Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 44
360 LÆKNAblaðið 2016/102
Sé sá þáttur stríðslíkinganna sem snýr að læknunum tvíbentur
er sömu sögu að segja um þann sem snýr að sjúklingum. Eins og
oft hefur verið bent á leggja slíkar líkingar gjarna megináherslu á
andstæðinginn, það er að segja sjúkdóminn en ekki manneskjuna
sjálfa, samhengið sem hún er í, veikindi hennar – og allt það sem
þessu fylgir. Ef sjúkdómur reynist ólæknandi kann sjúklingurinn
líka að kenna sjálfum sér um; svo ekki sé minnst á að stríðslík-
ingar fela í raun í sér að sjúklingurinn er í stríði við sjálfan sig
þar eð sjúkdómurinn er hluti af hans eigin kroppi.15
Vegna þessa hafa ýmsir talið að við meðferð sjúkdóma ætti
fremur að nota ferðalagslíkingar en stríðslíkingar; í opinberum
breskum gögnum eins og 2007 NHS Cancer Reform Strategy er
engin tilvísun í styrjaldir, orrustur eða bardaga. Þar er hins vegar
talað um krabbameinsferðalag og klínískar „leiðir“ í meðhöndl-
un.16 Málið er þó allt annað en einfalt. Mörgum finnst eflaust
notalegri tilhugsun að leggja upp í ferðalag en stríð svo ekki sé
talað um að kynnast ferðafélögum fremur en að vera í bland við
stórskotaliða. Kannski finnst líka einhverjum að hann geti ráðið
meiru um ferðalag en styrjaldarrekstur, til dæmis hafnað ein-
hverjum útsýnistúrum, það er að segja meðferðum sem leiðsögu-
maðurinn eða læknirinn stingur upp á. En það má hafa sömu orð
um sjúklinga og um Garðar Hólm í Brekkukotsannál, þeir „lenda í
ferðalögum“ en velja sér þau ekki.17
Málfræðingurinn Elina Semino stjórnaði nýlega rannsókn
þar sem greindar voru líkingar í stóru gagnasafni sem sótt var á
netið, annars vegar á vefsvæði þar sem krabbameinssjúklingar í
Bretlandi tala saman, hins vegar á áþekkt svæði fyrir heilbrigðis-
starfsmenn. Niðurstöðurnar voru skýrar: Ofbeldis- eða stríðslík-
ingar geta verið alveg jafn uppbyggilegar og ferðalagslíkingar
sem geta svo aftur verið óheppilegar ekki síður en stríðslíkingar.
Rannsóknin bendir semsé til að það sé mýta að önnur líkingin
sé heppilegri en hin.12 Og þá verður staða lækna síst auðveldari
en fyrr: Þeir geta ekki valið ákveðinn flokk líkinga fremur en annan
heldur verða þeir að fylgjast með hlutverki líkinganna á munni
sjúklingsins og bregðast við í samræmi við hvort þeim finnst
þær styrkja hann eða íþyngja honum. Það er semsé lykilatriði
að læknar átti sig á hvaða ramma líkingamálið setur hugsunum
um veikindin; hvaða atriði eru sett á oddinn, hverjum sleppt og
hvaða áhrif líkingarnar hafa.15
Rannsókn Semino og félaga leiddi líka í ljós að heilbrigðis-
starfsfólk notar ofbeldis- og ferðalagslíkingar miklu síður en
sjúklingar en aðrar líkingar jafnmikið og þeir. Skýringin er
kannski sú að ófáir læknar og hjúkrunarfólk geri sér þrátt fyrir
allt grein fyrir að blöndurnar sem rísa upp í þessum líkinga-
flokkum geta verið bæði jákvæðar og neikvæðar.12 En þar með er
ekki sagt að það séu rétt viðbrögð að sneiða hjá líkingunum. Svo
lengi sem þær gagnast sjúklingi virðist ástæða til að nota þær en
jafnbrýnt að kveða þær niður ef þær draga mátt úr honum, valda
samviskubiti og svo framvegis. Þessutan væri kannski ráð að
spyrja: Af hverju berjast menn sífellt við krabbamein en ekki til
dæmis hjartaáfall? Er það sjálft heitið krabbamein sem vekur upp
vígahug í mönnum? Og ef svo er, væri þá ástæða til að breyta því
alveg eins og heiti „blóðeitrunarinnar“ gömlu. Orðið „krabba-
mein“ var mönnum tungutamt strax á 18. öld ef marka má
ALMENNT RÚM
BLANDAÐ RÚM
ÍLAGSRÚM 1 ÍLAGSRÚM 2
gerandi
sá sem gengst undir
beitt áhald
vinnurými
verklag
(Markmið, Aðferðir)
Hlutverk: skurðlæknir
Samsemd skurðlæknis
Hlutverk: sjúklingur (manneskja)
Samsemd sjúklings
Skurðhnífur
Skurðstofa
Markmið: lækning
Aðferð: uppskurður
Hlutverk: slátrari
Hlutverk: vara (dýr)
Kjötsax
Sláturhús
Markmið: að skera kjöt
Aðferð: slátrun
Net blöndunar/hugtakasamþættingar: Skurðlæknirinn er slátrari.
Samsemd skurðlæknis – Hlutverk: slátrari
Samsemd sjúklings – Hlutverk: sjúklingur (manneskja)
Kjötsax? Skurðhnífur? (Ótilgreint)
skurðstofa
Markmið: lækning Aðferð: slátrun
Vanhæ
Mynd 2. Tekið skal fram að það er orðið identity sem þýtt er á teikningunni með "samsemd" svo sem venja er í rökfræði. Teikningin og útfærsla blöndunarinnar tekur mið af fram-
setningu hjá Grady, Oakley og Coulson. "Blending and Metaphor", Metaphor in Cognitive Linguistics: Selected Papers from the 5th International Cognitive Linguistics Conference,
Amsterdam, 1997. John Benjamins Publishing, 1999.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Net blöndunar/hugtakasamþættingar: SKURÐLÆKNIRINN ER SLÁTRARI.