Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 18
334 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N spurningunum voru: 1) á mjög vel við um mig, 2) á frekar vel við um mig, 3) hvorki né, 4) á frekar illa við um mig, 5) á mjög illa við um mig. Spurningarnar þrjár sem voru ekki teknar með í rannsókninni voru þessar: f) ég borða meira þegar mér líður illa, g) ég borða meira þegar ég finn fyrir streitu, h) ég reyni að borða hollan mat. Þær spurn- ingar voru ekki taldar endurspegla hugsanlegt hamlandi viðhorf til takmörkunar á fæðuneyslu í sama mæli og þær spurningar sem urðu fyrir valinu. Til að meta hvort um hamlandi fæðuviðhorf væri að ræða, var útbúið matstæki út frá stigafjölda úr svörum við spurningum um viðhorf til mataræðis. Svarmöguleikarnir 5 voru sameinaðir í tvö svör sem hvort um sig gaf eitt eða núll stig. Er það sama aðferð og í MEBS-skalanum.20 Fyrra svarið (jákvætt) sameinaði eftirfarandi svarmöguleika: 1) á mjög vel við um mig og 2) á frekar vel við um mig, og seinna svarið (hlutlaust/neikvætt) sameinaði eftirfarandi svar- möguleika 3) hvorki né, 4) á frekar illa við um mig og 5) á mjög illa við um mig. Eitt stig var gefið ef eftirfarandi spurningum var svarað jákvætt: a) ég fæ samviskubit ef ég borða sætindi, c) ég er hrædd/ur um að geta ekki hætt að borða þegar ég byrja á annað borð, e) mér finnst ég þurfa að hafa stjórn á því hvað ég borða. Ef þessum spurningum var svarað hlutlaust eða neikvætt voru gefin núll stig. Stigagjöfin snerist við í eftirfarandi spurningum: b) ég er sátt/ur við eigin matarvenjur og d) mér líður vel eftir að hafa borðað góðan mat. Hér var gefið eitt stig ef svarað var neikvætt og núll stig ef svarað var hlutlaust/jákvætt. Eins var 3) hvorki né sett hér með svarmöguleika númer 1) á mjög vel við um mig og 2) á frekar vel við um mig. Hver þátttakandi gat þannig mest fengið samtals 5 stig, en minnst núll stig. Stigum var skipt í flokka eftir vægi og dreifingu þeirra og var viðkomandi skilgreindur með hamlandi viðhorf til eigin mataræðis ef hann fékk þrjú eða fleiri stig samanlagt út frá spurningunum 5. Aðrar skýribreytur Upplýsingar um sjálfgefna hæð og þyngd þátttakenda sem og sátt við eigin líkamsþyngd voru notaðar í greiningu þessarar rannsóknar. Leiðréttingabreytur rannsóknarinnar voru kyn, ald- ur, hjúskaparstaða, menntun og líkamsþyngdarstuðull. Ekki var leiðrétt fyrir sátt við eigin líkamsþyngd þar sem sú tilfinning gæti verið of tengd hamlandi fæðuviðhorfi og mögulega hluti af orsakakeðjunni. Hjúskaparstöðu var skipt í tvo flokka: 1) einhleyp/ur eða frá- skilinn, ekkja/ekkill, 2) í sambandi en ekki sambúð, í sambúð, gift/ kvæntur. Menntun var skipt í þrjá flokka: 1) barna-, unglinga- eða grunn- skólapróf, gagnfræðapróf eða landspróf, 2) stúdentspróf, annað próf á framhaldsskólastigi, tækniskólapróf og 3) háskólamenntun. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS; kg/m2) var flokkaður í fjóra flokka samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar. Flokkur eitt: LÞS <18,5 undirþyngd, flokkur tvö: LÞS 18,5-24,9 kjörþyngd, flokkur þrjú: LÞS 25,0-29, 9 yfirþyngd og flokkur fjögur: LÞS ≥30 offita.23, 24 Fyrir útreikninga í þessari rannsókn var LÞS skipt í þrjá flokka ≤18,5-24,9; 25,0-29,9 og ≥30. Svör við spurningunni hvort viðkomandi væri sáttur við eigin líkamsþyngd, voru í 5 liðum sem voru hér sameinaðir í tvo flokka: annars vegar sátt/ur við eigin líkamsþyngd, sem sameinaði svar- möguleikana: 1) mjög sátt/ur, 2) frekar sátt/ur, 3) hvorki sátt/ur né ósátt/ur og hins vegar ósátt/ur við eigin líkamsþyngd sem sameinaði svarmöguleikana: 2) frekar ósátt/ur og mjög ósátt/ur. Tölfræðigreiningar Stuðst var við forritið SAS Enterprise Guide útgáfu 5.1 við töl- fræðilegar greiningar. Lýsandi tölfræði var beitt við úrvinnslu á gögnunum og notast við kí-kvaðrat próf til að meta tölfræði- lega marktækan mun milli kynja. Tvíkosta lógistískri aðhvarfs- greiningu var beitt til að meta gagnlíkindahlutfall (OR) og 95% öryggisbil (CI) fyrir hamlandi fæðuviðhorf, greint eftir kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun, líkamsþyngdarstuðli og sátt við eigin líkamsþyngd. Leiðrétt var fyrir kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun og líkamsþyngdarstuðli. Niðurstöður Í töflu I má finna upplýsingar um bakgrunnsbreytur úr Heilsu og líðan sem notaðar voru fyrir þessa rannsókn (N=5861). Um 35% kvenna og 50% karla voru í yfirþyngd og var marktækur mun- ur milli kynja (p<0,001). Um 23% kvenna og 21% karla flokkuðust með offitu. Um 50% kvenna og 34% karla voru ósátt við eigin lík- amsþyngd með marktækum mun milli kynja (p<0,001). Í töflu II má sjá fjölda svara við hverri spurningu sem var hluti af matskvarða rannsóknarinnar. Alls svöruðu 5.451 einstaklingar samtals öllum 5 spurningum um viðhorf til mataræðis. Þrjár spurningar af 5 höfðu mest vægi í stigagjöfinni. Tæp 52% svöruðu að þeim fyndist þeir þurfa að hafa stjórn á því sem þeir borðuðu. Um 40% þátttakenda svöruðu að þeir væru ósáttir við eigin fæðu- venjur. Þá svöruðu 28% að þeir fengju samviskubit þegar þeir borðuðu sætindi. Algengi hamlandi fæðuviðhorfa samkvæmt matskvarða rannsóknarinnar mældist 17% í þýðinu og var hlutfall kvenna með hamlandi viðhorf tvöfalt hærra en karla (22% á móti 11%). Meðal þeirra sem töldust vera með hamlandi fæðuviðhorf höfðu sömu spurningar mest vægi, það er að finnast þeir þurfa að hafa stjórn á því hvað þeir borða (92%), að vera ósáttir við eigin matarvenjur (90%) og að fá samviskubit þegar þeir borða sætindi (87%). Í töflu III má finna gagnlíkindahlutfall fyrir hamlandi fæðu- viðhorf hjá konum, greint eftir undirhópum. Algengi hamlandi fæðuviðhorfa meðal undirhópa kvenna var hæst hjá yngstu þátt- takendunum, þeim sem voru í offituflokki og meðal þeirra sem voru ósáttar við eigin líkamsþyngd. Konur í aldurshópnum 18-29 ára voru rúmlega 6 sinnum líklegri til að upplifa hamlandi fæðu- viðhorf borið saman við konur 70 ára og eldri (95% CI 4,12-9,72). Konur skilgreindar í offitu voru tæplega 5 sinnum líklegri til að upplifa hamlandi fæðuviðhorf en konur skilgreindar í kjörþyngd/ undirþyngd (95% CI 3,65-6,13). Konur skilgreindar í yfirþyngd voru einnig líklegri til að upplifa fæðutengda vanlíðan en konur í kjörþyngd/undirþyngd (OR=2,05; 95% CI 1,60-2,64). Að lokum voru konur sem voru ósáttar við eigin líkamsþyngd fjórum sinn- um líklegri til að upplifa hamlandi fæðuviðhorf (95% CI 3,07-5,20) borið saman við þær sem voru sáttar við eigin líkamsþyngd. Ekki var munur á algengi fæðuhamlandi viðhorfa eftir hjúskaparstöðu né menntun kvenna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.