Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2016/102 343 Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Þorbjörn Jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Björn Gunnarsson, gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Arna Guðmundsdóttir Hildur Svavarsdóttir Magnús Baldvinsson Tinna Harper Arnardóttir Þórarinn Ingólfsson Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stjórn LÍ Ég á mér draum Þegar þetta er skrifað, daginn eftir sögu- legt jafntefli við Portúgal á EM, er ég ennþá að dást að samstöðu Íslendinga á áhorfendapöllunum og hversu hátt raddir þeirra ómuðu. Ég vildi óska að við sem þjóð værum jafn samstillt og ákveðin þegar kemur að því að kveða niður of- beldi. Ofbeldi, sama hvers eðlis, er þjóð- félagslegt vandamál. Í kjölfar ákalls og átaks í rannsóknum, gagnaöflun og síðan skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar (WHO) um ofbeldi, er nú í vaxandi mæli litið á ofbeldi frá sjónarhóli lýð- heilsufræða, þar með talið ofbeldi í nán- um samböndum. Kynbundið ofbeldi (oft túlkað sem ofbeldi gegn konum) er mér efst í huga, en þar er átt við kynferðislegt áreiti, heimilisofbeldi, kynferðislega mis- notkun af hendi sambýlings, ofbeldi gegn börnum og fleira. Ofbeldi hefur miklar afleiðingar fyrir þolendur en þar má nefna alvarlega sálræna erfiðleika, félagslega ein- angrun, fjarvistir frá vinnu, atvinnuleysi og fjárhagslegt tjón. Samkvæmt Swedish Crime Survey 2010 varð 10. hver Svíi fyrir einhvers konar ofbeldi, hótunum eða ein- elti árið 2009. Ungt fólk, og þá sérstaklega einstæðar mæður með ung börn, eru út- settari fyrir ofbeldi en aðrir hópar samfé- lagsins. Konur verða mun oftar fyrir of- beldi innan heimilis og á vinnustöðum og stúlkur/konur eru langoftast fórnarlömb kynferðisofbeldis, en karlmenn eru um 15% fórnarlamba heimilisofbeldis. Þegar á heildina er litið verða drengir og fullorðnir karlmenn tiltölulega oftar en konur fyrir ofbeldi sem leiðir til lögregluíhlutunar og ákæru, sjúkrahúsinnlagna og/eða dauða. Stúlkur/konur sem verða fyrir ofbeldi þekkja mun oftar til árásarmannsins en karlmenn og eru allt að 5 sinnum líklegri til að vera drepnar af maka sínum en karl- menn. Árás maka á eiginkonu, nauðgun og gróf brot gegn persónulegri friðhelgi hennar eru fimmtungur allra ofbeldis- glæpa gegn báðum kynjum. Samkvæmt bandarískri skýrslu frá 1989 (National Coalition Against Domestic Violence) fengu karlar að meðaltali 2-6 ára dóm fyrir að drepa maka sinn, en konur að meðaltali 15 ára dóm fyrir sambærilegt brot. Við skulum vona að einhver þróun hafi orðið hvað þetta varðar í jafnræðisátt frá því þessi skýrsla kom út. Samkvæmt sænskri rannsókn hafa um 10% barna orðið vitni að ofbeldi á heimili sínu og um 5% hafa upplifað slíkt ítrekað. Þar sem ofbeldi á sér stað innan heimilisins eru börnin oft líka þolendur ofbeldis. Það að verða vitni að heimilisofbeldi í barnæsku er sterkasti áhættuþátturinn hvað varðar hættuna á að verða sjálfur ofbeldisfullur á fullorðins- árum. Í samfélaginu er sterk tilhneiging til að fjalla um kynbundið ofbeldi sem „kvennamál“. Við þurfum að átta okkur á að orðræðan um ofbeldi innan heimilisins sem vandamál kvenna, gerir í sjálfu sér lítið úr vandanum og flytur fókusinn frá gerandanum og yfir á þolandann, það er „blaming the victim“. Slíkt er auðvitað óásættanlegt, því án gerandans verður ekkert ofbeldi. Mikill meirihluti geranda í hvers kyns ofbeldismálum eru karlmenn, bæði gegn börnum, konum og öðrum karl- mönnum. Ofbeldi er því vandamál okkar allra. Hvað skyldi það vera í samfélaginu sem ýtir undir ofbeldishegðun? Af hverju gengur ekki betur en raun ber vitni að draga úr ofbeldi? Hvernig getum við snúið til betri vegar? Ég á mér þann draum að sjá hugrakka karlmenn sem þora að koma fram og tala gegn ofbeldi. Þannig slá þeir vopnin úr höndum gerendanna. Saman byggjum við þessa jörð og þurfum líka að standa saman í þessu máli. Martin Luther King sagði: Það sem að lokum mun særa okkur mest, eru ekki orð óvina okkar heldur þögn vina okkar. Rjúfum þögnina! masgeirsdottir@me.com Magdalena Ásgeirsdóttir lungnalæknir á Reykjalundi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.