Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 2
Fólk sem býr í þríbýli á elli- heimilinu Grund greiðir sama verð og fólk sem býr í 35 fermetra einbýli á Sóltúni. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, segir þetta óréttlátt og félagið hafi áhyggjur af þessu. Þetta sé afleiðing þess að aldr- aðir séu sviptir sjálfræði í fjármálum sínum þegar þeir leggjast inn á stofn- anir, en þeir greiða þá lífeyri sinn í dvalargjald en halda eftir vasapen- ingum, að lágmarki 75 þúsundum. „Við viljum að þetta greiðslukerfi verði aflagt og fólk fái bara mánaðar- lega reikning fyrir dvalargjaldinu. Þá kemur það að sjálfu sér að fólk borgar fyrir það sem það fær,“ segir Þórunn. Hún segir að það væri hæpið að bjóða ferðamönnum upp á að borga sama verð fyrir einbýli og þríbýli Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir mikilvægt að kjósendur hafi skýran valkost í næstu kosningum um að mynda stjórn til vinstri. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Katrín Jakobsdóttir ætlar að varpa þessari hugmynd fram á flokksráðs- fundi um helgina hvort leitað verði eftir samstarfsyfirlýsingu stjórnar- andstöðuflokkanna um að þeir vinni saman eftir kosningar. „Þetta er hugmynd að einskonar kosningabandalagi, en að mínu viti hafa flokkar ekki áður sameinast um að vinna saman eftir kosningar að tiltekn- um málum,“ segir Katrín. „Málin sem ég tel að ætti að setja á oddinn er upp- bygging velferðarkerfisins, jöfnuður og umhverfisvæn atvinnustefna.“ Í stjórnmálaályktun, sem verður lögð fyrir flokksráðsfundinn sem að hefst á morgun, segir að stjórnmálamönn- um og stjórnmálaflokkum sem vilja byggja upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd og auka vægi umhverfis- sjónarmiða og sjálfbærni í atvinnu- og byggðamálum beri skylda til að stilla saman strengi sína þannig að kjósendur hafi skýra hugmynd um hvaða stjórnmálahreyfingar muni vinna saman að loknum kosningum. Það sé rík krafa í samfélaginu um aukinn jöfnuð sem birtist meðpal annars í kröfu um endurreisn heilbrigðiskerfis- ins. Þannig fái kjósendur sem vilja breyta um stefnu skýran valkost. Eitt öflugasta og valdfrekasta fyrirtæki landins tók ofsakast þegar verkefnisstjórn hafnaði því að meta Kjalölduveitu. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Uppbygging velferðar, jöfnuð og sjálfbærni eru lykilmál, að mati formanns VG. 6,7 milljarða króna hagn- aður nýrra hluthafa í Borgun vegna yfirtöku Visa International Service á Visa Europe er án efa nýtt Ís- landsmet í heppni. 6,7 milljarðar króna eru rétt tæplega samanlagðir allir vinningar í Laugardagslottó- inu í tíu ár. Á verðlagi dagsins námu þeir rétt tæpum 7 milljörðum króna síðustu tíu ár. Ef eitt- hvað er að marka yfirlýsingar hluthafa í Borgun, um að þeir hafi ekki haft grænan grun um að von væri á slíkum hagnaði, hlýtur þetta að teljast íslandsmet í heppni. Hagnaður Engeyinga og annarra hluthafa Borg- unar er því viðlíka og ef þeir hefðu unnið alla vinninga í lottói síðan 17. júlí 2004. Ef við miðum að- eins við vinninga fyrir fimm tölur rétt- ar þá jafngildir heppni þeirra því að þeir hafi fengið fimm tölur réttar í hverri viku allt frá 24. apríl 1999, seint á síðustu öld. | gse Íslandsmet í heppni Kindakjöt féll niður í þriðja sæti á Íslandi í fyrra. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni borðuðu landsmenn um 29 grömmum minna á viku af kindakjöti en svínakjöti í fyrra. Árið áður borðuðu Íslend- ingar um 19 grömmum meira af kindakjöti en svínakjöti á viku. Íslendingar borða langmest af kjúklingakjöti og öðru alifuglakjöti. 1983 borðuðu landsmenn tíu sinnum meira af kindakjöti en kjúk- lingum en fyrir átta árum tóku kjúklingarnir fram úr lambinu. Í dag borðar meðal Íslendingurinn 40 prósent meira ef kjúklingi en lambi. Kjötneysla hefur lítillega aukist undanfarin ár eða sem nemur um 25 prósent á þrjátíu árum. | gse Meira af svíni en lambi 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Kindakjöt Hrossakjöt Neysla á lambakjöti hríðfellur 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 en sem kunnugt er vilja stjórnend- ur Grundar, Markarinnar og Áss í Hveragerði leigja ferðamönnum í sumar til að ná utan um reksturinn. Þórunn segir að það komi á óvart að öldrunarstofnanir beri sig jafn illa og raun ber vitni. Fyrir tveimur árum hafi verið ákveðið að létta af þeim líf- eyrisskuldbindingum. Þórunn bendir á að þótt þetta séu sjálfseignarstofnanir séu þær reknar fyrir fé heimilismanna og daggjöld úr ríkissjóði. Þá séu þær byggðar upp að stóru leyti fyrir fé úr framkvæmda- sjóði aldraðra. Sjálfseignarstofnanir eiga að lúta sérstöku kerfi, með stjórn og fulltrúa- ráði. Ríkisendurskoðun fór áður yfir reikninga en hætti því fyrir nokkrum árum. | þká Ríkisendurskoðun er hætt eftirliti með sjálfseignarstofnunum. Mynd | Hari 2 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 Elliheimili Vilja losna við óréttlátt greiðslukerfi Sama verð fyrir einbýli og þríbýli Stjórnmál Formaður VG vill kosningabandalag Kjósendur eiga að fá skýran valkost Umhverfi Síðasti naglinn í líkkistu rammaáætlunar Reglunum breytt fyrir Landsvirkjun Stjórnendur Landsvirkj- unar brugðust hart við þegar verkefnastjórn um rammaáætlun hafnaði því að meta nýja Norðlingaöldu- veitu og 18 aðra virkjunar- kosti. Stjórnvöld hafa nú brugðist við með því að breyta reglunum. Afleit lög- fræði, segir formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Verkefnastjórn er nú skylt að meta alla nýja virkjunarkosti sem koma inn á hennar borð samkvæmt nýrri reglugerð sem birtist á vef umhverf- isráðuneytisins á fimmtudagskvöld. Þannig er komið til móts við kröfu Landsvirkjunar um að Kjalölduveita, sem er ný útfærsla á Norðlingaöldu- veitu, verði metin í þriðja áfanga rammaáætlunar. Í núverandi reglugerð átti verk- efnastjórnin að meta sjálf hvort ástæða væri til að skoða virkjunar- kosti sem Orkustofnun vildi að hún skoðaði. Samkvæmt nýju reglunum á hún að meta allt sem fyrir hana er lagt. Árni Finnsson segir þetta dæmi um stjórnarhætti sem Landsvirkj- un hafi lofað að ástunda ekki þegar stjórnendur fyrirtækisins undirrit- uðu samfélagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. UN Global Impact. „Eitt öflugasta og valdfrekasta fyrirtæki landins tók ofsakast þegar verkefnis- stjórn hafnaði því að meta Kjalöldu- veitu á þeirri forsendu að um væri að ræða aðra útgáfu af Norðlingaöldu- Úr Þjórsárverum. Mynd | Jóhann Óli Hilmarsson veitu sem var sett í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar, enda er verndargildið mjög mikið. Í fram- haldinu lætur ráðherra kokka upp nýjar starfsreglur fyrir verkefnis- stjórn ina til – að því er virðist – að þjóna Landsvirkjun,“ segir Árni. Hann segir að gangi þetta eftir sé rammaáætlun búin að vera. „Lands- virkjun hefur kostað tugum ef ekki hundruðum milljóna í að endurreisa ímynd fyrirtækisins. Þegar allt kem- ur til alls er fyrirtækinu um megn að fara að þeim samfélagssáttmála – þ.e. rammaáætlun – sem Alþingi hefur samþykkt og Landsvirkjun heitið að virða.“ Baldur Guðlaugsson lögfræðingur hefur verið skipaður formaður hæfnisnefndar sem á að meta um- sækjendur um starf skrifstofustjóra í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyt- inu. Baldur hlaut tveggja ára fang- elsisdóm í hæstarétti 2012 fyrir inn- herjasvik og brot í opinberu starfi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, skipar hæfnisnefndina. Hún segir í samtali við Fréttatímann að menn sem hlot- ið hafi dóm taki út sína refsingu, það hafi Baldur gert. Það sé ekkert at- hugavert við það að maður með jafn víðtæka reynslu úr stjórnsýslunni sé fenginn í slíkt verkefni. | þká Baldur leiðir hæfnisnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.