Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2016/102 339 Tilfelli Átján ára hraust stúlka var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hún hafði fund- ist heima hjá sér sofandi að degi til þegar hún átti að vera að passa unga systur sína. Hún reyndist vera vanáttuð og með nýja áverka á andliti. Hún mundi ekki hvað hafði gerst þennan dag né dagana á undan. Hún kvartaði um ógleði og höfuðverk en engin merki voru um uppköst, þvag/hægðamissi eða bitsár í munni. Lífsmörk, blóðhagur, blóðsölt, blóðsykur, hjartalínurit og tölvusneiðmynd af höfði voru eðlileg. Hún hafði borðað vel kvöldið áður og um morguninn og ekki hafði borið á óeðlilegri hegðun þá. Hún sagðist ekki taka nein lyf. Síriti yfir nótt sýndi ekki hjartsláttartrufl- anir. Heilalínurit (EEG) sýndi hægar bylgjur frá báðum heilahvelum sem talið var syfjutengt eða eftirköst eft- ir flog (postictal). Talið var að hún hefði fallið í yfirlið og hugsanlega fengið heilahristing við fallið sem gæti skýrt minnisleysi undanfarins sólarhrings. Viku síðar kom sjúklingur aftur á slysadeild, þá fjarræn og hæg í atferli. Hún hafði borðað vel í hádeg- inu og lagt sig í kjölfarið. Tveimur klukkustundum síð- ar sá aðstandandi að hún horfði stjörf fram fyrir sig og ekki náðist samband við hana. Því var lýst þannig að hún hefði ekki verið með kippi en að það hefði örlað á skjálfta í höndum og var hún þvöl af svita og hafði misst þvag. Taugaskoðun á slysadeild var ómarkverð. Lífsmörk og blóðhagur voru eðlileg við komu en blóð- sykur mældist 1,3 mmól/L (4,0-6,0 mmól/L). Hún var meðhöndluð með glúkósalausn í æð á slysadeild og leið fljótlega betur. Insúlínmagn í blóði mældist 27,8 pmól/L 18 ára hraust stúlka kom endurtekið á slysadeild á 6 vikna tímabili vegna krampakasta. Engin fyrri saga var um flogaveiki og hún tók engin lyf. Myndrannsóknir og heilalínurit bentu ekki til flogaveiki. Hún mældist með lækkaðan blóðsykur í tvígang á slysadeild, 1,3 mmól/L og 1,7 mmól/L (4,0-6,0 mmól/L). Vaknaði þá grunur um insúlínmyndandi æxli. Gerð var víðtæk leit að æxlisvexti sem bar engan árangur. Var hún því send erlendis í frekari uppvinnslu, meðal annars í jáeindaskanna og sérhæfða æða- myndatöku. Hún var að lokum greind með nesidioblastosis. Hér verður fjallað um sjúkratilfellið auk yfirferðar um þennan sjaldgæfa sjúkdóm og uppvinnslu á honum. ÁGRIP á sama tíma og blóðsykur var lágur en insúlínmæling sem er ≥18 pmól/L samtímis sykurfalli gefur til kynna að um umframmagn insúlíns sé að ræða. Sökum þess að sjúklingur neitaði staðfastlega að hún tæki sykur- sýkislyf var talið að um innræna insúlín-offramleiðslu (endogenous hyperinsulinism) væri að ræða.1 Vegna þessa vaknaði grunur um að hún gæti verið með insúlínæxli (insulinoma). Blóðgildi kortisóls, kalsíums, parathyroid- hormóns, TSH og frítt T4 var eðlilegt. Ennfremur voru lifrar- og nýrnaprufur eðlilegar. Segulómun af höfði var eðlileg. Skimun fyrir MCADD-erfðagalla (Medium-chain acyl-CoA dehydro- genase deficiency) reyndist neikvæð. Í mismunagrein- ingu var vöðvakippaflog ungmenna (juvenile myoclonic epilepsy, JME) en slíkt lýsir sér með krömpum en eðli- legu vöku-EEG og eðlilegri segulómun. Endurtekið EEG og svefn-EEG var gert og var það eðlilegt. Hafin var meðferð með flogaveikislyfinu Levetiracetam (Zelta), þar sem sjúklingurinn hafði fengið sitt fjórða alflog á 6 vikna tímabili. Við fimmtu komu á slysa- deild eftir krampa 7 vikum síðar mældist blóðsykur á ný mjög lágur, aðeins 1,7 mmól/L. Sjúklingurinn fékk blóðsykurmæli með sér heim og staðfesti þar endurtek- in blóðsykurföll bæði fyrir og eftir máltíðir. Sveltipróf með 72 klukkustunda föstu var gert vegna endurtekinna blóðsykursfalla. Þegar tæplega 24 klukkustundir voru liðnar af sveltiprófi fékk sjúk- lingurinn krampa. Á þeim tímapunkti mældist glúkósi 1,3 mmól/L, insúlín mældist 50,0 pmól/L og C-pept- íð mældist 0,2nmól/L (insúlín ≥18 pmól/L, C-peptíð Greinin barst 14. desember 2015, samþykkt til birtingar 7. apríl 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Endurtekin krampaköst hjá ungri konu – sjúkratilfelli Guðrún Mist Gunnarsdóttir1 kandídat, Arna Guðmundsdóttir1 læknir, Per Hellman2 læknir, Peter Stålberg2 læknir 1Landspítala, 2háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóð. Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.0708.92 Fyrirspurnir: Guðrún Mist Gunnarsdóttir, gudrunmi@landspitali.is S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.