Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 335
R A N N S Ó K N
Í töflu IV má finna gagnlíkindahlutfall fyrir hamlandi fæðu-
viðhorf hjá körlum. Eins og hjá konum var algengi hamlandi
fæðuviðhorfa algengast hjá yngstu þátttakendunum, þeim sem
flokkuðust með offitu og meðal þeirra sem voru ósáttir við eigin
líkamsþyngd. Þannig voru karlar í aldurshópnum 18-29 ára tæp-
lega fjórum sinnum líklegri til að upplifa hamlandi fæðuviðhorf
en karlar 70 ára og eldri (95% CI 2,03-7,00). Karlar sem voru skil-
greindir með offitu voru rúmlega 7 sinnum líklegri til að upplifa
hamlandi fæðuviðhorf en karlar skilgreindir í kjörþyngd/undir-
þyngd (95% CI 4,60-11,10). Karlar skilgreindir í yfirþyngd voru
einnig líklegri til að upplifa hamlandi fæðuviðhorf borið saman
við karla í kjörþyngd/undirþyngd (OR=2,66; 95% CI 1,74-4,05).
Karlar sem voru ósáttir við eigin líkamsþyngd voru tæplega fjór-
um sinnum líklegri til að upplifa hamlandi fæðuviðhorf en karlar
sem voru sáttir við þyngd sína (95% CI 2,53-4,99).
Umræður
Samkvæmt þessari rannsókn hefur hár líkamsþyngdarstuðull,
óánægja með eigin líkamsþyngd, ungur aldur og kvenkyn tengsl
við hamlandi fæðuviðhorf hér á landi. Þetta eru sömu þættir og
tengjast fæðuaðhaldi í erlendum rannsóknum.8-11
Í þessari rannsókn var hamlandi fæðuviðhorf algengast hjá
yngsta aldurshópnum sem var 18-29 ára. Líkurnar á að upplifa
hamlandi fæðuviðhorf voru hærri hjá þeim sem voru skilgreindir
með offitu og meðal þeirra sem voru ósáttir við eigin líkamsþyngd
samanborið við þá sem voru í kjörþyngd/undirþyngd og þá sem
voru sáttir við eigin líkamsþyngd.
Þrátt fyrir að konur séu líklegri en karlar til að upplifa
hamlandi fæðuviðhorf hafa sömu undirhópar hjá konum og körl-
um tengsl við hamlandi fæðuviðhorf. Helsta skýringin á því er sú
að viðmiðunarhóparnir vega ekki jafn þungt hjá báðum kynjum.
Þannig má til dæmis sjá að hlutfallslega fleiri konur en karlar sem
eru í kjörþyngd eru með hamlandi fæðuviðhorf; fleiri konur en
karlar sem eru sáttar við eigin líkamsþyngd eru með hamlandi
fæðuviðhorf og svo framvegis, sem skýrir af hverju við sjáum svip-
að gagnlíkindahlutfall fyrir flesta undirhópa hjá bæði körlum og
konum. Það má samt ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að hærra
algengi hamlandi fæðuviðhorfs var til staðar í sömu undirhópum
hjá körlum og konum og rannsóknir benda til þess að átraskanir
og óánægju með eigin líkama sé einnig að finna í nokkrum mæli
hjá karlmönnum.11, 25 Fólk með offitu er almennt líklegra til að vera
með hamlandi fæðuviðhorf í öllum undirhópum í rannsóknarþýð-
inu. Það vekur athygli að líkur á hamlandi fæðuviðhorfum aukast
meira meðal karla en kvenna sem flokkast með offitu, borið saman
við fólk í kjörþyngd af sama kyni. Það er einnig athyglisvert að
í rannsóknarþýðinu eru konur í yfirþyngd í tvöfalt meiri hættu
á hamlandi fæðuviðhorfum en konur í kjörþyngd. Hjá körlum í
Tafla III. Gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir hamlandi fæðuviðhorf hjá konum (N=2856).
Konur „já“ (%) OR OR1
Aldursflokkar
18-29 465 168 (36,1) 4,81 (3,33-6,96) 6,33 (4,12-9,72)
30-39 482 134 (27,8) 3,28 (2,26-4,76) 3,52 (2,27-5,47)
40-49 536 118 (22,0) 2,40 (1,65-3,50) 2,20 (1,41-3,40)
50-59 506 101 (20,0) 2,12 (1,45-3,12) 2,24 (1,45-3,45)
60-69 458 71 (15,5) 1,56 (1,04-2,34) 1,54 (0,98-2,41)
70+ 409 43 (11,7) 1,00 1,00
Hjúskaparstaða
Einhleyp eða fráskilin, ekkja 662 153 (23,1) 1,07 (0,87-1,31) 1,11 (0,87-1,42)
Í föstu sambandi en ekki sambúð, í sambúð, gift 2187 480 (21,9) 1,00 1,00
Menntun
Grunnskóli 1205 236 (19,6) 1,00 1,00
Framhaldsnám 683 186 (27,2) 1,54 (1,23-1,92) 1,19 (0,92-1,53)
Háskóli 657 152 (23,1) 1,24 (0,98-1,56) 1,04 (0,80-1,37)
Líkamsþyngdarstuðull
≤18,5-24,9 1149 169 (14,7) 1,00 1,00
25-29,9 967 199 (20,6) 1,50 (1,20-1,88) 2,05 (1,60-2,64)
≥30 650 246 (37,8) 3,53 (2,81-4,43) 4,73 (3,65-6,13)
Sátt við eigin líkamsþyngd
Sátt við eigin líkamsþyngd 1408 128 (9,1) 1,00 1,00
Ósátt við eigin líkamsþyngd 1429 502 (35,1) 5,41 (4,38-6,69) 4,00 (3,07-5,20)
Heildarfjöldi með hamlandi fæðuviðhorf 635 (22,2)
1OR=gagnlíkindahlutfall. Leiðrétt fyrir aldri, hjúskaparstöðu, menntun og líkamsþyngdarstuðli. Ekki er leiðrétt fyrir þeirri breytu sem er til skoðunar hverju sinni.
„Já“= fjöldi og prósentuhlutfall þeirra sem eru með hamlandi fæðuviðhorf.