Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 43
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 359 En því miður uppgötvast það oft ansi seint ef menn hafa „gleypt brunnklukku“. „Lifrarkrabbamein gefur venjulega ekki ákveðin einkenni á byrjunarstigum sjúkdóms, enda þarf upp undir 90% lifrarinnar að vera óstarfhæf til að lifrarbilun komi fram,“7 segir í Krabbameinum á Íslandi og Anton Helgi hefur upplýst að hann hafi lagt brunnklukkuljóðið í munn konu í fjöl- skyldu hans sem var komin með lifrarkrabbamein. Hann blandar með öðrum orðum saman þjóðtrú og sjúkdómslýsingu – og slær þannig að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi: Ljóðið miðlar á óhugnanlegan hátt tilfinningum konunnar af að óboðinn gestur hafi sest að í líkama hennar og dregur um leið fram („þú mátt hlæja“) viðbrögð ónefnds manns sem gerir sennilega lítið úr kenndum konunnar og finnst þær kjánalegar. Áhrifamáttur ljóðsins ræðst meðal annars af blönduninni en um leið má nota það sem dæmi um að læknum nægir ekki að hafa bara þekkingu á atómum og líkamsfræði þegar þeir hlusta á lýsingar á veikindum. Kannski þurfa þeir að vita allt milli himins og jarðar – en þó eflaust ekki síst að hrista af sér þá skeinuhættu hugmynd sem vísindabyltingin og framþróun vísinda á 19. og 20. öld hefur sennilega plantað í okkur öll: Að maðurinn geti skilið flest til fulls í krafti raunvísinda einna. Á síðustu 35 árum eða svo hefur afstaða til líkinga á Vestur- löndum gjörbreyst. Þeim fjölgar sem líta ekki á þær sem sérstakt fyrirbæri í skáldskap heldur eitt helsta einkenni mannlegrar hugsunar; aðferð mannsins til að gera hið ókunnuglega kunnug- legt; hið flókna einfalt og skiljanlegt og þó kannski ekki síst hið illbærilega bærilegt, til dæmis með því að fjarlægja sig því og horfa á það í öðru samhengi en fyrr.8 Þar með er hver maður að sínu leyti orðinn skáld – þó að hann hafi það ekki að aðalstarfi – og bókmenntahugsun manna orðin hversdagshugsun eins og annar höfundur blöndunarkenningarinnar, Mark Turner, heldur fram.9 Innan háskólasamfélaga leitast þó enn furðu margir við að forðast líkingar; þeir gera það oftast í nafni „hlutlægni vísind- anna“ og telja félaga sína sem bregða líkingum opinskátt fyrir sig bæði ófræðilega og skáldlega – en nota þær svo auðvitað hvað eftir annað sjálfir án þess að gera sér grein fyrir því.10 Það er því almennt brýnt að háskólafólk afli sér góðrar þekk- ingar á líkingum og hugarferlum sem virðast geta þær af sér. En læknar þurfa þó sennilega fremur en ýmsir raunvísindamenn aðrir að gera það af því að þeir fást við fólk, en ekki til dæmis „steypu og járn“ eins og brúarverkfræðingar Hallgríms Helga- sonar.11 Svo lengi sem heimildir herma hafa vestrænir menn hugsað og rætt um sjúkdóma með því að blanda ólíkum hugtök- um saman í líkingar: Það nægir að minna á refsingar guðanna, til dæmis plágurnar í öskju Pandóru. Þegar læknar hlusta á sjúkling lýsa veikindum sínum sem hann fellir gjarna í frásögn með ýmiss konar blöndun, þurfa þeir að geta greint hversdagshugsunina eða segjum bókmenntahugsunina sem lýsir af frásögninni, þar á meðal líkingarnar. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir á líkingamáli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna en ef hugað er að nýlegum erlendum rannsóknum á því efni virðist þrennt skipta mestu: Í fyrsta lagi má vera að meðal heilbrigðisstarfsmanna lifi einhverj- ar mýtur um líkingar sem þörf sé að endurskoða. Í öðru lagi virð- ast einhverjir þeirra sneiða hjá notkun tiltekinna líkinga.12 Í þriðja og síðasta lagi er svo að sjá sem sjúklingar hafi skýrar hugmyndir um hvernig þeir vilja að læknar tali en ekki er víst að þær hafi náð eyrum allra í læknastétt.13 Talið er að meðal algengustu líkinga sem menn grípa til þegar þeir ræða um sjúkdóma og sársauka séu ofbeldis- eða stríðslík- ingar og ferðalagslíkingar, en allt eru þetta hugtakslíkingar. Því hefur verið haldið fram að engu skipti hvort í hlut eiga „líkamleg- ir“ sjúkdómar eða „hugrænir“.14 Meðhöndlun á sjúkdómi er ein- faldlega blandað saman við ofbeldi og stríðsrekstur annars vegar eða ferðalag hins vegar. Því fylgja ýmsar samsvaranir eins og hér má sjá dæmi um: MEÐHÖNDLUN Á SJÚKDÓMI ER AÐ HEYJA STRÍÐ* • sjúkdómurinn er andstæðingur • líkaminn er orrustuvöllur • sýking er árás sjúkdómsins • lyfin eru vopn (og svo framvegis) AÐ FÁ K R ABBAMEIN ER AÐ FAR A Í FERÐALAG • stök meðferðarúrræði eru stakar ferðir • menn með sama sjúkdóm eru ferðafélagar • læknirinn er leiðsögumaður (og svo framvegis) Það er auðvitað tragíkómískur vitnisburður um tiltekna menn- ingu að menn hugsi um eigin líkama sem orrustuvöll – lyf sem drápstæki og sjúkdóm sem andstæðing í stríði. Sé slík hugsun útfærð frekar gefur hugtakablöndunin kost á álíka aðlaðandi mynd og „SKURÐLÆKNIRINN ER SLÁTRARI“, það er að segja: LÆKNIRINN ER HERSHÖFÐINGI; fyrir vikið getur maður séð hann fyrir sér gráan fyrir járnum, jafnvel í vissum tilvikum geng- ið svo langt að segja hann etja tilteknum manni í dauðann. Mynd 1. *Venja er að skrifa hugtakslíkingar sem þessa með hásteflingum. ALMENNT RÚM BLANDAÐ RÚM ÍLAGSRÚM 1 ÍLAGSRÚM 2 kvenkyn karlkyn móðir sonur Guðrún Ingólfur Fullyrðing: Ingólfur er sonur Guðrúnar Ingólfur er sonur Guðrúnar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.