Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 30
346 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R lausu, stundum tekið héraðslækni með en ég var mjög áfram um að þetta yrði fært í ákveðnari farveg og læknarnir fengju þjálfun með áhöfn þyrlunnar og væru bet- ur undirbúnir fyrir þau verkefni sem út- kallið krefðist. Það skemmtilega við þetta samtal var að meðan á því stóð kom Óskar Einarsson inn á skrifstofuna og var fljótur að átta sig á um hvað símtalið snerist og þegar ég lagði á horfðum við hvor á annan og hann sagði: Væri það ekki æðislegt? Og með það spruttum við uppúr stólunum, tveir galvaskir unglæknar, örkuðum eftir ganginum og knúðum dyra hjá þáverandi formanni læknaráðs Borgarspítalans, Ólafi Þ. Jónssyni svæfingalækni. Það kom okkur verulega á óvart að við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sannfæra hann en þá höfðum við ekki hugmynd um að hann hafði um árabil verið mikill áhugamaður um sjúkraflug og bráðaþjónustu og hafði heilmikla reynslu af slíku. Ólafur reyndist okkur svo betri en enginn því hann tók þetta mál strax upp á arma sína, gerðist eins konar verndari þyrluvaktarinnar og þar með varð þetta uppátæki okkar aldrei umdeilt að ráði innan spítalans því Ólafur naut mikillar virðingar og það var gríðarlegur styrkur að því að hafa hann sem bakhjarl. Við fengum síðan þrjá aðra unglækna í lið með okkur, Guðmund Björnsson síðar endurhæfingarlækni, Ara Halldórsson síðar skurðlækni og Felix Valsson síðar gjörgæslu- og svæfingalækni sem enn er að fljúga með gæslunni. Ari og Felix hurfu til framhaldsnáms erlendis ekki löngu eftir að við stofnuðum vaktina og í þeirra stað bættust í hópinn Stefán Carlsson bæklunarlæknir, Grétar Ottó Róbertsson síðar bæklunarlæknir og Arn- aldur Valgarðsson svæfingalæknir en hann átti eftir að fljúga í mörg ár og reyn- ast klettur í þessu starfi. Við stofnuðum til þyrluvaktar lækna sem tilraunaverkefnis til að sjá hvort þörf væri á slíkri vakt og hversu gagnlegur læknir væri við þessar aðstæður. Enginn okkar var fyrirfram viss um hvað úr þessu yrði og við gengum að þessu með opnum huga. Fljótlega rákum við okkur á að verkefnin voru sum hver mjög erfið og krefjandi en þau voru fá um veturinn og fram á vorið. Um sumarið helltust út- köllin yfir, mestmegnis slys bæði á sjó og landi, en það kom Landhelgisgæslunni á óvart hversu mörg útköll voru á þurru landi. Eftir þetta sumar velktumst við ekki lengur í vafa um þörfina á læknavakt við þyrluna og fórum þá að róa að því öllum árum að fá vaktina setta formlega upp. Þó að við hefðum notið velvildar spítal- ans frá upphafi vorum við gagnrýndir af sumum fyrir að vinna læknisstörf frítt en það útskýrðum við með því að þetta væri rannsóknarverkefni og þessu yrði ekki haldið áfram þannig til langframa. Síðan gerðist þetta slys um haustið sem Guð- mundur nefndi og það reið baggamuninn. Þyrluvaktin var sett á fjárlög frá og með áramótum 1986-1987.“ Allir voru sammála um mikilvægi málsins Ólafur Þ. Jónsson var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Borgarspítalans þegar þyrlusveitin var að fæðast og hann hafði mikinn áhuga á og persónulega reynslu af sjúkraflugi og gerði sér góða grein fyrir mikilvægi þess. „Ég hafði í mörg ár þarna á undan farið í mörg sjúkraflug, bæði innanlands og til Grænlands, með flugvélum og þyrlum, en það var ekkert fast form á þessu og það var því sannarlega tímabært þegar þessir ungu menn komu á minn fund og lýstu áhuga sínum á því að gerast sjálfboðaliðar og stofna þyrlusveit lækna. Ári síðar, eða í febrúar 1987, var gerður samningur milli Borgarspítalans og Landhelgisgæslunnar um hvernig þessar tvær stofnanir samein- uðust um sjúkraflugið. Í samningnum var grein þar sem sagði að spítalinn skipaði læknisfræðilegan stjórnanda. Forstjóri spítalans fól mér þetta starf. Samningurinn var í fyrstu til 5 ára en var síðan endurnýjaður árlega eftir það. Ég var læknisfræðilegur stjórnandi þyrlusveitarinnar allt til þess að spítal- arnir voru sameinaðir. Í starfinu fólst að ræða við þá lækna sem óskuðu eftir því að komast í þyrlusveitina og hvort eitthvað gæti komið í veg fyrir þátttöku þeirra í sveitinni. Haldnir voru reglulegir fund- ir með áhöfn þyrlunnar og læknanna í þyrlusveitinni þar sem farið var vandlega yfir allt sem sneri að útköllunum og verk- efnunum. Þetta var nú í hnotskurn það sem sneri að mér varðandi þyrlusveitina meðan ég hafði afskipti af henni. Yfirleitt voru þetta ungir læknar sem höfðu ekki hafið sérfræðinám en höfðu talsverða reynslu sem deildarlæknar. Seinna komu oft sérfræðimenntaðir læknar í sveitina.“ Ólafur rifjar upp að það hafi ekki geng- ið snurðulaust fyrir sig þegar ungar konur í læknastétt óskuðu eftir því að komast í þyrlusveitina. „Þetta hafði verið karlaveldi fram að því að Alma Möller kom til liðs við sveitina og hún sýndi strax að konur voru alveg jafn færar um þetta og karlarn- ir. Reyndar efaðist enginn um það heldur „Ég var læknisfræðilegur stjórnandi þyrlusveitarinnar allt til þess að spítalarnir voru sam- einaðir,“ segir Ólafur Þ. Jónsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.