Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 449 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R vita af okkur og að hér eru stórar og opnar dyr svo fjarvera þeirra segir okkur mikið um stöðuna. Svo er alltaf lítill hópur krónískra sjúk- linga sem kemur mjög oft og hann á ekki að koma sjaldnar heldur oftar því hann þyrfti eflaust meiri þjónustu.“ Útrýming lifrarbólgu C Valgerður nefnir nýjung í starfi Vogs sem byggist á samstarfi við Landspítalann og Embætti landlæknis um lyfjameðferð fyrir sjúklinga með lifrarbólgu C. „Við höfum skimað sprautufíkla sem til okkar koma um langt skeið og teljum okk- ur hafa góða yfirsýn yfir stöðu þeirra sem sýktir eru af veirunni. Við getum fylgst náið með sjúklingum okkar og vitum í mörgum tilvikum hvort og hvenær þeir sýkjast. Þetta er í raun einstætt í heimin- um því víðast hvar er ástandið þannig að enginn veit hversu margir eða hverjir eru með veiruna. Nú er komið samstarf milli Vogs, meltingadeildar og smitsjúkdómadeildar Landspítalans um að veita þeim sem hafa lifrarbólgu C lyfjameðferð, oftast í 12 vik- ur. Eftir það eiga þeir að vera lausir við veiruna. Lyfin eru dýr en samningar hafa náðst við framleiðendur um að fá þau gef- ins svo hægt sé að útrýma sjúkdómnum. Framleiðandinn gefur einnig lyf til Georg- íu við Svartahaf. Ástralskir læknar hafa sannfært ríkisstjórn sína um að kaupa lyf til að meðhöndla sína sjúklinga svo þar er hafið átak.“ Valgerður var nýkomin af ráðstefnu í Noregi þar sem fjallað var um baráttuna gegn lifrarbólgu C meðal fólks með fíkn- sjúkdóm. „Það er í raun einstakt tækifæri að geta útrýmt lifrarbólgu C. Mörg ríki hafa áhuga á að fylgjast með þessu. Það sem fyrst og fremst þarf er vitneskja um það hverjir eru smitaðir. Meðferðin er fljótleg og einföld og við höfum öll tök á að sinna henni hér. Við erum mjög nálægt þessum hópi, hann er ekki týnd stærð eins og raunin er víðast hvar erlendis. Fólk leit- ar til okkar og vill fá meðferð af því það treystir okkur. Hjá öðrum þjóðum eru ýmsar hindr- anir, það er ekki vitað hverjir eru smitaðir, lyfin eru dýr og svo eru víða í nágranna- löndum okkur í gildi skilmerki um að sá sem á rétt á meðferð verði að vera hættur neyslu og kominn með byrjunareinkenni skorpulifrar. Þetta eru að okkar viti úrelt sjónarmið því nú er orðin til einföld og fljótleg meðferð sem læknar sjúkdóminn á 12 vikum í 95% tilvika. Við erum byrjuð á þessu verkefni sem á að taka þrjú ár. Þetta gengur framar vonum því við teljum okk- ur komin vel áleiðis með verkefnið eftir aðeins hálft ár.“ – Hversu stóran hóp er þarna um að ræða? „Þeir gætu orðið um 800 þegar allt er talið, fyrst og fremst þeir sem hafa spraut- að sig í æð. Áður var nokkuð um að fólk smitaðist við blóðgjafir en það er orðið langt síðan farið var að skima allt blóð svo það er úr sögunni. Við erum byrjuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.