Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2016/102 463 þessu sinni voru það þrír ungir vísinda- menn frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem hlutu verðlaun, en við úthlutun þar áður fengu Þorvarður Jón Löve og Gunn- ar Tómasson rannsóknarstyrk til þess að rannsaka fjölvöðvagigt á Íslandi. Sjóður- inn styrkir einnig námskeið fyrir unga vísindamenn og gigtarlækna og var það haldið í sal Íslenskrar erfðagreiningar dag- ana fyrir þingið. Þinginu er ætlað að auka norræna sam- vinnu, bæði um klínískar leiðbeiningar og þær meðferðir sem við beitum sem og um vísindarannsóknir, ásamt því hvernig við flytjum aukna þekkingu frá rannsóknum yfir í bætta þjónustu og meðferð sjúklinga. Á þinginu var meðal annars kynnt nýtt samnorrænt rannsóknarverkefni þar sem nota á gögn úr gagnabönkum norrænu ríkjanna til að rannsaka ýmsa sjúkdóma í öllum löndunum. Loks er það hlutverk þessara þinga, sem teljast fremur lítíl í samanburði við til dæmis Evrópu- og Ameríkuþing gigtarlækna, að veita ungu fólki tækifæri til að æfa sig í að kynna rannsóknir sínar með því að halda er- indi eða sýna veggspjöld og voru ungir vísindamenn og gigtarlæknar áberandi á þinginu.“ Blaðamaður játar fáfræði sína um gigt- arsjúkdóma almennt og nefnir slitgigtina í eldra fólki. „Já, það er slitgigtin og vefja- gigtin sem eru algengastu gigtarsjúkdóm- arnir en einnig er um að ræða liðbólgu- og bandvefssjúkdóma af ýmsum toga sem angra fólk á öllum aldri, allt niður í börn. Nú er meðalaldur sjúklinga sem gangast undir líftæknilyfjameðferð hér á spítalan- um á bilinu 45-50 ára. Á þinginu reyndum við að hafa fjölbreytta nálgun og segja má að flestir gigtarsjúkdómar hafi komið þar við sögu. Rafræn heilsa og söguþing Eins og áður segir endurspeglaði þingið þessa breidd í faginu ágætlega og einn daginn vorum við með sérstaka dagskrá fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem fást við gigt aðra en lækna – hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri – í samvinnu við Gigtarfélagið og Fagfélag gigtarhjúkrunarfræðinga. Ég var mjög ánægð með þá dagskrá því þar var meðal annars fjallað um skipulagningu þjónustunnar og hvernig sjúklingurinn getur sjálfur tekið þátt í meðferðinni. Undir það fellur það sem kallast á ensku e-health þar sem sjúklingur og læknir eru í rafrænum samskiptum. Í Svíþjóð er farið að láta sjúklinga skipuleggja og fylgjast með blóðprufunum sínum sjálfir eins og greint var frá á málþinginu. Þá vorum við með nýjung á þinginu sem helgast af áhugasviði mínu sem er saga lækninga. Um það var haldið málþing þar sem Ido Leden og Frank Wollheim fyrrverandi prófessorar frá Svíþjóð sögðu frá sögu gigtarlækninga á Norðurlöndun- um og fjallað var um ævi og störf Jan Waldenströms sem var þekktur sænskur blóðsjúkdómalæknir. Einnig mætti Óttar Guðmundsson og sagði frá geðveiki í Ís- lendingasögunum. Loks kom ástralskur læknir, John Ornsby Stride, og flutti erindi um rannsóknir sínar á heimildum um höf- uðkúpu Egils Skallagrímssonar. Þar fann hann merki um sjúkdóm sem kallaður er Van Buchem og lýsir sér í beingisnun. Mál- þingið var vel sótt og mæltist vel fyrir svo þess er að vænta að saga læknisfræðinnar verði fastur liður á þingum framtíðarinnar sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Gerður Gröndal. Þorvarður Jón Löve og Jón Atli Árnason gigtarlæknar í opnunarhófinu sem haldið var í blíðskaparveðri. Íslenska undirbúningsnefndin: Sigríður Þórdís Valtýsdóttir, Gunnar Tómasson, Guðrún Björk Reynisdóttir, Þorvarður Jón Löve, Björn Guðbjörnsson og Gerð- ur Gröndal. Myndina tók Per Lundblad frá blaðinu Reumabulletin. G I G T A R L Æ K N A Þ I N G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.