð langvinnra verkja snýst því oft á tíðum um að bæta virkni einstaklings- ins í daglegu lífi. Þetta er önnur nálgun en við bráðaverki sem fylgja í kjölfar aðgerðar eða illkynja sjúkdóma þar sem meiri áhersla er lögð á að draga úr styrk verkjanna.“ Sigríður segir að verkjarannsóknir séu á mjög spennandi stigi og margt í deiglunni sem lofar góðu. „Það sem gerir þetta svo áhugavert er hversu fjölbreyttar rannsóknirnar eru og taka yfir allt frá hinu smæsta til hins stærsta, frá mólekúlum til mannsins í heild. Við erum að átta okkur á því að við þurfum að læra svo miklu meira um eðli verkja til að geta meðhöndlað þá á sem markvissastan hátt.“ „Verkjameðferð byggist fyrst og fremst á þverfaglegri nálgun,“ segir Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur í verkjateymi Landspítala.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.