Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2016, Side 47

Læknablaðið - 01.10.2016, Side 47
LÆKNAblaðið 2016/102 463 þessu sinni voru það þrír ungir vísinda- menn frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem hlutu verðlaun, en við úthlutun þar áður fengu Þorvarður Jón Löve og Gunn- ar Tómasson rannsóknarstyrk til þess að rannsaka fjölvöðvagigt á Íslandi. Sjóður- inn styrkir einnig námskeið fyrir unga vísindamenn og gigtarlækna og var það haldið í sal Íslenskrar erfðagreiningar dag- ana fyrir þingið. Þinginu er ætlað að auka norræna sam- vinnu, bæði um klínískar leiðbeiningar og þær meðferðir sem við beitum sem og um vísindarannsóknir, ásamt því hvernig við flytjum aukna þekkingu frá rannsóknum yfir í bætta þjónustu og meðferð sjúklinga. Á þinginu var meðal annars kynnt nýtt samnorrænt rannsóknarverkefni þar sem nota á gögn úr gagnabönkum norrænu ríkjanna til að rannsaka ýmsa sjúkdóma í öllum löndunum. Loks er það hlutverk þessara þinga, sem teljast fremur lítíl í samanburði við til dæmis Evrópu- og Ameríkuþing gigtarlækna, að veita ungu fólki tækifæri til að æfa sig í að kynna rannsóknir sínar með því að halda er- indi eða sýna veggspjöld og voru ungir vísindamenn og gigtarlæknar áberandi á þinginu.“ Blaðamaður játar fáfræði sína um gigt- arsjúkdóma almennt og nefnir slitgigtina í eldra fólki. „Já, það er slitgigtin og vefja- gigtin sem eru algengastu gigtarsjúkdóm- arnir en einnig er um að ræða liðbólgu- og bandvefssjúkdóma af ýmsum toga sem angra fólk á öllum aldri, allt niður í börn. Nú er meðalaldur sjúklinga sem gangast undir líftæknilyfjameðferð hér á spítalan- um á bilinu 45-50 ára. Á þinginu reyndum við að hafa fjölbreytta nálgun og segja má að flestir gigtarsjúkdómar hafi komið þar við sögu. Rafræn heilsa og söguþing Eins og áður segir endurspeglaði þingið þessa breidd í faginu ágætlega og einn daginn vorum við með sérstaka dagskrá fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem fást við gigt aðra en lækna – hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri – í samvinnu við Gigtarfélagið og Fagfélag gigtarhjúkrunarfræðinga. Ég var mjög ánægð með þá dagskrá því þar var meðal annars fjallað um skipulagningu þjónustunnar og hvernig sjúklingurinn getur sjálfur tekið þátt í meðferðinni. Undir það fellur það sem kallast á ensku e-health þar sem sjúklingur og læknir eru í rafrænum samskiptum. Í Svíþjóð er farið að láta sjúklinga skipuleggja og fylgjast með blóðprufunum sínum sjálfir eins og greint var frá á málþinginu. Þá vorum við með nýjung á þinginu sem helgast af áhugasviði mínu sem er saga lækninga. Um það var haldið málþing þar sem Ido Leden og Frank Wollheim fyrrverandi prófessorar frá Svíþjóð sögðu frá sögu gigtarlækninga á Norðurlöndun- um og fjallað var um ævi og störf Jan Waldenströms sem var þekktur sænskur blóðsjúkdómalæknir. Einnig mætti Óttar Guðmundsson og sagði frá geðveiki í Ís- lendingasögunum. Loks kom ástralskur læknir, John Ornsby Stride, og flutti erindi um rannsóknir sínar á heimildum um höf- uðkúpu Egils Skallagrímssonar. Þar fann hann merki um sjúkdóm sem kallaður er Van Buchem og lýsir sér í beingisnun. Mál- þingið var vel sótt og mæltist vel fyrir svo þess er að vænta að saga læknisfræðinnar verði fastur liður á þingum framtíðarinnar sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Gerður Gröndal. Þorvarður Jón Löve og Jón Atli Árnason gigtarlæknar í opnunarhófinu sem haldið var í blíðskaparveðri. Íslenska undirbúningsnefndin: Sigríður Þórdís Valtýsdóttir, Gunnar Tómasson, Guðrún Björk Reynisdóttir, Þorvarður Jón Löve, Björn Guðbjörnsson og Gerð- ur Gröndal. Myndina tók Per Lundblad frá blaðinu Reumabulletin. G I G T A R L Æ K N A Þ I N G

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.