Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 34
350 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Eyjólfur Þorkelsson heimilislæknir og starfar á Skáni eyjolfur.thorkelsson@gmail.com Þrír menn blindir mættu fíl. Hinn fyrsti tók um einn fótlegginn og sagði: „Fíll- inn er digur og styrkur sem eikarbolur!“ Annar tók um eyrað og sagði: „Fíllinn er þunnur og blaktir sem sjal í vindi!“ Sá þriðji sem tók um ranann sagði: „Fíllinn er mjósleginn og iðar sem slanga!“ Svo rifust þeir um þetta fram eftir degi. Hver sagði sannleikann? Hver hafði rétt fyrir sér og hver rangt? Án orðskrúðs. Af yfirlæti Það er hvimleitt þegar fólk nálgast fílinn frá sínum litla vinkli og vill meina að ekki einungis sé þeirra skoðun rétt held- ur annarra skoðun og sjónarhorn rangt. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslu- fræðingur skrifar pistil í Stundina 25. maí sem hún vonast til að almenningur skilji. Háleitt markmið, vissulega. Þar stillir hún formanni fagfélags íslenskra heimil- islækna sem „fulltrúa hagsmuna lækna“ upp á móti talsmönnum „hagsmuna al- mennings“; fræðimönnunum. Það er fölsk nóta í um margt ágætri grein. Heilbrigðiskerfinu hafa allir skoðun á og flestir reynslu af. En það þarf ekki að vera sama reynslan og eitt sjónarhorn þarf ekki að útiloka annað. Þess vegna er það billegt að reyna að skilgreina heim- ilislækna fyrir utan umræðuna. Heimil- islæknar eru sú fagstétt heilsugæslunnar sem lengsta menntun hefur að baki, hefur að stærstum hluta margra ára reynslu af því að vinna í erlendum heilbrigð- iskerfum einnig og tekur á móti flestum sjúklingum. Er það dramb að finnast að okkar sjónarmið megi að lágmarki heyr- ast? Er það oflæti að telja að við höfum að minnsta kosti einhverja innsýn í glímu sjúklinga okkar við kerfið? En heimil- islæknar ættu kannski bara að „halda sig við sína þekkingu í læknisfræði“ og „varast stórar yfirlýsingar undir yfirskini þekkingar sem er ekki á þeirra sviði“? Realpolitik Það skiptir máli hvernig heilbrigðiskerfið er rekið. Það skiptir máli að heilbrigð- iskerfið sé rekið á félagslegum grunni. En það skiptir mestu máli að það virki, sé sveigjanlegt, lagi sig að þörfum sjúk- linganna og að ákvarðanir um daglegan rekstur séu teknar eins nærri veitendum og þiggjendum þjónustunnar og hægt er. Sérstaklega á þetta við um heilsugæsluna. Íslendingum þykir vænt um heilsugæsl- una sína og vilja henni vel. Og flestum er nokk sama um hvort kötturinn er svartur eða hvítur meðan hann veiðir mýs. Vanda- málið er að íslenska heilbrigðiskerfið upp- fyllir varla þær lágmarkskröfur. Kötturinn er sveltur, hann hefur þrönga hálsól, hann er geymdur í búri. Þetta er kötturinn sem ríkissjóður er að kaupa – og hann kemur í sekk. Sigurbjörg nefnir að stjórnvöld verði að geta treyst læknum og mælir því fyrir óbreyttu kerfi. Vandamálið er að í óbreyttu kerfi er traustið ekki til staðar. Að einhverju leyti vegna þess einmitt að stjórnvöld eru að kaupa köttinn í sekkn- um. Vita ekki hvað fæst fyrir peninginn sem þau leggja í kerfið og reyna þar af leiðandi að kaupa sem ódýrast. Hvern- ig geta þjónustusamningar verið skref afturábak við þær aðstæður? Í 20 ár hið minnsta hafa stjórnmálamenn þverskallast við að treysta heimilislæknum. Við höfum haft heilbrigðisráðherra úr öllum hefð- bundnum stjórnmálaflokkum og árangur- inn af starfi þeirra er að heilbrigðiskerfið er sökkvandi skip. Sökkva eða stökkva Óbreytt kerfi er ekki á vetur setjandi. Nú- verandi hugmyndir eru að minnsta kosti skref áfram. Þær verða ekki fullkomnar, þær mun þurfa að bæta. En þær eru stórt skref í að fjölga þeim sem velja að starfa sem heimilislæknar og fá okkur heim sem þekkjum svipað kerfi af góðri raun. Ekki fyrir eigið heimilisbókhald heldur sem kerfi þar sem sjúklingar stýra fjárveitingu til heilsugæslustöðva. Kerfi þar sem ríkið greiðir meira fyrir þjónustu við fjölsjúka og fátæka og þar sem heilsugæslum er umbunað þegar fyrirfram skilgreind gæðamarkmið nást, eins og samfella í þjónustu eða fáar sýklalyfjaútskriftir. Þetta er kjarninn í þeim breytingum sem fyrir- hugaðar eru á íslensku heilsugæslunni. Og þær skipta máli. Því að kveldi dags þurfa menn að spyrja sig: „Var ég að berjast fyrir því sem virkilega skiptir máli eða fyrir minni prív at pólitísku skoðun.“ Vissulega er öllum frjálst að vinna sem flesta á sína skoðun, til að mynda þá skoðun að alltaf halli á sellóið í „Hærra, minn guð, til þín“. En það er hætt við að mörgum þyki sú skoðun léttvæg á þilfarinu á Titanic … P.S. Þessi grein var upphaflega send til vefrits- ins Stundarinnar en af ókunnum ástæðum virtist ekki áhugi á að birta hana þar. „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.