Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 12
328 LÆKNAblaðið 2016/102 Í langflestum tilfellum (86,4%) var móðir barna í rannsókn- arhópi í O-blóðflokki (tafla II). Algengasta blóðflokkasamsetn- ingin var móðir í blóðflokki O sem gekk með barn í blóðflokki A (56,9%) en næstalgengast var móðir í flokki O sem gekk með barn í flokki B (15,4%). Í 53 tilfellum hafði ekki tekist að blóðflokka barn þegar DAT var gert og í tveimur tilvikum var blóðflokkur móður óþekktur. DAT á naflastrengssýni er staðalrannsókn hjá nýburum RhD-neikvæðra mæðra og mæðra með rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B á meðgöngu. Í rannsóknarhópnum var um helming- ur (51,4%) mæðranna RhD-neikvæður, tæpur þriðjungur (29,0%) mæðranna hafði þekkt rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B á meðgöngu en 16,2% voru bæði RhD-neikvæðar og með rauð- kornamótefni önnur en anti-A/-B. Hjá rúmum þriðjungi hópsins (35,3%) voru mæður hvorki RhD-neikvæðar né með þekkt rauð- kornamótefni önnur en anti-A/-B. Í langflestum tilfellum, alls 282 (73,6%), var líkleg orsök já- kvæðs DAT ABO-misræmi á milli móður og barns (tafla III). Í 78 (20,4%) tilfella var orsökin rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B hjá móður, hjá 15 (3,9%) var um að ræða bæði ABO-misræmi og rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B, en hjá 8 börnum, eða 2,1%, var orsök óþekkt. Í öllum þeim 15 tilfellum þar sem bæði var um ABO-misræmi og rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B að ræða var mótefnið með sértækni gegn Rhesus-mótefnavaka (10 með anti-D, 5 með anti-E). Í þeim tilfellum þar sem um anti-D, auk anti- -A/-B, var að ræða hafði móðir fengið fyrirbyggjandi RhIg á með- göngu. Í þeim tilfellum þar sem móðir myndaði bæði anti-A og anti-E var ýmist talið að jákvætt próf væri vegna anti-A (n=1) eða vegna anti-E (n=4). Þegar ABO-blóðflokkamisræmi olli jákvæðu DAT var algengast að móðir í blóðflokki O gengi með barn í blóð- flokki A, en sú var raunin í 203 (72,0%) tilfella. Í 59 (20,9%) tilfella var móðir í blóðflokki O og barn í blóðflokki B. Samtals var móðir í blóðflokki O í 98,2% allra tilfella þar sem jákvætt DAT stafaði af ABO-misræmi. Í þeim þremur tilfellum sem móðir var ekki í blóð- flokki O var barnið í blóðflokki AB. Rauðkornamótefni frá móður, önnur en anti-A/-B, voru orsök já- kvæðs DAT hjá 78 nýburum á tímabilinu. Tíu mæður áttu tvö börn í þessum hópi svo fjöldi mæðra með rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B var 68. Hjá 39 börnum greindist aðeins eitt mótefni hjá móður, hjá 32 greindust tvö mótefni, en þrjú eða fjögur mótefni greindust í 7 tilfellum. Þar sem eitt mótefni greindist var oftast um anti-D (n=24, 61,5%) að ræða en næstalgengasta staka mótefnið var anti-E (n=8, 20,5%) (mynd 1). Algengasta samsetning þegar um mótefni gegn tveimur mótefnavökum var að ræða var anti-c með anti-E (n=18), eða anti-c með anti-D (n=5), en aðrar samsetningar voru sjaldgæfari. Hjá 7 nýburum greindust þrjú eða fjögur mótefni í 6 mismunandi samsetningum, en anti-D var til staðar hjá öllum nema einu tilfelli. Af 68 mæðrum með rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B höfðu 15 (22,1%) fengið blóðgjöf fyrir meðgöngu. Mæður nýbura með jákvætt DAT af öðrum sökum (til dæmis ABO-mis- ræmi) höfðu marktækt sjaldnar fengið blóðgjöf fyrir meðgöngu, eða 13 af 276 konum (4,7%) (P<0,0001). Í 5 af 7 tilfellum (71,4%) þar sem fleiri en eitt rauðkornamótefni önnur en anti-A/-B greindust hafði móðir fengið blóðgjöf fyrir meðgöngu. Í engri meðgöngu í þessari rannsókn var framkvæmd blóð- gjöf til fósturs um naflastreng vegna teikna um alvarlegt blóð- rof. Nægilegar upplýsingar um meðferð nýbura voru til staðar fyrir 376 börn af 383 í rannsóknarhópnum en af þeim fengu 179 (47,6%) einhvers konar meðferð yfir rannsóknartímabilið (tafla IV). Hefðbundin meðferðarúrræði eru ljósameðferð, blóðgjöf og blóð- skipti. Algengasta meðferðin var ljósameðferð og var hún veitt 178 börnum (47,3%), en af þeim fengu þrjú börn til viðbótar blóðgjöf, R A N N S Ó K N Tafla III. Orsök jákvæðra DAT-prófa hjá nýburum árin 2005-2012. Ár Rauðkorna- mótefni gegn A eða B Önnur rauðkorna- mótefni en anti-A/-B Bæði anti-A/-B og önnur rauðkorna- mótefni Orsök óljós Heildar- fjöldi 2005 35 4 1 0 40 2006 32 11 4 2 49 2007 30 10 1 3 44 2008 41 12 3 0 56 2009 36 12 1 1 50 2010 41 14 1 1 57 2011 29 7 1 1 38 2012 38 8 3 0 49 Alls 282 78 15 8 383 Tafla IV. Meðhöndlun nýbura með jákvætt DAT-próf á rannsóknartímanum. Ár Ljósa- meðferð Blóð- gjöf Blóð- skipti Engin Hlutfall barna sem fékk meðferð (%) 2005 19 0 0 21 47,5 2006 24 1 1 24 50,0 2007 22 0 4 20 52,4 2008 27 1 1 29 48,2 2009 27 1 2 21 56,3 2010 30 1 0 27 52,6 2011 14 0 0 24 36,8 2012 15 1 0 31 34,0 Alls 178 5 8 197 47,6 Mynd 1. Sértækni rauðkornamótefna annarra en anti-A/-B þegar aðeins eitt mótefni var til staðar hjá móður nýbura með jákvætt DAT-próf.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.