Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 347 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R settu flugmennirnir aðallega fyrir sig að það væri ekki sérstakir búningsklefar fyrir konur og takmörkuð snyrtiaðstaða í þyrlunum. Það reyndist svo ekkert vanda- mál og þetta gekk alveg ljómandi vel allt saman.“ Að sögn Ólafs var það stundum álita- mál hvenær teldist fært að sækja slasaða eða sjúka og fyrir kom að slík mál rötuðu í fjölmiðlana. „Ákvörðun um þetta var og er enn tekin af lækninum á vakt, hvort sjúkdómurinn eða slysið er þess eðlis að fara þurfi á þyrlunni eða ekki og síðan er það flugstjórans að ákveða hvort fært væri vegna veðurs eða langdrægis vélanna. Einu sinni fór slíkt mál fyrir dómstóla. Það kom líka fyrir að við vorum skammaðir fyrir að fara þegar það þótti óþarft. Reynd- ar er ástæða til að taka það fram að nokk- uð löngu áður en ungu læknarnir stofn- uðu þyrlusveitina hafði Sigurður Steinar Ketilsson skipherra samband við mig og óskaði eftir ráðleggingum um hvaða búnað væri best að hafa í sjúkratösku þyrlunnar. Samstarfið milli spítalans og gæslunnar átti sér því talsverða sögu og gerði þetta allt auðveldara í vöfum þegar þyrlusveitin var stofnuð. Það voru í raun- inni allir sammála um mikilvægi þess og allur þessi tími og samskipti við lækna og flugmenn og aðra var hinn ánægjulegasti í alla staði.“ Höfðu áhyggjur af fataskiptum og pissuferðum „Ég hafði mikinn áhuga á hvers kyns bráðameðferð og var í námsstöðu á svæfinga- og gjörgæsludeildinni hjá Ólafi Jónssyni,“ segir Alma Möller fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítal- ans. „Ég hafði líka verið deildarlæknir á lyflækningadeild og tekið vaktir í eitt og hálft ár á neyðarbílnum þannig að ég var komin með talsverða reynslu af bráðalækningum. Ólafur stakk upp á því við mig að ég færi á þyrluvaktina og mér fannst það mjög spennandi. Það hafði hins vegar engin kona verið í þyrlusveitinni svo það var sko ekki sjálfgefið að ég kæmist í þetta þó Ólafur væri því mjög meðmæltur. Þetta voru náttúrlega allt karlar og þeir höfðu meðal annars áhyggjur af praktísk- um atriðum eins og fataskiptum og pissu- ferðum. Menn höfðu einnig áhyggjur af því hvort líkamlegir burðir mundu nægja, til dæmis í sigi og að læknir gæti þurft að taka þátt í að bera sjúkling. Ég brást við því með að þjálfa vel í ræktinni og ekkert af þessu varð nokkru sinni vandamál. Landhelgisgæslumennirnir urðu allir miklir vinir mínir og eru það enn í dag. Svo bættust fleiri konur í þennan hóp og það hefur alltaf gengið ljómandi vel enda enginn munur á því hvort læknirinn er karl eða kona.“ Alma segir margt minnisstætt úr ferðunum með þyrlunni og hún kveðst hafa búið að þessari þjálfun alla tíð, maður náði úr sér „akúthrollinum“ fyrir lífstíð. Undir það taka reyndar bæði Guðmundur og Jón Baldursson sem gerði reyndar gott betur og hélt utan til Bandaríkjanna og lagði fyrir sig bráðalækningar sem sér- grein og hefur verið einn helsti lærimeist- ari unglækna á bráðadeild Borgarspítalans og síðar Landspítalans. „Þetta voru oft langar ferðir en æf- ingarnar voru ekki síður skemmtilegar þar sem við fengum þjálfun í að síga niður í skip og fjalllendi og þar var Sigurður Stein- ar Ketilsson okkar helsti lærimeistari. Ég seig síðan niður í bæði togara á hafi úti og smábáta í haugasjó. Fyrsta vaktin mín var nokkuð litrík því hún hófst með því að við fórum hringferð um landið til að taka þátt í sjómannadagshátíðahöldum og þar sýndi ég sig úr þyrlunni ofan í bát og upplifði mig einsog sirkusdömu. Á leiðinni til baka kom útkall um alvarlegt slys í Hrútafirði og stuttu eftir að við vorum komin aftur í loftið með hinn slasaða kom annað útkall vegna alvarlega veiks barns á Akranesi. Við stungum okkur niður þar svo ég kom með tvo sjúklinga á Borgarspítalann úr þessari ferð,“ segir Alma. „Þetta voru oft langar ferðir en æfingarnar voru ekki síður skemmtilegar þar sem við fengum þjálfun í að síga niður í skip og fjalllendi og þar var Sigurður Steinar Ketilsson skipherra okkar helsti lærimeistari,“ segir Alma Möller. Myndina tók Gunnar V. Andrésson fyrir DV 20. sept- ember 1991 af Ölmu D. Möller þyrlulækni hjá Land- helgisgæslu Íslands við vinnu, sigið niður í varðskipið Tý. Þyrla gæslunnar er TF Sif. Í ferðinni voru líka Helga Magnúsdóttir þyrlulæknir og Árni Jónsson stýrimaður og spilmaður, Benóný Ásgrímsson flugstjóri og Pétur Steinþórsson flugmaður.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.