Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.07.2016, Blaðsíða 38
354 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Ný ljóðabók, Í úteyjum, eftir Ferdinand Jónsson kom út á vordögum og hefur vakið verðskuldaða athygli. Ferdinand hefur verið búsettur í London í tæp 20 ár og starfar í austurhluta Lundúna við geðhjálp heimilislausra. Það gekk ekki alveg þrautalaust fyrir okk- ur að ná saman í síma vegna hamagangs undangenginnar viku í Evrópumótinu í knattspyrnu og þegar færið gafst loks- ins sat Ferdinand límdur við sjónvarpið og fylgdist með fréttum af niðurstöðum kosninga Breta um áframhaldandi veru þeirra í Evrópusambandinu eða ekki. „Það væri hryllingur ef þeir gengju úr ESB,“ segir hann. „Bretar eru ein mest sið- menntaða þjóðin í Evrópu þó hlutar henn- ar séu sannarlega frumstæðir og grimmir. Cameron forsætisráðherra hefði aldrei átt að kalla þetta moldviðri yfir bresku þjóð- ina. Vonandi fer þetta nú samt allt á besta veg.“ Því miður fyrir Ferdinand og skoð- anabræður hans fóru úrslit kosninganna á annan veg en það er önnur saga. Við ætluðum að tala um ljóðagerðina þína, ekki pólitík. Hefurðu alltaf verið að yrkja? „Ansi lengi, já. Ég byrjaði að fikta við þetta um tvítugt eða jafnvel eitthvað fyrr og hef alltaf haft ánægju af ljóðum og lagði mig fram um að læra uppáhalds- ljóðin utanað og fara með þau. Það hefur líka þann kost að maður áttar sig betur á hljómfalli ljóðanna þegar þau eru mælt fram.“ Áttu þér uppáhaldsskáld? „Snorri Hjartarson finnst mér alveg stórkostlegur. Hvernig hann leikur sér að málinu, hversu sterk tilfinning er í ljóðun- um hans fyrir náttúrunni. Það höfðar mjög sterkt til mín.“ Þú býrð og starfar í London. Það þýðir að enska er þitt daglega tungumál en ekki íslenskan. Áttu ekkert erfitt með að skilja þarna á milli? „Nei, veistu það er ekki vandamál. Íslenskan er eins konar sparimál fyrir mig, eins konar tungumál minna persónu- legu tilfinninga. Ég næ ekki sams konar djúpri tilfinningatjáningu á ensku og ég næ á íslenskunni, móðurmálinu. Að skipta á milli tungumálanna verður því nánast eðlilegt eftir því hvað ég er fást við og hvað ég er að tjá. Ég er líka mjög sterkt tengdur Íslandi og fer heim í öllum fríum og hefði líklega aldrei átt að fara frá Íslandi. Alltaf þegar ég kem heim og sit í bílnum á leiðinni til Reykjavíkur frá Keflavík hreinsa ég hugann. Tek út ensk- una og set íslenskuna í staðinn. Ég held að ég sé óþolandi fyrir yngri kynslóðir fjölskyldu minnar þar sem ég er stundum að leiðrétta þau og læt pirra mig þegar þau sletta enskunni. Ég er algjör ajatolla íslenskunnar og reyni að vanda mig við að sletta alls ekki ensku. Íslenskan er svo ríkt mál og orðin eru svo gagnsæ og hrein. Það er því hægt að ná mikilli dýpt með mjög fáum orðum og stundum er dýptin margræð. Íslenskan er í mínum huga nán- ast fullkomið tungumál til yrkja á.“ Ertu alltaf að yrkja eða tekurðu tíma frá fyrir ljóðagerðina? „Ég er oft að velta fyrir mér orðum og fallegum setningum og skrifa þær þá hjá mér. Ég er mikið að leita eftir hljómfalli, eins konar laglínu tilfinninganna, og finna orðin sem gefa réttu tilfinningatengslin. Þetta er auðvitað mjög misjafnt, stund- um er ég mjög lengi að velta orðaröð og orðavali fyrir mér og stundum kemur það nánast eins og af sjálfu sér. Pabbi minn, Jón Ferdinandsson, var málari og velti mikið fyrir sér samspili birtu og lita. Ég er í rauninni að fást við það sama, bara með orðum en ekki pensli. Litir og birta Íslenskan er svo ríkt mál ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Ljóð úr bókinni sem er leiðarvísir inn í sumarið: Sumar þokan geymir huldufé á himbrimakvöldi lægir kvíða í landi konungs koma himintíðir háar bláar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.