Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 14
330 LÆKNAblaðið 2016/102 meðgöngu í þeirri rannsókn fjölgaði jákvæðum DAT- prófum ný- bura umtalsvert og var skýringin talin óvirkur flutningur anti-D mótefnis yfir fylgju til fósturs.17 Áhugavert var að yfir 20% mæðra nýbura með jákvætt DAT- próf vegna rauðkornamótefna annarra en anti-A/-B höfðu fengið blóðgjöf fyrir meðgöngu en aðeins tæp 5% mæðra annarra barna í rannsókninni. Þetta kemur heim og saman við þá staðreynd að þótt parað sé fyrir helstu mótefnisvökum við blóðgjöf getur næm- ing fyrir öðrum mótefnisvökum átt sér stað.18 Anti-Kell (K) er sér- stakt í þessu samhengi en bandarísk rannsókn sýndi að 2/3 kvenna með það mótefni höfðu sögu um fyrri blóðgjöf.19 Í okkar rannsókn hafði aðeins ein af fjórum konum með Kell-mótefni sögu um blóð- gjöf, en lægra hlutfall má skýra með því að hér á landi er konum á barneignaraldri gefið Kell-neikvætt blóð samkvæmt verklagi Blóð- bankans. Í ljósi þessara niðurstaðna má velta því fyrir sér hvort rétt væri að gefa konum á barneignaraldri rauðkornaeiningar sem væru samræmanlegar hvað varðar fleiri mótefnavaka til þess að forðast næmingu gegn þeim. Af þeim nýburum sem voru með jákvætt DAT vegna anti-A fengu 45,2% meðferð en marktækt hærra hlutfall þeirra sem voru með anti-B, eða 62,9%. Af þeim börnum sem fengu blóðskipti var eitt tilfelli vegna anti-A en tvö vegna anti-B þó svo að 3,5 sinnum fleiri tilfelli ABO-blóðflokkamisræmis hafi greinst hjá börnum í blóðflokki A. Þetta bendir til þess að anti-B mótefni hafi almennt alvarlegri afleiðingar í för með sér en anti-A og samrýmist sú ályktun niðurstöðum annarra rannsókna.20 Nýburar mæðra með rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B fengu marktækt lengri ljósa- meðferð en aðrir nýburar. Þessi börn voru 80,0% þeirra sem fengu blóðgjöf og 62,5% þeirra sem fóru í blóðskipti, þrátt fyrir að vera aðeins 20,4% alls rannsóknarhópsins. Þetta er í samræmi við þá al- mennu skoðun að ABO-blóðflokkamisræmi valdi vægari tilfellum af FNB samanborið við önnur rauðkornamótefni.5, 21 Athygli vekur að af þeim 8 nýburum sem þurftu blóðskipti var jákvætt DAT í þremur tilfellum vegna ABO-blóðflokkamisræmis, en eins og áður hefur komið fram er almennt talið að anti-A og anti-B mótefni valdi vægari FNB en Rhesus-mótefni. Hjá þess- um þremur börnum var DAT ekki gert fyrr en við 1-3 daga ald- ur en ekki við fæðingu. Hefði DAT verið gert strax eftir fæðingu og hækkun á bilirúbíngildum nýburans greinst í kjölfarið, hefði ljósa meðferð getað hafist fyrr og hugsanlega hefði verið komist hjá blóðskiptameðferð. Þetta styður þá hugmynd að gera eigi DAT á naflastrengsblóði barna allra kvenna í O-blóðflokki líkt og tíðk- ast í sumum löndum.22,23 Kanadísk rannsókn birt 2006 benti til hárrar tíðni endurinnlagna nýbura vegna gulu og alvarlegs FNB, oftast vegna ABO-misræmis, og að þörf væri á aðgerðum til þess að bæta tímanlega greiningu nýburagulu.24 Hins vegar er notkun DAT-prófs á naflastrengsblóði sem skimtæki hjá öllum mæðrum í O-blóðflokki ekki óumdeild þar sem þessi aðferð hefur takmarkað forspárgildi fyrir FNB og hefur kostnað í för með sér.25 Þó er mik- ilvægt að koma upp skilvirku kerfi til þess að spá fyrir um og/eða greina snemma nýburagulu af völdum blóðrofs þar sem mæður og nýburar eru að jafnaði útskrifuð af fæðingardeild innan við sólar- hring frá fæðingu og erfitt getur verið að greina gulu út frá húðlit barnsins eftir útskrift. R A N N S Ó K N Eftir að farið var að nota ljósameðferð í auknum mæli hefur blóðskiptameðferðum fækkað til muna og hafa blóðskipti ekki verið gerð á nýbura hér á landi síðan árið 2009. Hugsanleg skýring er bætt eftirlit á meðgöngu og tímanlegt inngrip ef merki eru um alvarlegt blóðrof. Enn fremur tíðkaðist áður fyrr að meðhöndla börn með alvarlegt blóðrof frekar með blóðskiptum en ljósum, því blóðskipti minnkuðu áframhaldandi blóðrof og þar með lík- ur á því að börnin þyrftu blóðgjöf síðar. Hin seinni ár hafa börn með alvarlegt blóðrof hins vegar fremur verið meðhöndluð með kröftugri ljósameðferð og þannig reynt að forðast blóðskipti. Aðr- ir meðferðarkostir en blóðskipti hafa verið reyndir, og rannsóknir hafa sýnt að fyrirbyggjandi ónæmisglóbúlínmeðferð hjá nýbur- um með FNB getur dregið úr lengd ljósameðferðar og sjúkrahús- dvalar, þó ekki hafi verið sýnt fram á að slík meðferð dragi úr þörf á blóðskiptameðferð.26, 27 Einn nýburi með FNB hefur verið meðhöndlaður með háskammta ónæmisglóbúlíni á Íslandi svo vitað sé. Þó fækkun blóðskipta sé vissulega jákvæð þróun leiðir hún óhjákvæmilega af sér færri tækifæri til þjálfunar starfsfólks Landspítala í framkvæmd blóðskipta. Með minnkandi reynslu eykst áhættan við meðferð og einnig er hugsanlegt að læknar veigri sér við að beita henni. Ekki eru til íslenskar klínískar leið- beiningar um blóðskiptameðferð nýbura en erlendar leiðbein- ingar eru hafðar til hliðsjónar. Gagnlegt væri að útbúa klínískar leiðbeiningar sem taka mið af fyrri reynslu, aðstæðum og öðrum verklagsreglum hér á landi. Niðurlag Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að meirihluti já- kvæðra DAT-prófa á árunum 2005-2012 var vegna ABO-blóð- flokkamisræmis og nánast helmingur þeirra barna þurfti með- ferð, þar af þrjú blóðskiptameðferð. Í ljósi þessara niðurstaðna er rétt að hugleiða hvort gera ætti DAT-próf á naflastrengssýnum ný- bura allra mæðra í blóðflokki O eða innleiða aðrar aðferðir til þess að greina nýburagulu snemma. Anti-D er algengara á meðgöngu hérlendis en víða erlendis þar sem reglubundin gjöf RhIg á með- göngu hefur verið innleidd. Stefnt er að innleiðingu á fyrirbyggj- andi gjöf RhIg á meðgöngu á Íslandi og verður gjöf RhIg stýrt með sameindaerfðafræðilegri greiningu á RhD blóðflokki fósturs með blóðsýni frá móður svo einungis RhD neikvæðar mæður sem ganga með RhD jákvæð fóstur fá RhIg. Blóðskiptameðferðir á nýburum vegna FNB voru fáar á rannsóknartímabilinu og má sennilega rekja það til bættrar greiningartækni, eftirlits og öfl- ugri ljósameðferðar. Gagnlegt væri að gera séríslenskar klínískar leiðbeiningar um eftirlit og meðferð nýbura sem eiga á hættu á að fá FNB. Þakkir Guðrún Svansdóttir forstöðunáttúrufræðingur í Blóðbankanum og annað starfsfólk Blóðbankans fá sérstakar þakkir fyrir aðstoð við upplýsingaöflun. Starfsfólk skjalageymslu Landspítala í Vest- urhlíð fær þakkir fyrir hjálp við leit að sjúkraskrám. Einnig fær Anna Haarde skrifstofustjóri á kvennadeild og starfsfólk kvenna- deildar kærar þakkir fyrir veitta aðstoð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.