Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 4
320 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 7.-8. tölublað, 102. árgangur, 2016 323 Þórarinn Tyrfingsson Innlagnir unglinga á Vog helmingi færri nú er árið 2002 Þegar SÁÁ var stofnað 1977 var unglingadrykkja vel þekkt vandamál á Íslandi og unglingar 15- 19 ára byrjuðu snemma að koma til meðferðar. Á 9. áratugnum fjölg- aði þeim í meðferð og kannabisneysla þeirra varð algengari. Innlagnir urðu flestar 200 en síðan hefur dregið úr nýgengi innlagna yngri en 20 ára. 326 Þórdís Kristinsdóttir, Sveinn Kjartansson, Hildur Harðardóttir, Þorbjörn Jónsson, Anna Margrét Halldórsdóttir Mótefni bundin við rauðkorn nýbura; orsakir og klínískar afleiðingar Tilfelli greind í Blóðbankanum 2005-2012 Lengst af voru mótefni gegn Rhesus D mótefnisvaka á rauðkornum fósturs algeng- asta orsök fóstur- og nýburablóðrofs en með tilkomu fyrirbyggjandi meðferðar gegn myndun anti-D ónæmisglóbúlíns er ABO-blóðflokkamisræmi nú algengasta orsökin á Vesturlöndum. Mótefnaskimun í meðgöngu og fyrirbyggjandi meðferð með Rhesus D ónæmisglóbúlíni (RhIg) var innleidd á Íslandi árið 1969 (Rhesus varnir) og beinist að RhD-neikvæðum konum eftir fæðingu RhD-jákvæðs barns og ef hætta er á að blóðblöndun hafi orðið milli móður og fósturs í meðgöngu, til dæmis eftir fósturlát, legvatnsástungu eða áverka. Víða í nágrannalöndum okkar fá allar RhD-neikvæðar mæður auk þess RhIg á síðasta þriðjungi meðgöngu í fyrirbyggjandi skyni. 332 Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis - algengi og forspárþættir á Íslandi Líðan og viðhorf fólks í tengslum við eigið mataræði hafa lítið verið rannsökuð á Ís- landi. Í vestrænum samfélögum er lögð mikil áhersla á grannan og stæltan líkama en á æ fleiri þyngjast. Slíkar aðstæður geta alið á kvíða og stuðlað að hamlandi viðhorf- um til matar og fæðuvals. Þau mældust algengari meðal kvenna en karla og ungur aldur, óánægja með eigin líkamsþyngd og hár líkamsþyngdarstuðull sýndu slík tengsl hjá báðum kynjum. 339 Guðrún Mist Gunnarsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Per Hellman, Peter Stålberg Endurtekin krampaköst hjá ungri konu – sjúkratilfelli 18 ára hraust stúlka kom endurtekið á slysadeild á 6 vikna skeiði vegna krampakasta. Hún hafði ekki verið flogaveik og tók engin lyf. Myndrannsóknir og heilalínurit bentu ekki til flogaveiki. Hún mældist með lækkaðan blóðsykur í tvígang á slysadeild, 1,3 mmól/L og 1,7 mmól/L (4,0-6,0 mmól/L). Þá vaknaði grunur um að hún væri með insúlínmyndandi æxli. 325 Hrólfur Brynjarsson Fóstur- og ný- burablóðrof, hver er staðan? Saga fóstur- og ný- burablóðrofs er dæmi um góðan árangur í nútímalæknisfræði. Frá því að birtingarmyndum sjúkdómsins var fyrst lýst um 1600, þar til eðli hans var skýrt og meðhöndlun og forvarnir lágu fyrir á okkar tímum. L E I Ð A R A R Skrifstofur LÍ og Læknablaðsins í Hlíðasmára verða lokaðar frá 15. júlí til 2. ágústs.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.