Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2016/102 333
R A N N S Ó K N
Fram til þessa hafa engar rannsóknir hérlendis beinst að
hamlandi viðhorfum til mataræðis meðal fullorðinna Íslendinga,
samkvæmt bestu vitund höfunda, en þó er vitað um nýlega rann-
sókn sem sýndi samband milli efnishyggju og líkamsímyndar hjá
ungum konum og körlum.17
Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi hamlandi
viðhorfs til eigin mataræðis hjá fullorðnum Íslendingum, skoðað
eftir kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun, sátt við eigin líkams-
þyngd og líkamsþyngdarstuðli.
Efniviður og aðferðir
Gögn þessarar þversniðsrannsóknar byggja á könnun Embættis
landlæknis, Heilsa og líðan Íslendinga, frá árinu 2007.18 Spurninga-
könnun var lögð fyrir um um 10.000 karla og konur á aldrinum
18-79 ára, sem voru valin með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá
árið 2007. Þar af svöruðu 5909 einstaklingar (um 60%), 3125 konur
og 2784 karlar.19 Aflað var leyfis Vísindasiðanefndar og Persónu-
verndar. Númer leyfis frá Vísindasiðanefnd er 07-081.19
Viðhorf til mataræðis
Í könnuninni Heilsa og líðan voru 8 spurningar um viðhorf til
mataræðis, hver með 5 svarmöguleikum. Spurningarnar byggja
á nokkrum kvörðum, til að mynda á spurningalista Ranson og
fleiri. The Minnesota eating behavior survey, eða MEBS-skalanum.20
Sá kvarði er samsettur úr nokkrum kvörðum og var þróaður
til að skima fyrir óheilbrigðum viðhorfum til mataræðis og
fæðuhegðunar í almennu þýði fólks á mismunandi aldri. Annar
kvarði sem spurningarnar byggja að hluta til á er EAT-26 kvarðinn
(Eating attitude test) sem er mælikvarði á viðhorf til mataræðis og
hvort um átröskun sé að ræða.21, 22
Í þessari rannsókn var notast við 5 spurningar sem voru taldar
varpa ljósi á hamlandi viðhorf til eigin mataræðis og jafnvel tengj-
ast hugsanlegum einkennum um átröskun.9, 10 Spurningarnar voru
þessar: a) ég fæ samviskubit ef ég borða sætindi, b) ég er sátt/ur við eigin
matarvenjur, c) ég er hrædd/ur um að geta ekki hætt að borða þegar ég
byrja á annað borð, d) mér líður vel eftir að hafa borðað góðan mat, e) mér
finnst ég þurfa að hafa stjórn á því hvað ég borða. Svarmöguleikar við
Tafla I. Upplýsingar um þátttakendur í Heilsa og líðan (N=5861).
N (%) Konur (%) Karlar (%) P-gildi
Aldursflokkar 5861 3121 2740 <0,001
18-29 804 (13,7) 469 (15,0) 335 (12,2)
30-39 878 (15,0) 492 (15,8) 386 (14,1)
40-49 991 (16,9) 552 (17,7) 439 (16,0)
50-59 1046 (17,8) 537 (17,2) 509 (18,6)
60-69 1078 (18,4) 526 (16,8) 552 (20,1)
70+ 1064 (18,1) 545 (17,5) 519 (18,9)
Hjúskaparstaða 5827 3106 2721 <0,001
Einhleyp/ur eða fráskilin/n, ekkja/ekkill 1239 (21,3) 741 (23,9) 498 (18,3)
Í föstu sambandi en ekki sambúð, í sambúð, gift/ur 4588 (78,7) 2365 (76,1) 2223 (81,7)
Menntun 4997 2760 2237 <0,001
Grunnskóli 2327 (46,6) 1374 (49,8) 953 (42,6)
Framhaldsnám 1558 (31,2) 713 (25,8) 845 (37,8)
Háskóli 1112 (22,2) 673 (24,4) 439 (19,6)
Líkamsþyngdarstuðull 5670 2998 2672 <0,001
≤18,5-24,9 2049 (36,1) 1253 (41,8) 796 (29,8)
25-29,9 2366 (41,7) 1042 (34,8) 1324 (49,5)
≥30 1255 (22,1) 703 (23,4) 552 (20,7)
Sátt við eigin líkamsþyngd 5794 3090 2704 <0,001
Sátt/ur við eigin líkamsþyngd 3337 (57,6) 1560 (50,5) 1777 (65,7)
Ósátt/ur við eigin líkamsþyngd 2457 (42,4) 1530 (49,5) 927 (34,3)
Tafla II. Spurningar og svör um viðhorf til eigin mataræðis.
N Jákvætt svar n (%)
Ég fæ samviskubit þegar ég borða sætindi 5653 1581 (28,0)
Ég er hrædd/ur um að geta ekki hætt að
borða þegar ég byrja á annað borð
5595 502 (9,0)
Mér finnst ég þurfa að hafa stjórn á því
hvað ég borða
5655 2926 (51,7)
N Neikvætt svar n (%)
Ég er sátt/ur við eigin matarvenjur 5700 2283 (40,0)
Mér líður vel eftir að hafa borðað góðan mat 5745 597 (10,4)
Sameinað – hamlandi fæðuviðhorf (3-5 stig) 5451 931 (17,1)