Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 32

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 32
448 LÆKNAblaðið 2016/102 V I Ð T A L Hér á árum áður var talsvert deilt um það hvort áfengis- og vímuefnafíkn væri sjálfstæður sjúkdómur eða birtingarform annarra sjúkdóma. Þær deilur eru nú að mestu hljóðnaðar og á undanförnum árum hafa fíknlækningar öðlast viður- kenningu sem sjálfstæð sérgrein innan læknisfræðinnar. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi stundaði sitt sérnám í Bandaríkjunum þar sem fíknlækningar hafa hlotið viðurkenningu samtaka banda- rískra sérgreinalækna (American Board of Medical Specialities, ABMS). Hún segir blaðamanni Læknablaðsins frá því að þessi viðurkenning hafi ver- ið lengi á leiðinni en í mars á þessu ári fengu fíknlækningar loksins formlega pláss undir regnhlíf ABMS sem veitir sér- greinaréttindi í Bandaríkjunum. Kennsla í fíknlækningum sem þverfaglegri sérgrein hófst þar vestra árið 1980 og skömmu síðar var farið að vinna að viðurkenningu þeirra sem sérgrein. Fyrst fór það í gegn- um samtök fíknlækna, American Board of Addiction Medicine, ABAM, og þaðan til samtaka forvarnarlækna, American Board of Preventive Medicine, ABPM. „Nú hefur fagið hlotið viðurkenningu ABMS sem heldur utan um sérgreinapróf- ið og er orðið undirsérgrein í einhverri aðalgrein læknisfræðinnar, til dæmis lyflækningum, geðlæknisfræði, barna- lækningum eða heimilislækningum. Þetta gefur greininni byr undir báða vængi og aukið vægi og gildi innan heilbrigðiskerf- isins. Óformlega hefur þessi staða raunar verið við lýði um nokkurt skeið en nú er þetta orðið formlegt,“ segir Valgerður. „Sérfræðiprófinu í fíknsjúkdómum frá Bandaríkjunum má halda við á hverju ári og ég hef gert það hingað til. ABAM heldur utan um það í svokölluðu MOC- -kerfi (maintenance of certification program) þar sem uppfylla þarf meðal annars CME- -endurmenntunareiningar frá ákveðn- um sviðum árlega og taka stutt próf úr tilgreindum greinum í fagtímaritum á árinu.“ Stóri fíllinn í stofunni Ofneysla áfengis og fíkniefna hefur gríðar- leg áhrif á heilbrigðiskerfið og snertir flestar sérgreinar og allar stofnanir þess meira og minna. Í Bandaríkjunum er fimmta hvert dauðsfall rakið til fíknar svo það er brýnt að auka vægi fíknlækninga alls staðar. „Já, þetta hefur verið stóri fíllinn í stofunni sem enginn vill snerta,“ heldur Valgerður áfram. „Áður voru alkóhólistar afgreiddir sem ólæknanlegir en það er ekki hægt lengur. Við erum að fást við langvinnan vanda sem ekki verður leystur með stuttu inngripi eða einni afgreiðslu, þetta er langtímaverkefni eins og raunin er um marga aðra sjúkdóma. Við teljum okkur standa miklu betur að meðferð hér á landi, erum að meðhöndla um 50% þeirra sem þurfa á meðferð við fíknsjúkdómum að halda á sama tíma og í flestum öðrum löndum hafa einungis á bilinu 5-10% aðgang að aðstoð og með- ferð,“ segir hún. Á næsta ári heldur SÁÁ upp á 40 ára afmæli sitt en starf samtakanna hefur haft mikil áhrif á viðhorf almennings til fíkni- vandans. „Nú veit hinn almenni borgari að það er hægt að veita þeim aðstoð sem eru drykkfelldir eða í annarri neyslu sem skapar þeim og fjölskyldunni vandræði. Úrræðin eru til staðar og í því eru fólgin mikil verðmæti. Inngripið er ekki mik- ið, stutt meðferð á Vogi og eftirmeðferð, ýmist inniliggjandi eða á göngudeild. Helmingurinn kemur aldrei aftur. Á þess- um 40 árum hafa 24.000 Íslendingar leitað sér meðferðar. Af þeim hafa 80% aðeins komið einu sinni til þrisvar og þótt eflaust séu einhverjir þeirra sem ekki koma aftur í einhverri neyslu eru þeir ekki svo veikir að þeir þurfi að koma aftur í meðferð. Þeir Fíknlækningar viðurkenndar sem undirsérgrein Rætt við Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi um starfsemi SÁÁ í 40 ár, ósnertanlega fíla og útrýmingu lifrarbólgu C ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.