Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 40
456 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Á fundi norrænu læknablaðanna sem sagt
er frá hér í blaðinu vitnaði Birgir Jakobs-
son landlæknir oft í óbirta úttekt alþjóð-
lega ráðgjafarfyrirtækisins McKinseys á
starfi og stöðu Landspítalans. Hann tók
þagnareið af fundarmönnum um að þeir
segðu ekki frá því sem þar kæmi fram
fyrr en úttektin yrði birt opinberlega fimm
dögum síðar. Óhætt er að segja að efni út-
tektarinnar hafi vakið talsverða athygli og
umræður á fundinum.
Landlæknir sagði að skýrsla McKinseys
staðfesti ýmislegt af því sem hann hefur
sagt um íslenskt heilbrigðiskerfi síðan
hann tók við embætti. „Hér var í raun
hræðilegt ástand þegar ég kom heim,
markað af verkföllum og síðbúnum af-
leiðingum kreppunnar 2008 sem hafði
áhrif á allt, þar á meðal heilbrigðiskerfið
sem hefur ekki náð sér enn.
Nú fer efnahagurinn ört batnandi og
það er búið að hækka laun heilbrigðis-
stétta um allt að 30%. Mín skoðun er samt
sú að batnandi efnahagur hafi ekki enn
náð inn í heilbrigðiskerfið sem varð fyrir
kreppunni eftir að hafa mátt þola tölu-
verðan niðurskurð í mörg ár áður en hún
hófst. Heilsugæslan er verst farin, ekki síst
á höfuðborgarsvæðinu en einnig víða á
landsbyggðinni þar sem erfitt er að manna
stöður lækna og hjúkrunarfræðinga.
Sums staðar er þetta svo viðkvæmt að ef
einn segir upp er þjónustan í uppnámi.
Þetta leiðir til þess að fólk þarf að leita til
Reykjavíkur eftir sérfræðiþjónustu.“
Engin stefna, engin markmið
McKinsey-úttektin varðar eingöngu Land-
spítalann en hún er að mörgu leyti í sam-
ræmi við þessa sýn landlæknis, samanber
þessar tilvitnanir í „Samantekt athugana“
í kaflanum Áætlanagerð og afköst á bls. 12 í
skýrslunni:
„Í fyrsta lagi skortir heildarstefnu og
stýringu á veitingu heilbrigðisþjónustu
innan kerfisins. Þjónusta sem áður var
veitt á legudeildum hefur færst á einka-
reknar göngudeildir sjálfstætt starfandi
sérfræðinga, einnig á sviðum þar sem
samþætt heilbrigðisþjónusta, líkt og veitt
er á háskólasjúkrahúsi, er besti kostur-
inn. Landspítalinn hefur hvorki sett
sér heildarmarkmið um afköst né innri
markmið um afköst mismunandi tegunda
þjónustu. Þótt þróunin hafi að ýmsu leyti
verið jákvæð virðist tilfærsla þjónustunnar
að nokkru leyti hafa átt sér stað á sviðum
þar sem meiri samþætting við starfsemi
legudeilda sjúkrahússins væri til bóta.
Auk þessa skortir tæki sem gera spítalan-
um kleift að aðlaga mannafla, fjármagn og
Hvert á
að stefna í
heilbrigðis-
málum?
Úttekt McKinseys á Landspítalanum
vekur upp margar spurningar um
sinnuleysi fulltrúa eigandans um
stefnu, mönnun og gæði íslenskrar
heilbrigðisþjónustu
■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Kápan á skýrslunni um rekstrarhag-
kvæmni og stöðu Landspítalans sem
ráðgjafarfyrirtækið McKinsey vann í
samræmi við tillögu fjárlaganefndar
Alþingis.