Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2016/102 435
Y F I R L I T S G R E I N
Lítið er enn vitað um langtímaáhrif gosösku á heilsufar
manna. Mjög erfitt er að rannsaka þessi áhrif vegna þess að önn-
ur loftmengun er einnig til staðar. Ekki eru til neinar rannsókn-
ir á langtímaáhrifum á Íslandi. Erlendis hafa vísindamenn haft
áhyggjur af sílíkósu sem er form af lungnatrefjun þar sem askan
inniheldur mikið af silikötum en ekki hefur tekist að sýna fram á
orsakatengsl.5,7
Kvikugas
Kvika er bergbráð með uppleystum lofttegundum. Gasinnihald
kviku fer að nokkru eftir efnasamsetningu hennar, súr kvika er
yfirleitt gasrík (allt að 5 þunga%) en sú basíska gassnauð (0,2-0,5
þunga%). Gasið losnar úr kviku í gosrás, gosopi og þegar kvika
storknar í gosmekki og á yfirborði. Helstu gastegundirnar eru
vatnsgufa (H2O), koldíoxíð (CO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2) og
yfirleitt er langmest af þeirri fyrstnefndu. Einnig losnar vetni
(H2), brennisteinsvetni (H2S), kolmónoxíð (CO), og í litlu magni
brennisteinn (S2), metangas (CH4), vetnisklóríð eða saltsýra (HCl)
og vetnisflúoríð eða flúorsýra (HF). Fleiri efnasambönd geta verið
í gosmekki.2,3
Í gosmekki þéttast lofttegundir með lækkandi hita. Brenni-
steinsdíoxíð hvarfast við súrefni og vatnsgufu í gosmekki og
myndar brennisteinssýru (H2SO4). Örsmáir sýrudropar (ördrop-
ar) mynda gosmóðu eða gosmistur sem berst frá gosstöðvum sem
efnamengun. Sölt og sýrur þéttast á yfirborði öskukorna og falla
með þeim til jarðar og valda mengun á öskufallssvæðum. Yfirborð
öskukorna eykst hlutfallslega með minnkandi kornastærð og því
getur fín aska borið meira af mengandi efnum en sú grófa.
Áhrif lofttegunda á heilsufar manna
Margvíslegar lofttegundir geta komið upp í eldgosum eins og lýst
er hér að framan og eru áhrif þeirra á heilsufar mismunandi eins
og sést í töflu I.6,11-14 Heilsuverndarmörk eru skilgreind fyrir meng-
andi lofttegundir í andrúmslofti og eru hugsuð fyrir almenning,
bæði börn og fullorðna, sjúka sem heilbrigða. Þeim er ætlað að vera
viðmiðun fyrir hvað telst skaðlegt fyrir einstaklinginn til lengri
tíma. Vinnuverndarmörk eru hæsta leyfilega meðaltalsmengun
í andrúmslofti starfsmanna, gefið upp fyrir 8 klukkustundir og
einnig fyrir 15 mínútna viðveru. Íslenskar reglugerðir skilgreina
bæði þessi mörk fyrir íbúa á Íslandi.14 Í náttúruhamförum eins og
eldgosum getur loftmengun farið langt yfir þessi mörk. Í töflu I eru
gefin dæmi um þessi mörk fyrir nokkrar mengandi lofttegundir
sem komið geta upp í eldgosum.
Áhrifum lofttegunda má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi loft-
tegundir sem eru ertandi fyrir slímhúðir og húð. Í lágum styrk-
leika valda þær ertingu í augum og efri hluta öndunarfæra. Í hærri
styrk valda þær ertingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa
þær áhrif á neðri hluta öndunarfæra og geta valdið lungnabjúg
vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um það er brennisteinsdíoxíð og
brennisteinssýra. Í öðru lagi eru lofttegundir sem valda köfnun
vegna áhrifa á flutning súrefnis og öndunarkeðjuna í frumum.
Dæmi um það eru koldíoxíð og kolmónoxíð.11-13
Mesta bráðahættan skapast af lofttegundum sem eru þyngri en
andrúmsloftið og geta því borist með jörðu og fyllt svæði sem eru
lægri, eins dældir og gjótur í náttúrunni eða kjallara húsa. Brenni-
steinsdíoxíð og koldíoxíð eru dæmi um slíkar lofttegundir.
Brennisteinsdíoxíð er litlaus lofttegund með stingandi lykt sem
er þyngri en andrúmsloft. Innöndun getur valdið sviða í munni
og efri öndunarvegum og tárarennsli. Ef styrkur er mikill getur
komið fram hósti. Eftir nokkrar klukkustundir og allt að tveim-
ur sólarhringum síðar getur myndast lungnabjúgur vegna bráðs
lungnaskaða.
Brennisteinssýra virkar ætandi á slímhúðir efri öndunarfæra,
munns, augna og einnig húð.
Brennisteinsvetni er eitruð lofttegund með sterkri óþægilegri
lykt (hveralykt). Hún er þyngri en andrúmsloft. Við háan styrk
(100-150 ppm) dofnar lyktin eða hverfur. Þá lamast lyktartaugin og
fólk skynjar ekki hættuna.15 Innöndun veldur sviða í efri öndunar-
færum, hósta, höfuðverk, svima, uppköstum og almennri vanlíð-
an. Lungnabjúgur vegna bráðs lungnaskaða getur komið fram
Tafla I. Áhrif lofttegunda á heilsufar.6,11-15
Efni Bráð áhrif á líffærakerfi Dæmi um eldgos Heilsuverndarmörk Vinnuverndarmörk
Brennisteinsdíoxíð, SO2 Efri hluti öndunarfæra, augu,
lungu við háan styrk
Skaftáreldar 1783,
Holuhraun 2014
125 µg/m3 fyrir 24 klst 0,5 ppm (1,3 mg/m3= 1,300 µg/m3) fyrir 8 klst. en
1 ppm (2,6 mg/m3 = 2,600 µg/m3) fyrir 15 mínútur
Brennisteinsvetni, H2S Efri hluti öndunarfæra,
lamar lyktartaug, áhrif á
öndunarkeðju frumna
50 µg/m3 fyrir 24 klst 8 klst. mengunarmörk eru 5 ppm (7 mg/m3). 15
mínútna mengunarmörk eru 10 ppm (14 mg/m3)
Brennisteinssýra,
H2SO4
Efri hluti öndunarfæra, augu,
munnur, húð
Skaftáreldar 1783 0,05 mg/m3 fyrir 8 klst. en 0,1 mg/m3 fyrir 15
mínútur fyrir úða
Saltsýra, HCL Efri hluti öndunarfæra,
munnur, augu, húð
Skaftáreldar 1783 15 mínútna mengunarmörk eru 5 ppm (8 mg/m3)
Flúorsýra, HF Efri og neðri hluti
öndunarfæra, bein, tennur
Skaftáreldar 1783 8 klst: 0,7 ppm (0,6 mg/m3). 15 mínútna: 3 ppm
(2,5 mg/m3)
Koldíoxíð, CO2 Truflar flutning á súrefni til
frumna
Flest eldgos 5000 ppm (9000 mg/m3) fyrir 8 klst. en 10.000
ppm (18.000 mg/m3) fyrir 15 mínútur
Kolmónoxíð, CO Truflar flutning á súrefni til
frumna
Flest eldgos 10 mg/m3 25 ppm (29 mg/m3) fyrir 8 klst. en 50 ppm (58
mg/m3) fyrir 15 mínútur
Svifryk, PM10 Efri og neðri hluti öndunarfæra Öskufall 50 µg/m3 fyrir 24 klst