Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 28
344 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Í febrúar síðastliðnum voru 30 ár síðan
5 ungir læknar stofnuðu sjálfboðaliða-
sveit við björgunarsveitarþyrlu Land-
helgisgæslunnar. Málið átti sér nokkurn
aðdraganda sem sjaldan hefur verið rifj-
aður upp og því þótti Læknablaðinu við
hæfi að ræða við nokkra af stofnendum
sveitarinnar ásamt læknisfræðilegum
stjórnanda hennar og fyrstu konuna sem
starfaði með sveitinni.
Jón Baldursson og Guðmundur Björnsson
voru í hópnum sem stofnaði þyrluvakt
lækna í ársbyrjun 1986. Ásamt þeim voru
Felix Valsson, Óskar Einarsson og Ari
Halldórsson í upprunalega hópnum en
fljótlega bættust fleiri við og mannaskipti
voru nokkuð ör þar sem allir voru þeir
deildarlæknar og á leið utan í sérnám.
Ólafur Þ. Jónsson svæfingalæknir sem þá
var formaður læknaráðs Borgarspítalans
og síðar yfirlæknir á gjörgæsludeild spít-
alans tók að sér læknisfræðilega stjórn
þyrluvaktarinnar – og er gjarnan kallaður
guðfaðir þyrluvaktarinnar – segir að þrátt
fyrir ungan aldur hafi þetta allt verið
læknar með góða og fjölbreytta reynslu:
„Þeir voru búnir að starfa á ýmsum
deildum spítalans í allt að fjögur ár sum-
ir hverjir. Það var heldur enginn tekinn
beint inn í sveitina eftir læknapróf, menn
urðu að fá nokkra reynslu áður en það gat
orðið.“
Á sloppnum út í óvissuna
Guðmundur Björnsson lýsir aðdraganda
þess að nokkrir áhugasamir ungir læknar
tóku sig saman og stofnuðu þyrluvaktina,
þeim hafi fundist nauðsynlegt að koma
meira skipulagi á útköllin og vera betur
undirbúnir þegar kallið kæmi. „Stundum
lenti þyrlan bara hérna við spítalann eða
læknirinn var sóttur af lögreglunni og
keyrður með forgangsljósum út á flugvöll.
Það var þá tilviljun háð hvaða læknir fór
með. Við vissum varla hvers eðlis útkallið
væri eða hvaða búnað ætti að taka með.
Það voru dæmi um að menn fóru bara á
klossunum og hvíta sloppnum út í óviss-
una. Umræðan á meðal okkar læknanna
spannst talsvert um þetta og Ólafur Þ.
Jónsson yfirlæknir var mikill áhugamaður
um sjúkraflug og Jón Baldursson hafði
einnig talsverða reynslu í gegnum starf
sitt með Hjálparsveit skáta. Þetta varð
allt til þess að haustið 1985 ákváðum við
að reyna að setja saman hóp og búa til
vaktaskipulag og í kjölfar þessa ræddum
við málið við stjórn spítalans því við
þurftum að fá leyfi til að sinna útköllum
á vinnutíma. Þetta var aukakostnaður
fyrir spítalann og við fórum því á fund
fjárveitinganefndar Alþingis og óskuðum
eftir sérstakri fjárveitingu til að standa
undir kostnaði við þyrluvaktina. Okkur
var ágætlega tekið og hugmyndin þótti
góð en það komu engir peningar út úr
þessum samtölum. Við ræddum við fjöl-
marga aðila og samtök sem áttu hagsmuna
að gæta en árangurs í formi peninga. Við
þóttumst sjá af þessu að við þyrftum bara
að byrja og sannfæra fjárveitingavaldið
um nauðsyn þess að halda úti þyrluvakt
lækna. Við gerðum þetta allt í mjög nánu
og góðu samstarfi við Landhelgisgæsluna
enda gerðu menn þar sér fulla grein fyrir
mikilvægi okkar læknanna. Gæslan sá um
búnaðinn að miklu leyti og spítalinn lagði
einnig til ýmislegt og í byrjun árs 1986
hófust æfingar okkar með Gæslunni en frá
upphafi var læknirinn hluti af áhöfn þyrl-
unnar og við því skyldaðir til að taka þátt
í björgunaræfingum með þeim. Það var
mjög gagnlegt.
Niðurstaðan af þessu öllu var að
við mönnuðum sólarhringsvakt lækna
utan okkar vinnutíma á spítalanum og
ákváðum að láta á þetta reyna í eitt ár.
Þetta hófst svo formlega þann 20. febrúar
1986. Fljótlega eftir það komu útköll og
þá slípaðist ákvarðanatakan með hvort
læknir ætti að fara með í útkallið eða ekki
og flugstjórinn tók að sjálfsögðu loka-
ákvörðun um hvort væri flugfært vegna
ÞYRLUVAKT LÆKNA
30 ár síðan
þau fóru
í loftið